Vikan


Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 12

Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 12
flleinn með sjólfcin Um alllangt skeið hafa Stuðmenn og Spilverk þjóðanna verið í sviðs/jósi is/enskrar tónmenntar. Fögnuður miki/l braust út, þegar Stuðmenn voru afhjúpaðir og í /jós kom, að sumir þeirra stóðu jafnframt fyrir ti/veru hins a/ræmda Spi/verks. Síðan hefur mikið vatn ti/ sjávar runnið, og breiðskífur, eigi allfáar, hafa sannað hæfi/eika fyrirbæranna. Eg/7/ Ú/afsson er einn þeirra Spi/verks- og Stuðmanna, og féllst hann góðfús/ega á að spjalla dá/ítið við b/aðamann Vikunnar. Ragnar Daníelsson. Þetta byrjaði náttúrlega allt í M.H., og tónlist- in sem þeir fluttu, var aðallega sambland af því sem þá var vinsælt og svo gömlum lögum frá 1950 —'60. Þeir gengu út frá gömlum íslenskum dægurlögum, sem þóttu hræðilega púkaleg, því að á þessum tíma voru menn yfirleitt andans menn í músík og brennivíni og töffarar af guðs náð. Ég varð stuðmaður 1974, og þann 5. febrúar 1975 fórum við til London og tókum upp plötuna „Sumar á Sýrlandi." Platan fékk góðar viðtökur, og hún seldist betur en við höfðum gert okkur nokkrar vonir um. Spilverkið á rót sína að rekja til ársins 1972 og var þá skólaband í Hamrahlíð. Hét það í fyrstunni ýmsum nöfnum, eins og Egils, Hassan smjör o. fl. Við þrír, ég, Valgeir og Siguður Bjóla, komum fyrst fram utan skólans undir nafninu Spilverk þjóðanna í mars 1975 og spiluðum þá í M.R. Stuttu seinna komum við svo fram í Norræna húsinu. Eftir það gekk allt mjög hratt, og um sumarið gerðum við fyrstu plötuna og þátt Egill er fæddur í Reykjavík 9. febrúar 1953 og hefur alið þar allan sinn aldur. Skólagöngu hóf hann fyrst í isaksskóa og komst þaðan eftir ýmsum leiðum í menntaskólann í Hamrahlíð. Þar dvaldi kappinn í 3 ár, og síðasta veturinn stundaði hann einnig söngnám hjá Engel Lund. Svo fór, að tónlistin bar Hamrahlíðina ofur- liði, og er Egill nú atvinnumaður í þeirri grein. Líkast til á hann ekki afturkvæmt þaðan sökum frá- bærra hæfileika og áhuga. Sem stendur býr hann í vesturbænum ásamt konu sinni, Tinnu Gunn- laugsdóttur, en hún stundar nám við Leiklistarskóla islands. Töffarar af guðs náð fyrir sjónvarpið. Diddú (Sigrún Hjálmtýsdóttir) söng lítilsháttar með okkur á fyrstu plötunni, en gekk svo endanlega til liðs við okkur í september '75. Það sama á ó/íkan hátt — Hvort ert þú meiri stuðmaöur eða spilverksmaður? — Stuðmaður er ég stuðmaður og með Spilverkinu spilverksmað- ur, þess á milli stuðverksmaður og stundum bara maður. — Er stefna Spilverksins og Stuðmanna nokkurn veginn sú sama? — Já hún hefur í rauninni verið það. Við höfum reynt að draga það sama fram í dagsljósið á mismunandi hátt. Framsetning- armátinn er ólíkur. — Nú er það efni, sem þið flytjið, samið af ykkur í samein- ingu. Hvernig verður þetta efni til? — Venjulega kemur einn með einhverja grind eða hugmynd að lagi. Hún er borin undir hópinn, og öllum er frjálst að koma með sínar tillögur, bæta inn f eða breyta. Stundum koma líka ein- staka fullgerð lög, en það er sjaldgæfara. Heildin verður betri með þessu móti, því að allir eiga þá jafnan hlut. — Hvernig er æfingatímum háttað hjá ykkur? — Við höfum yfirleitt haft nokkuð reglulegan æfingatíma. Byrjum uppúr hádegi og æfum fram undir kvöldmat. Veltum vöngum yfir Spilverkinu eftir kvöldmat og dreymir það á nótt- unni. Það gekk oft erfiðlega fyrstu mánuðina, sem við æfðum sam- an. Við urðum að yfirstíga ýmsa örðugleika, og það reyndist oft illmögulegt að bræða saman þrjár ólíkar skoðanir á hlutunum. Gróðasjónarmið- ið ræður ö//u — Hvernig byrjaði þetta allt, Egill? Hvert var upphaf Stuð- manna og Spilverksins? — Ég held, að Stuðmenn hafi orðið til 1971. Þá var ég ekki með, en upphafsmennirnir voru þeir Valgeir Guðjónsson, Jakob Magnússon, Þórður Árnason og Spilverk þjóðanna: 1 speglinum, sem Valgeir Guðjónsson heldur á, sjóum við andlit þeirra Egils Ólafs- sonar, Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Sigurðar Bjólu. Egill spilv 12 VIKAN 4. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.