Vikan


Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 40

Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 40
GCJLmfi HUÐIÐ í Lás Margt er talað um unglingavandamál og kynslóðabil, og vissulega er hvort tveggja til og sjálfsagt að rœða það og reyna að komast að einhverri niðurstöðu. Orð eru til alls fyrst. Margir halda því fram, að það sé alltof lítið gert fyrir unglingana, en það hljómar náttúrlega svolitið skringilega i eyrum gamalmenna á fertugsaldrinum, eins og undirritaðrar. Það var nefnilega svoleiðis, þegar við, sem nú eigum unglinga, vorum að alast upp, að það var ekkert fjarska mikið gert fyrir unglingana umfram það, sem skólarnir buðu upp á, og það nœgði okkur nú þá. Nú, en með breyttum timum koma breytt viðhorf, og það er sjálfsagt að hlusta á óskir unglinganna. Mér sýnist reyndar heilmikið gert fyrir þá. Þeir eiga kost á ýmiss konar tómstundaiðju, og sums staðar eru hreinlega sérhús fyrir hvers konar starfsemi i sambandi við unglinga, eins og Tóna- bær og Fellahellir í Reykjavík og Dynheimar á Akureyri, svo eitthvað sé nefnt. En það var einmitt greinarkorn i dagblaði um síðasttalda stað- inn, sem varð tjlefni vangaveltna minna í dag. Þar segir á einum stað: ,,Ehi svo talaði ég líka við foreldra, sem voru grút-fúlir yfir því, að eftirlitið í Dynheimum væri svo strangt, að sonur þeirra gat ekki smyglað sér inn á ball hjá Stuðmönnum. ,,Þó hann vantaði ekki nema nokkra mánuði upp á tilskilinn aldur”, eins og móðirin sagði. — Það dugði jafnvel ekki, 'pó að faðirinn, fyrirmaður hér í bæ, iiringdi i framkvæmdarstjóra hússins, strákurinn verður að bíða í nokkra mánuði eftir að komast á ball í Dynheimum.” Af hverju i ósköpunum mátti drengurinn ekki komast á ball hjá Stuðmönnum? Greinin gengur nefnilega öll út á það, hvílíkur fyrirmyndar staður Dynheimar sé, einkum vegna brennivínsleysis, þar sé hreint ekkert drukkið. Þegar ég var unglingur, heyrði ég aldrei getið um nafnskirteini eða aldurstakmörk. Við krnkkarnir þurftum ekki að spyrja aðra en foreldra okkar leyfis til að fara á ball. Hvað gerist svona voðalegt á samkomum nú til dags, sem unglingar mega ekki verða vitni að? Væri ekki tilvinnandi að gera tilraun með að hætta að flokka þjóðina svona rækilega í aldurshópa og sjá, hvort það hefur einhver áhrif á kynslóðabilið margumtalaða? Ég er ekki frá þvi, að það gerði gagn, ef tilraunin fengi að standa í dálítinn tíma. Opnum nú „gullna hliðið” • svo sem hálfa gátt. K. H. Meðal annarni émk orða 0 og segir henni frá heimsókn sinni niður i bústaði verkafólksins. Nursie kinkar kólli, alvarleg á svip. ,,Öjá ungfrú Gróa,” segir hún, „svona er lífið. Það geta ekki allir verið hvitir og rikir. Okkar hlut- skipti hefur verið að þjóna hús- bændunum vel og af trúmennsku og meðal þjónustufólks i sveitunum er slíkt ennþá hefð. Við, sem eigum góða húsbændur þurfum ekki að .kvarta. Þeir annast okkur, ef við verðum veik og þegar við verðum gömul. En svart fólk, sem á slæma húsbændur, eða enga húsbændur tii að annast um það og ráða það vill standa jafnfætis þeim hvítu og verða menntað og rikt.” Gróa spyr Nursie, hvort hún þekki Nellie Osborne. En Nursie segist ekki treysta hvitri konu, sem giftist svertingja. Hún segir, að sums staðar hafi í gamla daga komið fyrir, að svartar ambáttir eignuðust börn með hvitum hús- bændum sínum. En að hvít kona eignaðist svart barn, slíkt hefði verið af og frá og hrein dauða- sök. Gróa spyr, hvort hún sé alveg viss um að slikt hafi aldrei átt sér stað, en börnin þá verið fóstruð af negrakonum og aldrei gefið upp, hverra manna þau væru. Og þá segir Nursie, að þegar hún var barn i húsi Hamiltons í New Orleans hafi hún heyrt móður sína og barn- fóstruna úr næsta húsi hvíslast á um eitthvað slíkt, en þegar þær sáu hana var hún umsvifalaust rekin út. En slíkt telur hún, að hljóti að hafa verið einstakar undantekningar. Þær ræða lengi um þessi mál og Gróa fær talið Nursie á að koma einhvern tima með sér i heimsókn til Osbornefjölskyldunnar. Það er komið að jólum. Þessi jól mun Gróa dvelja á Sundale. Frú Palmer spurði hana, hvort hana langaði ekki til að bjóða vinkonu sinni til sín. Gróa þáði það með þökkum og nú á hún von á Careen Lamoc a aðfangadag. Emil van Gorek er kominn, svo og frú Hamilton. Herra Ashton baðst leyfis til að mega dvelja hjá kunningjum í lirookhaven yfir hátiðarnar og það var fúslega veitt. Gróa veit ekki hvort Palmerhjón- unum er kunnugt um skyldleika Ashtons og Nellie Osborne. Hún hefur aðeins sagt frú Palmer, að hún hafi kynnst hvítu konunni hans Nats og beðið um leyfi til að heimsækja hana öðru hvoru ásamt Nursie. Frú Palmer varð dálítið undrandi er Gróa bar fram þessa ósk. Leyfið fékkst þó og siðan hafa þær Nursie og Gróa oft skroppið i stuttar heim- sóknir niður í kofana. Þær hafa einnig komið við í öðrum kofum og aðstoðað Nellie við hjúkrunar- og liknarstörf hennar. Nursie sá um að fá hjá frú Palmer aflögð föt og ýmsa muni, sem fólkinu mætti koma að gagni, og siðan kom Nat með handvagn og sótti allt saman. Þessu var svo út- deilt meðal fjölskyldnanna í kof- unum og kom að góðum notum. Aldrei hafa þær rekist á Ashton á þessum ferðum sínum og Gróa ræðir aldrei við hann um verka- fólkið. Einhverju sinni hreytti hann að henni er hann mætti henni: „Jæja, þér eruð önnum kafnar við liknarstörfin ungfrú Olson og hafið bara dregið hina göfugu Nursie út úr sínum hlýja og skraut- lega bústað til að sinna aumingjun- um í hreysunum. Hinum raunveru- legum þrælum herra Palmers.” Gróa svaraði þessu engu. Henni likar æ verr við Ashton eftir því sem hún kynnist honum meira. Hann er ákaflega mislyndur. Henni virðist hann taugaveiklaður, ímyndunargjarn, spéhræddur og undirförull. Hún saknar hans þvi síður en svo og býst við, að svo sé um aðra á heimilinu. Siðan van Gorek kom hefur hann gefið sig mikið að Gróu, hann hefur spurt hana um lífið í Kanada og á Islandi. Sjálfur hefur hann komið þó nokkrum sinnum til Kanada, aðallega þó til Ottawa og Montreal. Hann segir Gróu eitt og annað af sinu lífi. Hann er fæddur í Penn- sylvania, en þangað komu forfeður hans frá Hollandi um 1700. Hann er menntaður í sögu og stjórnmálum við Yale-háskóla. Lauk prófi þaðan 1911 og starfaði sem blaðamaður við New York Times í nokkur ár á eftir. Hann var sendur á vegum blaðsins til New Orleans árið 1914 og þá hitti hann Corneliu Hamilton í fyrsta sinn. Eftir það átti hann margar ferðir til New Orleans og hin fagra Cornelia fékk að fara með föður sínum til New York vorið 1915. Þar áttu þau dýrðlegar stundir saman og um haustið opin- beruðu þau trúlofun sína. Þau voru gefin saman eftir áramótin og settust að í Philadelphia, þar sem van Gorek gerðist kennari í sögu og germönskum málum við háskólann þar. En í inflúensufaraldri árið 1918 var hin unga frú van Gorek eitt af fórnarlömbununr ásamt ófæddu barni sínu. Gróa vottar van Gorek samúð sína, en hann litur á hana og brosir sínu hlýja, bjarta brosi, sem heillar hana svo mjög, og segir: „Þakka ungfrú Olson, sem betur fer læknar tíminn öll sár, líka þau djúpu,” og á andlit hans færist raunasvipur. Það kemur í hlut þeirra Gróu og van Goreks að fara til Brookhaven að taka á móti Careen á aðfanga- 40 VIKAN 4. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.