Vikan


Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 36

Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 36
ðrugg þjónusta byggð yfir 55 ára reynslu SJÓVÁ tryggt er vel tryggt SUÐURLANDSBRAUT 4 - SJMI 82500 Framhaldssaga eftir ísknskan höfund „Þér viljið ekkert skilja, þér eruð ánægðar og viljið ekki vita af eymd annarra. Hvað starf er það fyrir yður að kenna einu barni? Hvers vegna farið þér ekki niður í hreysin, þar eru lika blind og heyrnarlaus börn. Þau þyrftu margfalt fremur á kennslu yðar að halda en þessi litla ríka telpa, sem aðrir munu sjá fyrir og annast meðan hún lifir.” Að svo- mæltu skundar Derek Ashton á dyr. Gróa situr eftir og er hugsi. Henni verður ekki svefnsamt um nóttina og ákveður með sjálfri sér að komast að sannleikanum í þessu máli. Daginn eftir er Þakkargjörðar- dagurinn. Þá gétur hún ekkert aðhafst, þvi bæði hún og aðrir á heimilinu eru önnum kafnir við að taka á móti gestum og leggja siðustu hönd að verki vegna veislu kvöldsins. Derek Ashton er aftur orðinn sjálfum sér likur. Hann verður lítt á vegi Gróu þennan dag, en þegar hún rekst á hann gefur hún honum gætur i laumi. Hvers vegna skyldi hann hafa Iátið svona i gær? Og annað, — er honum vel eða illa við negrana? Hún fær ekki botn í hug- leiðingar sínar, en ruglingslegt tal og æsingur Ashtons kvöldinu áður hefur komið henni úr jafnvægi. Um kvöldið er veislugestir hafa borðað sig sadda af kalkún og berjum, sætu korni og öðru góð- gæti, dreifist fólkið um stof- urnar. Það er borið fram kaffi og koníak og alls staðar glitrar á silfur og kristal. Prúðbúnar konur, hlaðn- ar gulli og dýrum steinum svifa um salina og virðulegir herramenn bpkka sig og beygja í kurteisi sinni. Ó Gróu finnst Emil van Gorek bera af öllum, sem þarna eru saman- komnir. Þessi hávaxni, ljóshærði hollendingur, með ljómandi augun, er i hennar augum ímynd sannrar karlmennsku. Hann gefur sig ekki mikið að Gróu þetta kvöld. Hér hittir hann marga vini, sem hann hefur ekki lengi séð, og þeir eiga athygli hans alla. Hann syngur nokkur lög við undirleik ungrar svarthærðrar stúlku og frú Hamilton, móðir frú Palmer þurrkar tár af augum sér og segir andvarpandi við Gróu: „0 svona sungu þau og léku, hún Cornelia min og hann. Þau áttu svo vel saman.” Gróa klappar frú Hamilton vin- gjarnlega á handarbakið til að láta í ljós samúð sina. Hún hefur séð myndir af Corneliu van Gorek og veit, að hún var mjög fögur. Síðar uni kvöldið horfir hún á van Gorek stíga dans við fagrar konur og þá finnur hún sárt til fötlunar sinnar. Aldrei, aldreimun hún... En hvað er hún að vorkenna sjálfri sér. Kún má muna þann tíma, er hún gat ekki gengið, en varð að skriða, eða láta aðra bera sig, hvert sem hún fór. Hvað ætli þau segðu, ef ég kæmi allt í einu skríðandi og veltandi eftir gólfinu, hugsar hún með sér og næstum skellir upp úr við tilhugsunina. „Hvað er svona skemmtilegt?” er spurt við hlið hennar. Hún lítur vipp og beint i brosandi andlit van Goreks. Hjarta Gróu slær hraðar af fögn- uði. Hann hefur þá veitt henni at- hygli, þrátt fyrir allan þann fjölda glæsilegra, óhaltra kvenna, sem hér er samankominn. Hún brosir til hans og segir: „Það var ekkert sérstakt. Mér finnst bara svo gaman að horfa á það, sem er svona fallegt, eins og allt hér í kvöld.” „Þér eruð svei mér nægjusamar fr. Olson,” segir hann og Gróu finnst hann hálfhæðnislegur. Strax aftur er hann jafn kurteis og ætíð. Hann býður Gróu arminn, þau skuli koma fram og fá sér eitthvað ætilegt. Gróa gengur frá sér numin 36 VIKAN 4.TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.