Vikan


Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 47

Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 47
sem ráku inn nefið næstum daglega Hún gaf þeim te, grinaðist og spjallaði við þá um allt og ekkert. En gæti hún orðið ástfangin af nokkrum þeirra? Það hefði haft mikil vandræði í för með sér, ef hún hefði orðið ástfangin af einhverjum þeirra. Og af skynsemisástæðum alveg útilok- að. Móðir hennar myndi fá áfall bara við tilhugsunina, en faðir hennar tæki því kannski léttara. En þau töldu það ekki mögulegt, að stúlkur eins og hún yrðu ástfangn- ar fyrir hjónabandið. Karlmönnum fannst hún heldur ekki aðlaðandi. En setjum svo, að einhver piltur hefði orðið ástfanginn af henni, hefði það getað leyst vanda hennar? Það hefði orðið hneyksli. Og hver myndi svo sem þora að flýja með henni? Ekki þessir óþroskuðu piltar sem komu heim til hennar dag hvern. Þeir voru ósjálfstæðir og ennþá á framfæri foreldranna. Hún var þvi fegin að hafa ekki orðið ástfangin af neinum, en hve lengi gæti hún beðið eftir því að ganga út? Hún hélt það varla út lengur að búa undir sama þaki og hin skapilla móðir hennar. Móðir hennar gat ekki hugsað sér framtíð hennar utan hjónabands Hún vildi gifta dótturina, svo að hún losnaði við hana og sæi henni borgið það sem eftir væri. „Farðu fram og hjálpaðu mat- reiðslumanninum,” hrópaði móðir hennar. ,,Ég skal fara,” svaraði Sumita og fór fram til að losna við móður sina. Tíminn var fljótari að líða, þegar hún hafði eitthvað fyrir stafni. Áður en hún vissi af var kominn miður dagur. En eftir mat, hvað átti hún þá að gera af sér? Sumarkvöldin eru löng og heit, hún þolir ekki sterka angan blóm- anna. Allt er henni mótsnúið. Þegar sólin gengur til viðar sest faðir hennar í garðstól með pípuna sína. Hann hefur alltaf sýnt henni um- burðarlyndi og aldrei gefið í skyn að honum félli miður, að hún gengi ekki í augun á þeim, sem komu til að skoða hana. Hann hafði alltaf haldið upp á hana. En hann var dulur og sýndi ekki tilfinningar sínar. Hún var feimin við að fara til hans og halla höfð- inu að öxl hans, eins og hana langaði mest til, og gráta. Hún veit, að honum myndi ekki falla það vel, þó að hann væri á hennar bandi. Hún gat búið hér eins lengi og hún vildi á hans vegum. En langaði hana til þess? Verða gömul piparmær og annast for- eldra sína i ellinni? Nei, hjónaband var eina úrræðið. En nú hafði hún beðið í sjö ár. Svo margir til- vonandi tengdafeður höfðu komið og farið þennan tíma, að hún gat ekki lengur munað hvernig þeir litu út. Fyrir hverja móttöku eygði hún von. Hún hélt alltaf, að í þetta skipti myndi það heppnast, en þeir fóru bara sina leið, lofuðu að skrifa, en gerðu það ekki. Ótal sinnum var hún búin að sparibúast til einskis, og jafn oft fékk hún að heyra hæðnislegar athugasemdir móður sinnar. Sumita fann, að eitthvað var í aðsigi, dagurinn var bjartur, og sólin var að koma upp. Hún var ekki eins niðurdregin og áður. Hún hafði komist að niðurstöðu og ætlaði ekki að láta lítillækka sig oftar. Ef nauðsyn krefði gæti hún tekið að sér að sauma blússur, hún var lagin við það. En samt var það hjónabandið, sem var henni efst í huga. Hún hafði aldrei verið metnaðargjörn og vissi, að hún gat ekki bjargast al- mennilega á eigin spýtur, með jafn lélega menntun. Hjónaband var eina lausnin. Hún þráði að giftast manni, sem gæti skilið hana, manni, sem tæki hana burtu frá móður hennar. „Sumita.” Móðir hennar hrópaði á hana. Sumita nennti varla að líta við, en svo sá hún að móðir hennar stóð með eitthvað í hendinni. Hún flýtti sér til hennar. Móðir hennar var með símskeyti, og hún hló í fyrsta skipti í mörg ár. Hún vissi, hvað stóð í skeytinu. ☆ Smásaga frá Indlandi Eftir S. C. Mukherji 4 TRI x/ii/am
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.