Vikan


Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 39

Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 39
og var i vist hjá finu fólki á Statqh Island. Nat var aðstoðarmaður hjá kaupmanni í nágrenninu og við hittumst næstum daglega. Það gekk heilmikið á, þegar húsbændur mínir og aðrir, sem þóttust eiga hlut að máli, uppgötvuðu að við vorum að draga okkur saman.” Nellie brosir, en þó má skilja það, að þessi timi hefur ekki verið henni þrautalaus. Hún var rekin úr vistinni, en þá giftu þau sig og byrjuðu búskap í herbergiskytru hjá kunningjum Nats en þar var hún litin horn- auga. Það var ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar, er þau fluttu til hjóna, sem einnig voru hvort af sinum litarhætti, að Nellie kynntist fólki, sem skildi hana og umgekkst sem jafningja. Bæði svartir og hvítir litu þau oftast hornauga. Þarna i New York bjuggu þau í fjögur ár og eignuðust tvö börn, en Nat þoldi illa loftslagið. Þegar afi Kelly dó fyrir þremur árum og amma flutti úr álmu þjónustufólks- ins heima á Sundale og hingað niður í kofana ákváðu þau að flytja suður á bóginn og setjast þar að. Herra Palmer hefur lofað Nat stöðu nautgripahirðis, þegar gamli Sam fellur frá og þá fá þau húsnæði á hlöðuloftinu og matjurtagarð fyrir sig á bak við fjósið. Þá ætlar Nellie að vinna í þvottahúsi frú Palmers, en nú starfar hún sem ólaunuð hjúkrunarkona og ljósmóð- ir meðal verkafólksins hér niður frá. I fyrstu var henni fálega tekið, en hún hefur unnið sér traust og virðingu allra, sem henni hafa kynnst. „Lif okkar væri friðsælt og ham- ingjusamt, ef ekki væri þessi heimski englendingur, sem kemur hér og gerir Nellie hrygga,” segir amman. „Englendingur?” segir Gróa. ,,Ég hef ekki séð neinn englending nema herra Ashton.” ,,Já,” segir Nellie hljóðlega. „Derek Ashton er bróðir minn.” „Ö!” segir Gróa, og skilur um leið, hvers vegna Ashton var svo æstur, er hann talaði um illan aðbúnað verkafólksins. Þótt honum hefði eflaust ekki orðið mikið um að sjá ókunnuga konu búa við slík kjör, þá er skiljanlegt, að honum renni til rifja að sjá systur sina og fátækt hennar. „Ég lét fjölskyldu mína ekkert vita, hvað af mér varð,” segir ' Nellie. „Ég býst við, að þau hafi iialdið að ég væri dauð, þegar ég hætti að skrifa og senda þeim peninga. Þeim þótti ágætt þegar ég fór að heiman, þvi ég fékk mikið kaup i vistinni og þá gátu þau kostað Derek til mennta. Hann var bara 13 ára, þegar ég fór. Og það getur enginn imyndað sér hve mér brá eitt kvöld í haust er ókunnur maður birtist hér í dyrunum og sagðist vera bróðir minn. Ég vissi hreint ekki, hvort ég ætti að hlæja eða gráta. En hann getur ekki skilið, að ég skuli ekki vilja yfir- gefa fjölskyldu mína og fara með honum til Englands. Og hann talar aldrei við Nat.” Gróa ræðir langa stund við kon- urnar tvær. Hún segir þeim frá samtali sinu við Ashton og spyr um sannleiksgildi þess að illa sé að fólk- inu búið. Nellie segir, að hér á Sun- dale sé mun betur búið að verka- fólkinu og því greidd hærri laun en víða í nágrenninu. En sumir mann- anna séu drykkfelldir og tolli illa i vinnu, flækist milli jarða i von um eitthvað betra og fjölskyldur þeirra lifi í sífelldum ótta og vonleysi. „Okkur skortir ekkert,” segir hún. „Við erum dugleg og munum vinna okkur upp. Börn okkar eru af þeirri kynslóð, sem mun brjóta af sér okið.og sanna fyrir heiminum, að hvítirog svartir eru jafnir.” Hún talar af eidmóði og Gróa hrífst af hugsjónum hennar og baráttugleði. Amman kinkar kolli eins og til áherslu og er greinilega bjartsýn á, að spádómurinn rætist. 0 Hún,sem borin er í ánauð, hefur lifað það að sjá dótturson sinn kvæntan hvítri konu, og hvað mun ekki lífið færa næstu kynslóð? Um það leyti, sem Gróa býr sig til brottferðar, kemur Nathaniel Osborne heim. Hann er stórvaxinn myndarlegur negri og á góðlegu andliti hans er sami raunasvipurinn og á mörgum af kynstofni hans. Eaunasvipur hinna undirokuðu og kúguðu, sem sífellt verða að láta sér nægja molana af borðum hinna ríku. Þegar Gróa kemur aftur heim á Sundale finnur hún Nursie að máli - aæggspylsur Rullupylsa Spæipylsa Bjórskinka Mortadella Túngupylsa Hangikjot Lambasteik Malakoff Servelatpylsa Lyonpylsa Bringupylsa Skinkupylsa Svínarúllupylsa Teovlsa Raftaskinka Tepylsa Lifrakæfa Landsins fjölbreyttasta framleiðsla af áleggspylsum. ft/rir goöan mat Auglysingadeildin 4. TBL. VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.