Vikan


Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 43

Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 43
< ða folann þið getið fótað ykkur á honum um leið og ég toga í bandið. Það gerir okkur öllum léttara fyrir.” En asn- arnir svöruðu ,, Þú ert. bara asni eins og við, þar að auki ertu eldrauður foli og hefur ekkert leyfi til að draga okkur upp. Þegiðu bara.” Og allir asnarnir í hinum gryfjunum í mýrinni rumdu nú hástöfum og sögðu: ,,Heyr á endemi. Ætlar eld- rauður foli að fara að draga ykkur uppúr? Honum væri nær að koma hingað til okkar og hjálpa okkur upp. Annars væri náttúrlega lang- best, að misliti folinn tækist það verk á hendur, af því hann er eins á litinn og við.” Og asnarnir rifust nú um þetta allt til kvölds, en komust aldrei að neinni niðurstöðu og urðu þvi allir að dúsa ofani gröfum sínum næstu nótt, en rauði folinn fór að bíta gras á meðan. Daginn eftir kom asni frá sjón- varpinu og fór að spyrja rauða folann: ,,Af hverju dregurðu ekki alla asnana upp i einu? Af hverju heldurðu að það sé gott að hafa líka stiga upp úr gröfinni? Er það kannski af því að þú varst sjálfur ofan i gröfinni?” Og svona spurði asninn rauða folann áfram enda- laust þangað til hann var orðinn þreyttur á öllu skvaldrinu og gekk i burtu. nóttunni, en æfa þig vel og vand- lega á daginn við að hoppa, hjóla, lyfta lóðum og toga i band, þangað til þú getur farið að skrifa aftur í VIKUNA. — Hvað er streita, Ásgeir, sagði ég. — Streita, Guðmundur, sagði hann, nefnist á erlendu máli STRESS, sem undir ákveðnum kringumstæðum getur valdið sál- rænum og líkamlegum truflunum á ýmsan máta. I þínu tilfelli hefur það valdið tilfinningaleysi á bakborða ásamt ýmiskonar missi á samspili i vöðva, sem nauðsynlegt er að lag- færa. Lokaðu nú augunum og settu vísifingur vinstri handar á nef- broddinn á þér. — Hvernig stendur á því Ásgeir, að streita, sem ég hef aldrei orðið var við, getur valdið tilfinningaleysi á bakborða ásamt ýmiskonar trufl- un í vöðvasamstarfi, sagði ég og stakk vísifingri upp í mig. — Hugsaði þér tómt vatnsglas, sagði Ásgeir, og hugsaðu þér að streitan leki í það í dropatali. Hugsaðu þér, að glasið sé orðið aðeins hálffullt. Þér er þá alveg óhætt að hugsa um skattana þína og jafnvel kaupið þitt. Það gerir ekkert til á þessu stigi málsins, þótt þú skvettir glasinu dálítið til og frá. En hugsaðu þér bara, að streitan haldið áfram að leka í dropatali ofan i glasið. Það gerir lítið til, Guðm- undur minn, en að lokum kemur svo að því, að næsti dropi af streitu Það eru fleiri verkstæði en bíla- verkstæðin, sem fá nóg að gera eftir umferðarslys. Hér er verið að reyna að gera ganglimina jafngóða aftur eftir eitt slíkt. Ásgeir skoðaði mig vandlega og sagði mér að standa á tánum uppi á stól og hoppa svo niður aftur. Ég gat það, en datt auðvitað á hausinn, þegar ég kom niður. Þá mælti Ás- geir dapur í bragði: Þú ert með streitu, Guðmundur, sem hefur borið þig ofurliði. Nú verður þú að liggja i innsta rúminu til hægri á Dr. med. Ásgeir B. EUertsson tauga- og heilasjúkdómasérfræð' ingur, yfirlæknir Grensásdeildar. yfirfyllir glasið, og ef þú ferð um leið að hugsa um skattana þína, að ég tali nú ekki um kaupið...þá ertu sko glataður. — En Ásgeir, sagði ég, hvað er streita? — Það er nú bara það, sagði Ás- geir. Lyftu nú hægri löppinni og berðu hælinn við vinstra hnéð og dragðu hælinn svo niður eftir bak- borðskálfa. Finnirðu til ? spurði hann og stakk 4” stoppunál á bólakaf í löppina. — o — — Streita, sagði Ásgeir. Það er ekki hægt að segja þér, hvað hún er löng né þykk. Ekki heldur hvað hún er þung, og það er ekki heldur hægt að mæla hana. Við vitum barasta, að hún er til, og við könnumst við afleiðingarnar af henni, þótt við getum ekki sagt þær nákvæmlega fyrir. Þannig er streita kannski ekki ósvipuð rafmagni, nema að hægt er að mæla rafmagn og vita hvaða spenna er á því. Sömuleiðis er hún svipuð og rafmagn að því leyti að við vitam, að taugarnar þola aðeins takmarkaða ,,spennu”. Ef spennan verður of há, þá fer öryggi, og spennan leysist út eitthvert annað. — En Ásgeir, sagði ég, ef örygg- ið fer einu sinni og maður kemur öl*'i í lag aftur, er þá nokkur hætta á að spennan geti byggst upp aftur, þegar öryggið er farið? -Hugsaðu þér öryggið sem ein- hvers konar yfirfallsöryggi, sem hleypir straumnum aftur á, þegar yfirfallið er um garð gengið. Þá getur straumspennan farið að hlað- ast upp á nýjan leik, þar til örygg- ið fer aftur, og Guð má vita, hvert spennan fer þá! — En hvernig, spurði ég, getur maður losnað við yfirfallið á sem bestan máta, eða svo það skemmi ekki annað? — Það er það eina, sem við getum ráðlagt fólki um Slika yfirspennu 4. TBL. VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.