Vikan


Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 22

Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 22
David skaut sér undan spurn- ingunni með því að bera fram aðra. ,,Hvað eruð þér með í hendinni Weber? Enn eitthvað óvænt?" ,,Nei, nei. Ekkert mikilvægt. Aðeins fáein orð frá Krieger, skila- boð, sem hann sendi á skrifstofu McCullochs i Genf. Ég held að þau muni styrkja yður ungfrú Corelli. Látum okkur nú sjá...” Hann renndi augunum yfir blaðið. Já, hérna er það. Við höfum mætt and- stæðingnum og höfum hann í hendi okkar.” Weber reif blaðið. ,,Meira er það ekki,” sagði hann. ,,Hann kann að koma orðum að þvi þessi hr. Krieger ykkar.” ,,Er þetta ekki einhvers konar til- vitnun?” spurði Jo. Hún var nú farin að brosa. ,,Nú veit ég það. Nelson sagði þetta.” David hristi höfuðið. ,,Þá var það John Paul Jones.” ,,Perry." ,,Ég vissi að það væri einhver sjóliðsforingi. Þetta hljómaði þann- ig. Ertu viss um að það hafi ekki verið Nelson? Hann var ávallt svo hnitmiðaður í tilsvörum.” ..Kysstu mig Hardy,” sagði David, og kom Jo til að hlæja. Hönd hennar var ekki eins stíf, þó hún væri enn köld. Hann sleppti henni um leið og þjónustustúlkan kom. ,,Þú þarft á þeim báðum að halda við skinkuna og eggið. Og borðaðu nú vel.” Jo kinkaði kolli. „Fulla ferð áfram og til fjandans með hitaein- ingarnar.” David sá undrunina í svip Web- ers. ,,Já,” sagði hann, „við erum sjálfsagt dálitið taktlaus í bili.” „Þetta hlýtur líka að vera mikill léttir.” Annaðhvort var að hafa þennan háttinn á eða gráta. Einstakt fólk.. Weber hætti að horfa á þau og byrjaði að borða. Þau voru að tala um að yfirgefa Tarasp eftir að þau hefðu lokið við matinn og fara að heimsækja Krieg- er. Eftir allt það, sem þau höfðu gengið í gegnum í gærkvöldi, var þetta stórmerkilegt. Enn átti hann eftir að frétta um ferð þeirra frá Vín. Hún hlaut að hafa verið annað og meira en langur akstur vestur á bóginn. í morgun hafði Jo verið að- laðandi en samt eins og úti á þekju. „Dave mun segja yður nánar frá þvi,” hafði hún sagt. En myndi hann gera það? Weber ýtti frá sér diskinum. „Ég er líka að fara héðan. Ég verð að vera kominn til Genfar í eftirmiðdaginn. Mynduð þér vilja leyfa mér að sitja í til Samaden?” „Ef þér akið þá er það meira en í lagi,” sagði David. „Og eftir að þið hafið hitt hr. Krieger, hvert farið þið þá?” „Ég mun fljúga til Ziirich,” sagði Jo. „og siðan til Rómar. Eftir nokkurra daga hvild þar get ég snúið mér að tískusýningum aftur. Hvað um þig Dave?” „Ég ætla að koma við í Genf.” Æjá, hugsaði hún, Genf og Hugh McCulloch. Þeir þyrftu að ræða um Irinu. Hún fékk sér aftur kaffi í bolla sinn og varð siðan þögul. Weber kveikti sér í vindli. David horfði út yfir dalinn, en hugsanir hans náðu lengra en til fjallanna, sem blöstu við þeim. Endir. Mjúkt úr Sólblómaaskjan sómir sér vel á matarboröinu. En askjan má aðeins vera á matarboröinu meöan veriö er aö nota hana. Sannleikurinn er sá, aö Sólblóma er viökvæm vara, sem verður aö geymast á köldum staö. Vinsamlegast hafiö í huga, aö Sólblóma þjónar því hlutverki aö styrkja heilsufar yöar. Sem heilsu- gjafi á Sólblóma aöeins skilið rétta meöferö. Gevmió því Sólblóma ávallt á köldum staó. smjörlíki hf. 22 VIKAN 4. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.