Vikan


Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 37

Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 37
við hlið hans, þau ganga hœgt og þá ber ekki mikið á heltinni. Hún er líka á nýjum mjög góðum skóm, og síði kvöldkjóllinn hylur fætur henn- ar og leynir að mestu, hve önnur mjöðmin er hærri en hin. Gróa nýtur augnabliksins, hún situr við hlið Emils van Goreks við lítið borð og gæðir sér á sætindum. Hún veit, að hún er falleg og sú vissa gefur henni ljóma í augu og aukið sjálfstraust. Van Gorek skemmtir henni með sögum frá ferðalögum sínum, hann segir vel frá og Gróa er afburða hlustandi. Er hún situr hér og lætur sér líða vel, virðir hún fyrir sér prúðbúið fólkið, sem handleikur dýran borð- búnaðinn, hvítum vel snyrtum höndum, þá er skyndilega sem fyrir augu hennar beri mynd: Skeggjaður, vinnulúinn bóndi situr á rúmi sínu og stýfir mat sinn úr hnefa. Siggrónar hendur hans beita sjálfskeiðungnum lipurlega og hann vinnur að hverri hnútu, svo ekki er urmull eftir. Eitt andartak fær hún eins og sting í hjartað . Það er svo óralangt siðan hún yfirgaf bernskulandið og hún hugsar núorðið svo sjaldan um ísland, jafnvel amma er orðin henni fjarlæg minning. Hún hrekkur upp úr hugleiðing- um sínum, við að van Gorek spyr vingjarnlega: „Hvað veldur yður nú svona skyndilegu angri, ungfrú Olson?” ,,Ég var bara að hugsa um gamla landið mitt, og hve fólkið var fátækt þar,” svarar Gróa. ,,Nú-ú?” segir hann undrandi. ,,Ég hélt, að Kanda væri auðugt land. Er mikil fátækt þar?” ,,Ég er ekki fædd í Kanada,” segir Gróa hálf stuttlega. Svo segir hún honum frá iandinu langt í norðri, þar sem sólin skin á sumar- nóttum, en norðurljósin leiftra á frostkyrrum vetrarkvöldum, en fólkið er nægjusamt og vinnufúst. Hún ætlast ekki til að hann skilji, hvað svona fólk hefur að gera í veröldinni. Og hún ætlast ekki heldur til að hann hafi áhuga á frásögn hennar. Því kemur það henni á óvart, er hann biður hana að segja sér fleira af landi og þjóð. Gróa hefur sjaldan verið jafn hamingjusöm og þetta kvöld. Það kitlar hégómagirnd hennar að sjá, hve margar af fínu frúnum og heldri manna dætrunum senda henni öfundaraugnaráð. Hún brosir til ungu mannanna, sem gefa henni hýrt auga og nýtur þess af öllu hjarta að vera ung og lagleg. Emil van Gorek dvelur við hlið hennar lengst af kvöldinu. Hún nýtur þess að spjalla við hann. Kampavinið, sem hann skenkir henni, stígur henni til höfuðs, svo hún verður ör og heit. Hún gengur þreytt til hvílu þetta kvöld og sefur þungum svefni langt fram á næsta dag. Þegar Gróa kemur niður næsta dag færir frú Palmer henni bréf frá mági sinum. Hann hafði verið kallaður í skyndi til Washington þá um morguninn. 1 bréfinu þakkar van Gorek Gróu ánægjulegt kvöld og biður hana að gæta sjálfrar sin og Coru May vel. Svo kveðst hann hlakka til að hitta hana um jól. Gróa geymir þetta bréf vandlega og les það oft í einrúmi. Getur það verið, hugsar hún stundum efablandin, að svona glæsilegur maður sé hrifinn af mér? Fátækri, haltri kennslv.konu. Nú biður hún jólanna eftirvæntingar- full. Meðan liún bíður þess, að tíminn líði, ákveður hún að komast að raun um, hvað hæft sé i dylgjum Ashtons um illa meðferð á verka- fólkinu á Sundale. Einn fagran dag í nóvember,, þegar Palmerhjónin og börn þeirra þiggja boð nágranna sinna á Hill- side, klæðir Gróa sig í göngubún- ing. Hún kveðst ætla að nota tæki- færið og anda að sér hreinu lofti eftir hádegið. Ashton hefur brugðið sér tii Brookhaven og enginn veitir þvi athygli, hvert Gróa leggur leið sína. Hún hraðar sér sem mest hún má út úr ávaxtagarðinum og niður götuslóða framhjá bómullarakrin- um. Á þessum árstíma eru akrarn- ir auðir og dökk moldin bíður vors. Gróa veit líka, að á þessum tíma árs eru mun færri verkamenn í vinnu við búgarðinn. En einhverjir eru allan ársins hring til að sinna húsdýrunum og vinna ýmis tilfall- andi störf. Langt niður í dalverpi og í hvarfi frá íbúðarhúsinu á Sundale og byggingunum umhverfis það er húsaþyrping. Mörg þeirra eiga reyndar alls ekki skilið að kallast hús, þetta eru örgustu hreysi, en að sumum hefur verið dyttað af litlum efnum og þar eru jafnvel litlir garðar í kring. Úti fyrir einu slíku húsi eru tvö dökk börn að leik. Þau lita upp, er þau verða hennar vör. Annað barnið bt odir þeim að húsinu og segir: „Mamma inni, amma lika inni.” Gróa heyrir gengið um inni í húsinu, dyrnar opnast og út kemur hvít kona. Jarphærð og gráeygð hvit kona með lítið negrabarr. á handleggnum. Gróa er vist meira en lítið undrandi á svipínn, því konar. brosir vandræðalega og segir: „Ætluðuð þér að hitta okkur ungfrú?” Gróa tekur eftir því, að hún hefur að nokkru tileinkað sér málfar negr- anna, en þó er i máli hennar einhver framandi hreimur, sem lætur kunn- w KÓTEK ★ DISKÓTEK^DISKÓTEK^DISKÓTEK^DISK Q í FERÐA DISKÓTEK 2 OBELIX cn UMBOÐSSiMI 15699 KL. 9-12,30 FYRIR HÁDEGI. »sia Y-xaioxsia *xa±Q>isia -v-xaioxsia ^xaiQxsia 4. TBL. VIKAN 37 ÓTEK^DISKÓTEK^DISKÓTEK^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.