Vikan


Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 38

Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 38
STJÖRMJSPÁ llrúlurinn 2l.ni;«rs 20.iipríl Þú tekur skjótar ákvarðanir, og munu veðurguðirnir valda því. Þú átt líka kost á góðum viðskiptum og munt hagnýta þér það eins og fjárráð leyfa. Happatala er 4 NiluliA 2l.;i|>ril 2l.m;ii Vikan verður við- burðarík, en ekki að sama skapi þægileg. Þú eignast nýtt áhugamál, sem þú gengur að með mikl- um eldmóði. Föstu* dagurinn verður óvenju erfiður. Tsihurrtrnir 22.mai 2l.júni Utanaðkomandi öfl verða til þess að breyta nokkru fram- tiðaráformum þínum Þú lendir i ferðalagi, sem hefur mikinn kostnað i för með sér. Veldu þér trausta félaga. Krahhinn 22.júni 2.1.júli Þú færð tækifæri til þess að kynnast persónu, sem þig hefur lengi langað til að kynnast. Vinur þinn gerir þér mikinn greiða, sem þú færð seint fullþakkað. l.jóniA 2f.júli 24.rt|iú%l Á laugardag skeður nokkuð, sem lætur lítið yfir sér, en skiptir framtið þína miklu. Mistök einhvers úr fjöl- skyldunni gætu gert þér mjög erfitt fyrir. Þú hefur beðið eftir einhverju, sem átti að gerast í vikunni, en verður að taka á þolinmæðinni enn um hrið. Mánudag- urinn er alls ekki heppilegur til stefnu- móta. Næstu daga munu gerast mörg óvænt atvik, sem varpa birtu á hluti, er þig hefur tæpast grunað. Þú skuldar vini þin- um bréf og ættir að svara þvi sem fyrst. SporAtlrckinn 24.okl. 2.1.nú\. Óeðlileg svartsýni þjakar þig og ættir þú að bæta úr þvii áður en þú hefur spillt fyrir þér með því. Stutt og við- burðarríkt ferðalag er íyrir höndum á næstunni. ltot>nirtAurinn 24.nó\. 2l.dcs. Þessir dagar verða fremur sviplausir, en ekki leiðinlegir. Þú þvingar maka þinn, láttu þér skiljast, að þið getið ekki alltaf fylgst að. Heilialitur er rauður. SlcinjJcilin 22.dcv 20.jrtn. Þú færð að glima við verkefni, sem þú hefur mikinn áhuga á. Óveðursblikur eru á lofti heimafyrir, og því er gott að leita út fyrir heimilið, t.d. um helgina. 1rtln\hcrinn 2l.j»n. I9.fcbr. Þér verður mikið úr verki í vikunni, en þótt svo sé, áttu mörg verkefni óleyst Þú umgengst vini þína óvenju mikið, og er það vel. Var- astu öll rifrildi. Kiskarnir 20. fchr. 20.mar$ í fjármálum hefurðu lánið með þér, sér- staklega í viðskipt- um sem gengið er frá um leið og þau eru gerð. Haltu kyrru fyrir, ef þú átt þess kost. <1 uglega í eyrum, en hún áttar sig samt ekki á. „Fyrirgefið,” segir hún, ,,ég var bara á gönguferð, og lenti á stígn- um sem liggur hingað.” ,,Má kannski bjóða yður innfyrir ungfrú, það er svo sjaldan, sem við fáum gesti.” Konan horfir vonar- augum á Gróu. Gróa þiggur boðið með þökkum og fer inn í kofann með konunni og börnunum. í kofanum er lítil forstofa og inn af henni eitt herbergi með afþilj- uðum eldhúskrók. Það er fátæklegt innanstokks, en snyrtilegt og vel um gengið. Við litið borð undir glugganum situr gömul negrakona og saumar í höndum, stálpaður drengur situr á móti henni og les upphátt. Þau líta upp, er þær ganga inn í stofuna. Drengurinn brosir vin- gjarnlega, en Gróa les tortryggni og andúð úr svip gömlu konunnar. ,,Hver er þetta Nellie?” spyr hún. ,,Er hún kannski líka komin til að fá þig burt frá okkur?” Er gamla konan mælir þetta færa börnin sig nær móður sinni og grípa i piis hennar. Þau stara stórum brúnum augum á Gróu, sem flýtir sér að brosa vingjarnlega og segir: ,,Ég er bara kennslukona á gönguferð og ætla ekkert að stela mömmu ykkar.” Svo réttir hún gömlu konunni höndina og kynnir sig. Gamla konan blíðkast nokkuð við þetta, en tortryggnin hverfur ekki til fulls úr svip hennar. Yngri konan býður Gróu sæti á snjáðum sófa. Hún brosir sama vandræðalega brosinu og áður og segir: ,',Ég bið afsökunar ungfrú Olson, ég heiti Nellie Osborne. Og þetta er amma mannsins mins, Tamara Kelly.” Gróa situr á snjáðum sófa í fá- tæklegri stofu Osbornefjölskyld- unnar og brýtur heilann um það í undrun sinni, hvers vegna hvít kona hefur gifst inn í þessa negra- fjölskyldu. Hún veit, að slíkt á sér stað i auknum mæli meðal fátækra stúlkna í Norðun íkjunum, en hér syðra hlýtur þetta að vera einstök undantekning. Hún virðir fjölskylduna og umhverfi hennar fyrir sér. Allt er fátæklegt, en snyrtilegt. Börnin eru hlýlega klædd og sælleg á að sjá. Bæði frú Osborne og gamla negra- konan bjóða af sér góðan þokka og yfir þeim er einhvers konar með- fæddur virðuleiki, líkt og fylgir oft fólki af gömlum aðalsættum. ,,Eruð þér kennari litlu, blindu Palmerstúlkunnar ur.gfrú?” spyr gamla konan. ,,Já,” segir Gróa, „þetta er annað árið mitt hér á Sundale.” „Palmerfólkið er mestu ágætis- manneskjur,” segir gamla konan. „Það voru lika gömlu Palmerhjón- in, foreldrar herra Adrians svo og afi hans og amma.” Gróa spyr, hvort hún hafi alið allan sinn aldur á Sundale. Gamla konan kveðst hafa komið þangað tvitug að aldri árið 1872. „Þá giftum við Colin Kelly okkur,” segir hún. „Og réðum okkur hingað í vist.” „Gamli herra Palmer var norð- urríkjamaður, en konan hans var héðan úr sveitinni. Móðir hennar var vinkona gömlu húsmóður minn ar.” „Gamli húsbóndi minn féll i striðinu og húsmóðir mín missti allar eigur sinar og varð að leita til ættingja sinna um styrk sér til framfæris. Hún gat aðóins tekið móður mina, sem var herbergis- þerna hennar með sér, en við hin vorum öll frjáls og vissum ekkert hvað við áttum af okkur að gera. Þetta voru erfiðir tímar fyrir okkur svarta fólkið. Við vissum ekki til hvers verið var að gefa okkur frelsi, fyrst við vorum svipt örygginu um leið.” Það koma raunadrættir í svip gömlu konunnar, er hún rifjar upp þessa erfiðu tima. Hún heldur sögu sinni áfram og segir Gróu frá hinum unga Colin Kelly, sem átt hafði illa ævi og hafði bæði verið sveltur og barinn hjá eigendum sinum, seldur í æsku frá móður sinni. Og hann hafði reynt flestar þær raunir, sem svartur þræll í Suðurríkjunum gat orðið að þola fyrir 1860. Eftir að þau komu að Sundale hafði allt snúist til betri vegar hjá þeim og þar var einkadóttir þeirra Jenny fædd, móðir Nathaniels Os- bornes. Þær mæðgur höfðu báðar þjónað í húsi Palmers og Colin Kelly var verkstjóri á bómullar- ekrunni. Síðar hafði ungur negri að nafni Kenneth Osborne ráðist til vinnu á Sundale og honum giftist Jenny Kelly aðeins 15 ára gömul. Nathaniel og Lillian voru börn þeirra, en Jenny Osborne lést, er börn hennar voru lítil, og það kom í hlut móður hennar að annast þau og ala upp. Kenneth Osborne hafði farið frá Sundale og flækst um héraðið nokkur ár eftir dauða konu sinnar, en þá hafði hann horfið skyndilega og enginn vissi um hann síðan. Þau Nat og Lillian bjuggu í skjóli afa og ömmu þar til þau komust til fullorðinsára. Þá fór Nat með samþykki þeirra og stuðningi frú Palmers til New York í leit að ævintýrum og í því skyni að forframast. „Þar hitti ég hann,” segir Nellie, sem kemur inn í þessu með rjúk- andi teketil og ilmandi hveitibrauð. „Ég var nýkomin frá Englandi 38 VIKAN 4. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.