Vikan


Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 48

Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 48
HRINGUR OG AFTUR HRINGUR Kæri draumráðandi! Mig langar til þess að biöja þig að ráða fyrir mig tvo drauma, sem mig dreymdi með stuttu millibili. Sá fyrri er svona: Mér fannst strákurinn, sem ég er með, hafa gefið mér trúlofunar- hring, og vorum við bæði mjög óánægð með hann, vegna þess að hann var svo hrufóttur og Ijótur. Hinn draumurinn var þannig, að mér fannst sami strákurinn hafa gefið mér trúlofunarhring, en ég var óánægð með hann líka. Mér fannst hann eiga að vera breiðari. Ég vona, að þú getir ráðið þessa drauma fyrir mig. Með fyrirfram þökk fyrir ráðn- inguna, A. B. Þessir draumar benda eindregið tii þess að þið giftist. Þó ættuð þið að vera viðbúin einhverjum erfið- Ieikum í hjónabandinu vegna óánægjunnar i draumnum. Þeir ættu hins vegar a/ls ekki að vera ó yfirstíganlegir. MERKILEG MESSUGJÖRÐ Ágæti draumráðandi! Mig langar til þess að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum, sem mig dreymdi fyrir skömmu. Ég þóttist vera stödd í kirkju. Það var messa, en fátt fólk var í kirkjunni. Það var enginn kór og presturinn snéri baki í fólkið allan tímann. Skyndilega tók ég eftir því, að ég var alein í kirkjunni og það logaði aðeins á einu kerti á altarinu. Mér fannst ákaflega draugalegt barna og stóð á fætur til þess að ganga út. i sama bili slokknaði Ijósið, svo að koldimmt varð í kirkjunni. Ég þreifaði mig áfram í myrkrinu og komst að útidyrunum, sem vdru ólæstar og komst ég því greiðlega út. Þegar ég kom út varð mér litið til baka á kirkjuna og var á henni mjög einfaldur kross. Á krossinum sá ég hins vegar hanga hauskúpu af manni. Það greip mig einkennikeg hræðsla og ég skalf öll frá hvirfli til ilja. Svo fannst mér eins og hauskúpan talaði til mín og segði: „Farðu, farðu burtu segi ég". Ég gat mig hvergi hreyft sökum hræðslu og áður en ég vissi af brotnaði krossinn af kirkjunni og féll niður fyrir framan mig. Draumurinn var ekki lengri og vona ég að þú getir ráðið hann fyrir mig. Með fyrirfram þökk, E. S. S. Mig dreymdi Greinilegt er, að þú verður fyrir einhverju mótlæti og sorg á næstunni. Í kjölfarið fylgir svo eitthvert tjón, sem þú átt erfitt með að sætta þig við. Senni/ega kemstu að einhverju leyndarmá/i, sem þér finnst mjög merkilegt og þú munt hagnast á. Þú átt erfðafé í vændum, en þó ekki mjög mikið og ættir a/ls ekki að eyöa meiru en þú aflar. FÉLL AF BRÚNNI Kæri draumráöandi! Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem lengi hefur vafist fyrir mér. Hann er svona: Mér fannst ég vera uppi í sveit á ókunnum stað, þar sem ég þurfti að ganga yfir brú. Brúin var fremur léleg, að mig minnir hlaðin úr stórgerðu grjóti, en það var samt hvergi hægt að halda sér í, þegar maöur gekk yfir hana. Þegar ég var komin út á brúna, datt ég út í vatnið, vegna þess að brúin var svo hál (svell), en mér var bjargað af strák, sem var hinum megin á árbakkanum. Svo þegar ég var komin upp úr vatninu og á þurrt land, hóf ég göngu mína áfram yfir græn tún og engi og eftirhlykkjóttumsveitavegi, þar til ég kom að stóru fínu húsi. Þar hafði einhver dáið nýlega, og allt í einu var ég komin inn í blágrænt barnaherbergi, en þar var allt í drasli. Þar lá líka dáið barn. Draumurinn varð ekki lengri, en ég man, að mér leið mjög illa, á meöan ég var inni í húsinu. Með fyrirfram þökk, Ein berdreymin. P. S. Hvað táknar að tína ber í draumi? Þú munt sennilega verða mjög heilsuhraust i náinni framtíð. Góð- vinir þínir svikja þig, og það veröur þér þungbært, en þó er einn, sem ekki bregst þér, og það muntu kunna vel að meta. Þú munt verða að þola fremur þungar raunir siðar meir, en með þvi að sætta þig við hlutina getur þú tekið gleði þína aftur. Þú ættir að reyna að beita sjá/fa þig hörku og láta ekki tilfinning- * arnar hlaupa með þig í gönur. Að tína ber í draumi táknar margar ánægjustundir framundan og heppni i ástum. Sumum boða ber í draumi grát. DÁLÍTIÐ AF DRAUMARUGLI Kæri draumráöandil Mikið vildi ég fá ráðningu á einhverju af þessu draumarugli mínu. 1. Ég var stödd í gömlu húsi og var að gæta barns. Var það ársgamall drengur og einnig var þarna gamall maður, sem var mér mjög vinveittur. Allt í einu var maðurinn minn kominn með stóra skreytta tertu og bað mig um að skera hana og gefa drengnum og gamla manninum bita. Þegar ég svo skar í kökuna flaug fugl ofan á gólfið. Ég varð mjög undrandi og hrópað: ,,Hvað er nú þetta?" (Fuglinn hafði komið úr kökunni.) „Veistu ekki hvað þetta er?", sagði þá maðurinn minn. „Þetta er hamingjufuglinn okkar". Fugl- inn var mjög litskrúðugur, lítill og fallegur. 2. Ég var á einhvers konar samkomu og sátu þar fjórir og fjórir saman við borð. Þegar ég leit í kringum mig sá ég mömmu mína við næsta borð og allt í einu fannst mér pabbi (en hann er dáinn fyrir mörgum árum) vera kominn og fékk hann sér sæti við hliðina á mömmu. Ég vissi að hann var dáinn og var hann nakinn. Þá er mér litið á annað borð og sá þar frænku mína. Kinkaði hún kolli að borðinu, sem pabbi og mamma sátu við og brouti. Fannst mér hún gefa í skyn að við værum bara tvær, sem sæjum pabba við hlið mömmu. 3. Ég var á balli með skemmti- legu fólki, en þar var líka maður, sem ég þekki svolítið og hef frekar andúð á, þótt ég hafi ekki neina ástæðu til þess. Þessi maður kom þarna til mín, tók utan um mig og sagði mjög hátt: „Veist þú hversu heitt ég elska þig?" Ég varð bara vandræðaleg og leit í kringum mig. Sá ég þá ekkert nema karlmenn í kringum mig og þeirra á meðal manninn minn. Hann horfði bara í augun á mér og ég hugsaði með mér, að þetta væri þó ólíkt honum því að hann væri svo oft afbrýðisamur. Hinn mað- urinn var með grátt skegg í draumnum, en er í verunni með mikið svart skegg. 4. Mér fannst ég vera dáin og vera i hvítum kufli, líklega líkklæð- um. Ég sá tengdafööur minn koma að gröf minni (hann er lifandi) og spurði ég hann, hvort hann væri ekki ánægður að ég lægi svo nálægt syni hans(sonur hans er dáinn). Hann svaraði mér engu og sýndi engin svipbrigði-Ég var alsæl og fann ekki lengur fyrir þyngdarlögmálinu. Ég var líka dálítið mikið grennri en ég er í rauninni. Allt var svo fallegt og kyrrðin var dásamleg. Ég hugsaði einmitt svo mikið um það, að núna væru engar áhyggjur lengur. Svo fannst mér ég leysast upp úr gröfinni og ganga út á engi. Þar var mikið af smálækjum og ólýs- anlega notalegur hiti. Þar sá ég, eins langt og augað eygði, raðir af fólki á öllum aldri, allt ofan í eins til tveggja ára börn og allir voru klæddir eins og ég í hvíta kyrtla. Þá mætti ég stúlku, svona sex ára, og fór hún aðra leið en aðrir. Hún sagði: „Það er alveg sama hvernig mitt lífshlaup byrjar". Ég gekk rólega og alltaf upp aflíðandi halla. Langt á undan mér sá ég fólk og mér leið eins og- ég hef áður :agt alveg ólýsanlega vel. Með þökk fyrir ráðninguna, S. G. Fyrsti draumurinn er fyrir batn- andi lífskjörum. Gæfan getur þó brugðist þér um Sinn, en annars mun a/lt ganga að óskum. Líklega verðurðu fyrir einhverju óvæntu happi á næstunni. Annar draumurinn er viðvörun. Einhvers konar hætta vofir yfir þér, og henni átt þú að geta afstýrt í tæka tíð. Þetta getur átt við eignatjón eða álitshnekki. Þriðji draumurinn er fyrir ein- hverjum álitshnekki eða baktali. Veru á varðbergi og láttu þér fátt um finnast, þótt þú heyrir ein- hverjar gróusögur um sjálfa þig. Síðasti draumurinn boðar þér aftur bætt lífskjör og ennfremur auðsæld og langlífi. Ef draumarnir eru teknir sém ein heild, virðist sem svo, að nokkur umskipti kunni að eiga sér stað i llfi þínu. Þau munu þó ekki reynast þér hættuleg, heldur þvert á móti fremur happadrjúg og gæfurík. 48 VIKAN 4. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.