Vikan


Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 14

Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 14
— Mér finnst þessi discó-músik leiðinleg. Ég er hræddur um, aö hún hafi fremur neikvæð áhrif. Hún er eiginlega bara fyrir búkinn. Popptónlist á líka að stuðla að góðu innræti manna, vekja inn- blástur, en ekki að vera bara hreyfihvati. Sjónarmiðin gagnvart popptónlistinni hafa breyst eins og annað. Hér áður gátu menn hugsað sér að drekka sig í hel og deyja fyrir vínið, innblásturinn og kvíðann. Nú er önnur tíð, því nú bumpar fólk, og innblásturinn skiptir ekki máli. Grallarinn er í rauninni hættur að syngja í gegn- um íslensku þjóðina, og í staðinn eru komin áhrif frá Sámi frænda og Ijóninu hinum megin. Islend- ingar ættu kannski að fara að athuga þessa gömlu tónlist sína. Það er í rauninni þörf tónlist, sem gæti fært okkur að upprunanum, án skyrbjúgs þó. Ég v/7 segja meiningu mína — Hvernig er að vera skemmti- kraftur á íslandi í dag? — Fólki dettur í hug hlátur, þegar það heyrir orðið skemmti- kraftur. í mér togast á öfl and- stæðna, st'undum er ég fíflið, stundum dýrðlingur, stundum hvort tveggja í senn. Alls ekki hlægilegur, ekki alvarlegur... Kona, sem hlær útí sal. Ég vil segja meiningu mína. Punktur. — Hvernig er afkoma tónlistar- fólks á islandi? Hefurðu góðar tekjur? — Ég býst við að launin séu fremur lág, en ég er samt ekkert að kvarta. Ef ég lít yfir síðasta starfsár mitt þá hafði ég ríflegt verkamannakaup. Á því ári kom- um við 30 sinnum fram opin- berlega, sömdum fyrir listahátíð, sömdum tónlist við tvö leikrit og gáfum út þrjár breiðskífur. Þótt kaupið sé ekki hátt þá veitir vinnan Kikt í kistu Mjallhvítar. ...hættuleg gildra fyrir sjá/fan mig og ... Fó/k er alltof h/utbundið. manni fullnægingu, og það er mjög ánægjulegt að hafa fengið tækifæri til þess að koma sinni tónlist á framfæri. — Hvað kostar að gefa út hljómplötu? — Ætli meðalkostnaðurinn sé ekki svona 3,6—3,7 milljónir, ef reiknað er með 150 tímum I stúdíói. Ég held, að það sé varla hægt að komast af meö minna, ef vel á að vera. Ánægður með „Götuskó" — Ert þú ánægður með nýjustu plötu Spilverksins, „Götuskó"? — Já, mér finnst platan góð og er ánægöur með hana. Við reyn- um enn að fá fólk til þess að hugsa. Við tökum fyrir blaðber- ann, við finnum til samstöðu með honum. Síðan er skýrt frá því fólki, sem fyrirfinnst í umhverfi þessa drengs, rónanum, skáidinu o. s. frv. Endurtekningin í lífinu fæðir nýjan blaöbera, og með hverju nýju barni sem fæðist, er möguleiki á nýjum frelsara. „Krýndur til konungs af bæjarins frúm krónu mánans blaðberans rún." Þetta er bjartsýnissjónar- mið. Það er bjart yfir öllu, og með bjartsýni getur þessi heimur orðið afbragö. Við lögðum allt sem við áttum í þessa plötu og vonum, að okkur megi takast það sama í framtíðinni. Plata á að geta staðið sem sjálfstætt verk, lifað sjálf- stæðu lífi, og það finnst mér eiga við um „Götuskó". — Að hverju er stefnt í framtíð- inni? — Við gerum ráð fyrir að halda áfram að spila á meðan fólk vill hlusta. Stefnan er ekkert fastmót- uð. Það er gott að fá að þroskast sjálfursem tónlistarmaður, og það er hægt á meðan fólk Ijáir manni eyra. Myndaðu svo hlutina mina. 14 VIKAN 4. TBL. Hugmynd að lagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.