Vikan


Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 44

Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 44
er oftast hægt aö losna við með því að losa sig við þær orsakir, sem valda henni. Skipta t.d. um atvinnu sem stundum getur verið beinlínis lífsspursmál. Lifa hollu og heil- brigðu lífi, yfirkeyra sig ekki í mat né drykk, fara í sund eða trimma, hlusta á músík, fara i leikhús eða þessháttar. Allt dregur þetta úr spennunni. — Ég hef alltaf haldið, að þetta væri bara plat hjá ykkur, Ásgeir, sagðiég. — Þú sérð það nú bara sjálfur, Guðmundur minn, sagði Ásgeir og færði sig nær með stoppunálina. — Má ekki bjóða þér sigarettu? flýtti ég mér að segja og hljóp að buxunum mínum. -Á Grensásdeildinni er stranglega bannað að reykja, nema þar sem það er leyft, sagði Ásgeir virðu- lega og stakk nálinni í jakkaboð- unginn. — En Ásgeir, sagði ég, ef streit- an hefur farið i taugarnar á mér, þá er ég með taugaveiki, ekki satt? — Nei, sagði Ásgeir. í fyrsta lagi eru taugarnar i fullkomnu lagi hjá þér, þannig að þar finnst enginn líkamlsgur galli, þær eru bara yfir- hlaðnar eða yfirspenntar. í öðru lagi, þá er taugaveiki allt annar hlutur. Taugaveiki orsakast af gerlum (salmonella typhi). Það er smitsjúkdómur og smitast ofast í sambandi við óhreinindi og með sýktu drykkjarvatni og matvælum. Sjúkdómurinn sést varla hér á íslandi lengur, en skyldir sjúkdóm- ar þó öðru hverju, eða svokallaðir taugaveikibræður. Og streita er ekki taugaveiki, en taugaveiklun getur aftur á móti komið fram sem streitueinkenni. — Streita er með öðrum orðum truflun á innra jafnvægi sálar og líkama, sem kemur fram við of mikla líkamlega eða andlega áreynslu. Ýmis einkenni geta komið í ljós við streitu, mörg merkjan- leg almennum manni, en geta auðveldlega verið misskilin og álitið, að um annað væri að ræða. . — Ásgeir, sagði ég, eru þessi streitueinkenni mín þá merki þess, að ég hafi ekki andlegt eða líkam- legt jafnvægi? Það er kannski skýr- ingin... — Nei, sagði Ásgeir. Hér er ekki um bein streitueinkenni að ræða. Það sem þú þjáist af eru afleiðing- ar þeirrar streitu, sem þú hefur haft. Ef þú hefðir komið til læknis Heima brjótum við „óskabein” úr hænum. Hér er sýnilega svipað gert við „alvörubein” í sjúklingum, en þarna er barist af fullri alvöru. dálítið fyrr, eða á meðan streitan var í algleymingi, þá hefði e.t.v. sést, að skammhlaup væri í aðsigi hjá þér og eitthvað hægt að ráð- leggja þér. Eins og hú er komið, er ekkert um að ræða annað en að ráðast gegn sjálfum afleiðingunum. — Verður það erfitt, Ásgeir? — Nei, sem betur fer hefur þú sloppið vel, og sú þjálfun sem þú færð hérna hjá sjúkraþjálfurunum okkar, ætti að gera þig jafngóðan aftur eftir einhvern tíma. Við skulum bara bíða og sjá, hve fljótt þú tekur við þér. — Er það nokkuð sárt, Ásgeir? — o — Það var ekkert sárt! Þegar ég kom niður í kjallara, þá kom ung og falleg stúlka á móti mér og heilsaði mér með opnum örmum. Hún sagðist heita Anna Kristín, og hún sagðist ætla að koma mér í gott horf aftur. Svo benti hún mér á hjól, sem ég átti að hjóla á með 20 km hraða, og ég átti að fara 10 km fyrsta daginn. Seinna benti hún mér á lóð, sem ég átti að lyfta á ýmsan máta, bönd, sem ég átti að toga í á ýmsan máta, rimla, sem ég átti að klifra í, hjól, sem ég átti að snúa. t*jrí***' AEG Bökunarofnar -eldavélar í NÝJUSTU ELDAVÉLINNI FRÁ AEG, ER HÆGT AÐ BAKA Á MÖRGUM PLÖTUM í EINU. JAFN HITI ER UM ALLAN OFNINN, BAKAST ÞVÍ ALLAR KÖKURNAR JAFNT. SPARAR TÍMA — SPARAR RAFMAGN. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 44 VIKAN 4. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.