Vikan


Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 46

Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 46
Eina úntKöiö Sumita var að verða 26 ára og ennþá ógift. Hún hafði æ ofan í æ fallið á prófi, og hafði enga æðri menntun — hið eina sem ^at réttlætt það, að kona úr efnaðri indverskri fjölskyldu fengi sér vinnu. Eins og málin stóðu nú — hafði hún þá um nokkuð að velja, annað en ganga í hjónaband? ,,Þú færð heimsókn í dag.” Sumita vissi, hvað móðir hennar átti við, og fannst ekki ómaksins vert að ansa. Bara enn einn faðir í leit að kvonfangi fyrir son sinn, kannski tilvonandi tengdafaðir. Slikt gerðist nokkrum sinnum á ári. ,,Þú verður að fara að hafa þig til.” Hún fór inn í herbergið sitt, þó henni væri það þvert um geð, og hóf að búast fyrir móttökuna. Hún klæddi sig i silki sari, málaði andlitið og setti á sig alla þungu skartgripina sina. Henni fannst hún eins og söluvarningur i þessum iburðarmiklu umbúðum, en hafði hún um nokkuð að velja? Hún stóð við gluggann og starði út. Það hafði rignt undanfarið. Loftið var rakt, og það barst ólykt frá sorphaugunum. Eftir nokkra daga átti hún 26 ára afmæli. Ennþá ógift. Lifi sinu eyddi hún hér í þessu stóra húsi, með átján herbergjum og óteljandi gluggum og ráðríkri móður. Framan úr eldhúsi heyrðust háværar raddir, móðir hennar var að ávita matreiðslumanninn. Hún hafði eitt og annað að athuga við matreiðsluna í dag, og rödd hennar barst um allt húsið. ,,Ert þú tilbúin?” Móðir hennar stóð í dyrunum og horfði á hana æst og uppvæg. ,,Já”, svaraði hún kuldalega. Sumitu til mikils léttis fór móðir hennar uftur og leyfði henni að vera í friði. Það var langt síðan hún hætti í skólanum. Hún féll á sama prófinu oftar en einu sinni. Þau fengu talið hana á að gefast upp og vera heima, þar til hún giftist. Ef hún hefði haft heppnina með sér, hefði hún getað verið konin í hjónaband fyrir löngu, en hún var víst ekki nógu álitleg. Hún þótti ekki hafa nógu stór augu, og það versta var, að hún var of mögur. Það hefði ekki komið að sök, ef hún hefði verið drengur. Bróðir hennar var ennþá magrari en hún, en enginn hafði áhyggjur af framtíð hans, eða hvort hann myndi kvænast. Það skipti engu máli, hvort hann kvæntist eða ekki. Hvernig yrði lif hennar, ef hún giftist ekki? Hver ætti að sjá fyrir henni? Það var útilokað fyrir hana að fá sér vinnu. Stúlkur í hennar stétt fá sér aldrei vinnu, jafnvel ekki þó þær hafi góða menntun. Þær gifta sig alltaf fyrr eða siðar, eins og systir hennar t.d., sem hafði háskólamenntun. ,, Þarna koma þeir. Hún heyrði rödd móðurinnar utan úr garði. Henni leið illa og hafði það á tilfinningunni, að hún væri alltof mikið máluð og klunna- leg i framgöngu. Skartgripimir klingdu eins og bjöllur, þegar hún rótaði sér. Hún leit i spegilinn og mætti ókunnu andliti. Þetta gat ekki verið hún. „Komdu nú. Við skulum koma.” Móðir hennar var nú komin aftur. Móðir hennar fylgdi henni inn í stofu til gestanna. Við hlið föður hennar sátu tveir menn, annar á fimmtugsaldri, hinn allmiklu eldri. Sá eldri, maður með grannt andlit og gleraugu í silfurumgerð og sem hún taldi vera föður biðilsins ávarp- aði hana og sagði: „Gjörðu svo vel að setjast.” Hún settist auðmjúk og hlýðin á gólfteppi, sem þarna var lagt við þetta tækifæri. „Hvað heitir þú?”. Það var yngri maðurinn sem spurði. „Sumita,” svaraði hún skjálfandi röddu. „Viltu vera svo góð að skrifa nafnið þitt hérna?” Þeir réttu henni pappír og penna til að fullvissa sig nú um, hvort hún kynni að lesa og skrifa. Ekki þannig, að slík kunn- átta kæmi henni að gagni i hjóna- bandinu, en þeir kærðu sig samt ekki um tengdadóttur, sem hvorki kynni að lesa né skrifa. „Getur þú lofað okkur að sjá hár þitt slegið?” Það var maðurinn með gleraugun, sem svo bað. Hún fjarlægði spennuna með einu handtaki og lét hárið falla niður bakið. Hún vissi, að þeim myndi þykja hár hennar fallegt, því það var það eina, sem hún var hreykin af. En þeir voru bara að fullvissa sig um, að hún hefði ekki hárkollu. „Getur þú búið til mat?” Hún kinkaði kolli. Sá eldri spurði, hvort hún kynni að syngja. Án þess að svara tók hún fram hljóðfæri og söng einn af söngvum Tagores, rödd hennar var ekki mikil, en þægileg. Þegar hún lauk söngnum, brostu þeir lítillega i viðurkenningarskyni. En hún vissi, að hún fengi hvorki tima né tæki- færi til að syngja að brúðkaupinu loknu. Það var mikið álag að sitja og svara sífellt spurningum þeirra. Hún beið síðustu spurninganna með óþreyju. Kannski yrði annar þeirra tengdafaðir hennar. „Viltu vera svo góð að standa á fætur og ganga fram og aftur fyrir okkur?” Nú vildu þeir sjá, hvort hún hefði ljótt göngulag eða væri hölt. Hún gekk fram og til baka á tepp- inu og settist aftur full fyrirlitning- ar. Var engin leið að komast frá þessu? Og svo kom loksins spurning, sem hún hafði beðið eftir. „Hvað er mikilvægast í hjónabandinu?” Það hefði verið ókurteisi af henni að svara hreint út, hún sagði ekkert. Hún sat bara og starði niður í gólfið, sem þýddi, að hún vissi svarið. „Annast eiginmann sinn og þóknast foreldrum hans og ættingj um.”svaraði faðir hennar í hennar stað. Loksins var samtalinu lokið, og hún mátti fara. Slíkur atburður átti sér stað með jöfnu millibili. í hvert sinn varð hún að búast upp á og reyna að hafa sem best áhrif á væntanlegan tengda- föður. Brúðgumann fengi hún ekki að lita augum fyrr en á brúðkaups- daginn. Að sjálfsögðu myndi faðir hennar fara og líta á hann og ef til vill koma heim með mynd af honum. En það mikilvægasta var, hvar foreldrum hans þætti um hana, ekki hennar vilji. Ekkert hefur ennþá gerst. Hún hefur setið ótal sinnum frammi fyrir eldri mönnum, sem hafa gleypt hana með gráðugum augum frá toppi til táar til að athuga hvort hún félli þeim í geð. Fögur kona átti að vera stóreyg, húðin ljós og hárið sítt og glansandi. fram að þessu hafði hún ekki fallið neinum í geð. Hún var ekki viss um, að hún gæti nokkurn tíma selt sig, þrátt fyrir »riflegan heimanmund. „Hvað fannst þér?” Móðir henn- ar var komin til að vita, hvernig dóttur hennar hefði fallið við gest- ina. Hún átti engin hughreystingar- orð henni til handa. „Ekkert,” svaraði hún kæruleys- islega. „Farðu og taktu af þér skart- gripina, þú getur ekki gengið um með þá,” sagði móðir hennar ströngum rómi. „Eru þeir farnir?” spurði hún. „Já, þeir eru farnir.” Móðir hennar fór aftur. Sumita skildi, að þeir hefðu hvorki sagt af eða á, sennilega höfðu þeir lofað að skrifa. Milli hennar og móður hennar var ekki innilegt samband. Og vegna siendurtekinna ósigra á hjóna- bandsmarkaðinum var nú fullur fjandskapur með þeim. Henni var um kennt, að engum, sem kom til að skoða hana, fannst hún nógu álitleg. Hvers vegna var hún svona mögur, hvers vegna hafði hún ekki ávalar línur eins og systir hennar, sem þegar var gift? Hún gat ekki horfst í augu við móður sina. Móðir hennar fjasaði sí og æ um það sama, hvers vegna hún gæti ekki gifst eins og allar aðrar stúlkur? Hana langaði mest til að gefa móður sinni utan undir, láta hana vita i eitt skipti fyrir öll, að hún ætti að láta hana í friði, hætta að kvelja hana. Sumarkvöldin voru löng og erfið, eins og þung byrði. Langir dagar og stöðugar rigningar höfðu niður- drepandi áhrif á hana. Hún var alltaf heima, gekk úr einu herberg- inu í annað til að forðast móður sína. Hún vildi forðast þrætur og stöðugt nöldur. Bara að hún gæti farið í burtu. Meðan hún var yngri, var skólinn athvarf hennar, en nú gat hún ekkert farið. Vinkonur hennar voru giftar, eða höfðu flutt, og hún var búin að missa allt samband við þær. Hún hafði aldrei eignast vin. Einu piltarnir sem hún hitti voru vinir bróður hennar. Einn þeirra var hár, grannur og stríðnislegur, annar dökkur og hafði næmt skopskyn, hinir voru ósköp venjulegir piltar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.