Vikan


Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 21

Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 21
Missið ekki fótanna Dynjandi sf; Skeiíunni :i!l Hoykjavik Simar H 2(i 70 & íi-2t>-7l komið okkur að góðu haldi. Það, að haEn skuli liggja á sjúkrahúsi, sannar að á hann hafi verið ráðist á flugvellinum í Samaden. Sú árás staðfestir einnig hvenœr í gær Hrádek var staddur þar. Hrádek var þar á þvi augnabliki og hvorki hann né menn hans geta borið á móti því. Myndirnar hafa verið sýndar Krieger og hann segir að þetta séu mennirnir. ,,Já, Krieger,” sagði David. „Honum er óhætt að treysta og ég mátti vita að hann myndi reka smiðshöggið á þetta alls saman.” Hann stillti sig um að hlæja. Jo var enn of áhyggjufull. ,,Já, Krieger er ekkert lamb að leika við,” sagði hann við hana. ,,Og hvers virði er það? Hrádek er ekki í Sviss lengur. Hann er kominn til Tékkóslóvakíu og aftur á kafi í ráðabruggi og hyggur áreið- anlega á hefndir. Og hann mun kom sínu fram.” ,,Hrádek er búinn að vera, Jo.” Hún þagði en horfði í augu hans. „Okkur tókst þetta, Jo.” rödd hans einkenndist af sönnu trún- aðartrausti. „Við getum hætt að hugsa um Hrádek.” Honum hafði næstum þvi tekist að sannfæra hana. „Hrádek á sina vini. Gleymdu ekki þeim David. Þvi að þeir munu ekki gleyma okkur.” „Strikaðu þá lika út.” Fáeinar blaðsíður í minnisbók Jaromir Kus- aks höfðu séð til þess. „Okkur er engin hætta búin lengur.” „Trúirðu því virkilega...” Jo hikaði. Efi og von togaðist á innra með henni. „Já.” „Og sama gildir um vin yðar hr. Krieger,” sagði Weber. „Ég held að HELEN MACINNES SÖGULOK þessi hlutur sanni það.” Hann fór að leita í vasa sínum að skýrslu McCullochs. „Þú virðist vera eitthvað svo öruggur, Dave,” sagði Jo hægt. „Hefur okkur virkilega tekist þetta?” „Já. Þér, mér, Krieger og Irinu. Fyrst og fremst Irinu.” Weber hafði fundið bréfsnepilinn, sem hann var að leita að, en athygli hans beindist að orðum Davids. Hann greip ekki fram í fyrir honum, en hélt á skýrslu McCullochs og þagði. „Irina tók mikla áhættu,” sagði David. „Með þvi að hafa með sér þessar tvær minnisbækur marg- faldaðist hættan fyrir hana. Þær hafa að geyma mjög viðkvæmar upplýsingar og skaðvænlegar fyrir Hrádek. Hann hlýtur að hafa vitað, eða óttast, að slík gögn lægju fyrir. Þegar hann frétti, að Irinu hefði tekist að smygla þeim út úr Tékkó- slóvakíu tók hann til sinna ráða. Hún var ekki lengur aðeins peð, sem átti að visa þeim á dvalarstað föður hennar. Nú var hún sjálf orðin þeim skeinuhætt. Það varð að ryðja henni úr vegi og ná þessum minnis- bókum. Þegar hún tók með sér þessar minnisbækur vissi hún að svo gæti farið. Ef hún hefði aðeins verið að husa um sitt eigið skinn helði hún skilið þessar minnisbækur eftir.” „En hvenær komst Hrádek að raun um að hún hefði þær undir höndum?” spurði Weber. „Um hádegisbilið í gær.” „Hvernig?” „í gegnum simtal, sem Mark Hohn átti frá Brixen.” „Ójá?” SvamppúAi Fóðor Yfirleóur Hælkappi Sterkur blindtóli llstoó SNARA9 FUCL' ARANS somnE Þolir 25 þúsund Wolta spennu JALLATTE S.A þess arna? Var það McCulloch?” Einhver hlaut að hafa ýtt duglega við honum. „Ég held að það hafi verið dóttir hans.” „Irina?” Ofsakæti Davids leyndi sér ekki. „Það var að minnsta kosti hún,” sagði Weber, „sem lagði áherslu á að Golay léti yður vita um þessa þróun mála.” Hann leit rannsak- andi á andlit amerikanans. „Leysir þetta einhvern vanda?” Hann var að fiska eftir einhvers konar skýr- ingu. „Já,” sagði David og ekkert annað. „Þér fáið þá einhvern botn í þetta?” „Já, svo sannarlega.” Dásam- legt, hugsaði hann og langaði helst til þess að þrífa Jo og stíga dans við hana þarna á grasflötinni. „En ekki ég,” sagði Jo og orð hennar voru sundurlaus. „Minnis- bækur, þróun...” „Seinna Jo, seinna.” Fyrst varð hann að geta hugsað skýrt. Ég þorði ekki einu sinni að vonast eftir þessum fréttum af Kusak. „Þvi er öll þessi kátína?” sagði Jo reiðilega. „Hrádek er enn á lífi og Walter Krieger liggur hjálpar- vana...” „Svona nú,” greip Weber fram í, „ekki hjálparvana. Hann hefur Jallatte öryggisskórnir 1 vóttir og liprir. Leöriö sérstaklega vatnsvariö. Stálhetta yfir tá. Sólinn soöinn án sauma. Þolir hita og frost. Stamur á is og oliublautum gólfum llagstætl verö — Sendum um allt land. q Stáltáhetta Nýjar gerðir allegm 4.TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.