Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 18
Formuki 1 Grand v
Heimsmeistarakeppnin í F 1 vekur
alltaf mikla athygli, og flestir,
sem eitthvað fylgjast með í
mótorsporti, fylgjast með
Grand Prix keppnunum í F 1.
Keppnin á síðasta ári virtist
í fyrstu ekki ætla að verða neitt
spennandi, slikir voru yfirburðir
Lord Alexander Hesketh inn í F1
sportið, en hann vildi hætta öllum
sínum milljónum til þess að reyna
að gera enskan heimsmeistara á
enskum bíl. Hesketh valdi James
Hunt sem ökumann. Sú ákvörðun
varð til þess að allir sem til þekktu
hristu höfuðið, því Hunt hafði
keppt í Formula Ford og Formula 3
með heldur slæmum árangri. En
þrátt fyrir allar höfuðhristingarnar
hafði Hesketh mikla trú á Hunt.
Og Hunt tókst að vinna Grand Prix
í Hollandi ’75 á Hesketh bílnum.
Hunt er mjög taugaveiklaður,
bæði fyrir og eftir keppni.
Niki Lauda, 27 ára austurríkis-
maður.
Ekki er nokkur vafi á því, að
Andreas-Nikolaus Lauda er sá besti
i heimi. Þegar hann varð heims-
meistari ’75 var sagt, að velgengni
hans væri eingöngu þvi að þakka,
hversu góðir Ferrari bílarnir væru.
En Lauda hefur sýnt það, svo um
munaði, að hann er allra bestur.
Tæpum sex vikum eftir að hann
Niki Lauda, og Ferrari vann og vann
En allt í einu tók Hunt að vinna á,
og úrslitin voru ekki ráðin fyrr
en í allra síðustu keppninni.
Austurrikismaðurinn Niki Lauda
sem var heimsmeistari árið '75,
byrjaði með sigri í Brasilíu og
Suður-Afriku. Eegazzoni, sem ók
Ferrari eins og Lauda, sigraði í
USA West, svo óhætt er að segja,‘
að Ferrari hafi byrjað vel á keppnis-
tímabilinu. James Hunt, sem ók
McLaren, tókst að sigra í spánska
GP eftir heljar mikið þras og læti. 1
fyrstu var sigurinn dæmdur af
honum, en siðan var honum dæmd-
ur sigurinn aftur.
Bæði i Belgíu og Monaco sigraði
Lauda, en í Svíþjóð sigraði Scheckt-
er á Tyrrell. Hunt tókst að sigra i
Frakklandi, en Lauda í Englandi.
Þegar hér var komið sögu hafði
Lauda fengið 52 stig, en Hunt kom
næstur Lauda með 26 stig, svo að
keppnin um heimsmeistaratitilinn
var ekki orðin neitt spennandi
lengur.
En þegar komið var til Þýska-
lands og keppninnar í Niirnburg-
ring, varð Lauda fyrir óhappi,
sem varð til þess að eldur kviknaði í
bilnum hans. Honum var naumlega
bjargað úr flakinu.svo illa brennd-
um,einkum i andliti, að honum var
ekki hugað lif i fyrstu. Keppnina i
Þýskalandi vann Hunt, en þegar til
Austurríkis kom, vann Watson á
Penske. Hunt vann í Hollandi, en
Peterson á ítaliu. Hunt vann bæði í
Kanada og USA East, og þá var
bara eftir keppnin í Japan. Ef Hunt
átti að verða heimsmeistari, þurfti
hann að ná að minnsta kosti þriðja
sæti, en þá mundi hann rétt skríða
uppfyrir Lauda. Það tókst honum
með herkjum, hann náði þriðja
Hér tekur Lauda í höndina á Hunt eftir keppnina í Englandi. Hunt sigraði, en síðan var Lauda dæmdur
sigurinn, en það var ein af misklíðunum. sem upp komu i Formula 1 keppnunum á siðasta ári.
sæti, þótt hann þyrfti að stoppa til
að skipta um dekk. Þessa keppni í
Japan vann Andretti á Lotus.
James Hunt fékk 69 stig, en Niki
Lauda 68, og munurinn var þvi’
lítill. þegar upp var staðið.
Við ætlum nú að reyna að kynn-
ast þessum ökumönnum svolitið,
og er þá við hæfi að byrja á hinum
nýbakaða heimsmeistara James
Hunt.
James Hunt, 29 ára englendingur,
Árið 1972 kom maður að nafni
Þegar Fittipaldi hætti hjá Mc-
Laren, var Hunt tekinn inn í
McLaren útgerðina sem kandidat,
eins og það er kallað. Allt frá
byrjun keppnistímabilsins sýndi
Hunt, að hann var sá eini, sem
komst eitthvað nálægt Lauda. En
eftir keppnina á Spáni og allt sem
þá gekk á virtist sem allt væri tapað
fyrir Hunt. £n þegar Lauda varð
fyrir slysinu i Þýskalandi, gafst
Hunt tækifæri á nýjan leik, sem
hann notfærði sér til hins ítrasta.
lenti í hinu óhugnanlega slysi í
Þýskalandi og var nær dauða en lifi,
var hann aftur sestur undir stýri á
Ferrari í keppni. Lauda náði fjórða
sæti í Monza, og hlýtur það að vera
hans besti árangur á braut til þessa.
Allflestir, sem hafa lent í meiri-
háttar slysum í keppni, hafa hrein-
lega gefist upp og hætt að keppa,
en ekkert virðist geta stoppað
þennan litla austurríkismann.
f