Vikan


Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 9

Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 9
/ — — Af hverju er svona góð lykt? Tvær af hverjum þremur ensku konum klæðast nærfötum frá Marks & Spencer. ★ Verð fyrir stúlkur sem seldar hafa verið í vændishús í Indónesíu, er um 260 þús. ísl. kr. fyrir hreina mey, en 175 þús. fyrir þær, sem áður hafa verið giftar. ★ Tíu kýr ropa jafnmiklu gasi og þyrfti til að hita upp lítið einbýlishús. ★ Dr. Keate, skólastjóri Eton-skól- ans, skipaði nemendum skólans að vera „hreinhjartaðir." ,,Ef ekki," sagði hann, ,,skal ég flengja ykkur þangað til þið verðið það." Eitt sinn flengdi hann 80 nemendur skólans opinberlega og er hann lést árið 1852 hafði honum hlotnast sá heiður að flengja helming biskupa, generála og greifa, sem þá voru á lífi. En nú vantar flengingameistara... ★ — Gerðu þér grein fyrir því drengur minn, að það þarf tvo til þess að stofna til hjúskapar, dóttur mína og móður hennar. I NÆSTU VIKU HUGSUNARHÁTTUR OKKAR ER ENNÞÁ DÁ- LÍTIÐ Á APASTIGINU Pétur Guðjónsson heitir íslenskur maður, sem starfar í aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í New York. Nánar tiltekið er hann félagsfulltrúi í deild, sem fjallar um félagsþróun og mannréttindamál. Á sínum tima stundaði Pétur nám i Harvard-háskóla og seinna í Chile. Það var einmitt þá sem hann lenti i frægu blaðaviðtali við Castró, forsætisráðherra Kúbu, en það vakti mikið umtal, bæði hér heima og annars staðar. í næstu Viku birtist bráðskemmtilegt viðtal við Pétur. TÖNLISTIN MALAR ÞEIM GULL Sænska hljómsveitin ABBA á nú miklum vinsældum að fagna og er sigurför þeirra um heiminn nú líkt við Bítlaæðið á sínum tíma. Vikunni hafa borist margar fyrirspumir um hljómsveitina og það er þvi ánægjulegt að geta loksins glatt lesendur með grein um hana. ABBA hefur á tæplega fjórum árum selt 25 milljón hljómplötur um allan heim og á sér aðdáendur á öllum aldri. Af hverju er ABBA svona vinsæl? í næstu Viku verður ítarleg grein um ABBA, sem vonandi fer ekki fram hjá neinum aðdáanda. SÍÐBUIÐ KVENNAÁR ÁPAPÚU Kvennaárið með hápunktinum 24. október er svo löngu liðið hér á íslandi, að það er varla minnst á það lengur. Eins og menn muna, var þetta alþjóðleg framkvæmd, og áhrifanna gætti víða um heim. Á Papúu, sem er hluti af Nýju Guineu, máttu konurnar hins vegar ekki vera að þessu fyrr en árið 1976. En þær létu ekki sitt eftir liggja, þótt þær færu seint i gang, og í næstu Viku birtum við myndir og frásögn af mikilli kvennahátíð í Chimbufylki á Papúu. TVÆR SMÁSÖGUR í næstu Viku birtast tvær smásögur. önnur er stutt. rómantísk ástarsaga eftir Marlene Shyer og nefnist hún Tvær vikur í ágúst. Hitt er aftur á móti löng og spennandi sakamálasaga, sem heitir Sér grefur gröf og ereftirC. B. Gilford. ..Netið var svo kænlega spunnið, að jafnvel hinn snjalli lögfræðingur. Hugh Hannon. sá það ekki fyrr en of seint. Netið átti að veiða hann sjálfan, og ef hann léki ekki með, var bæði frami hans og heiður konu hans i veði.” VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Anna Kristine Magnúsdóttir, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Síðumúla 12. Símar 35320___35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eðn kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, maí, ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.