Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 36
FRANCOISE SAGAN,
rithöfundurinn kunni, hefur sent
frá sér nýja bók í Frakkiandi, og
ber hún heitið,, óumbúna
rúmið'' (lausleg þýðing). —
Sagan var aðeins 18 ára gömul
þegar hún sló í gegn í Frakklandi
með fyrstu bók sinni ,,Bonjour
Tristesse"(Sumarást), en af
öðrum bókum sem gefnar hafa
verið út eftir hana i íslenskri
þýðingu má nefna,, Eins konar
bros, ",, Sól á svölu vatni,"
,,Eftir ár og dag" og ,,Dáið þér
Brahms?" Einnig hafa verið
kvikmyndir, sem gerðar hafa
verið eftir bókum hennar, verið
sýndar hér á landi.
— Nú er Sagan orðin 42 ára
gömul og á að baki tólf bækur,
átta leikrit, eina kvikmynd og tvö
hjónabönd. Hún fékk eitt sinn þá
gagnrýni á sig, að líf hennar hafi
einkennst af,,París, litlum kaffi-
húsum, næturklúbbum, og
mik/u af viskíi og kampavíni,
innantómu hjali, litlum
áhyggjum og von/ausri eigin-
girni." Og Sagan dregur ekki oul
á, að svona hafi líf hennar verið,
en nú hefur hún snúið baki við
drykkju og
næturklúbbaheimsóknum og
hefur látið bækur sínar í hendur
trausts bókaforlags. — Nú er
hún komin í fullan gang að láta
gera kvikmynd eftir
smásögusafni sínu,, Silk eyes,"
og hefur ekki hugsað sér að
setjast íhelgan stein á næstunni.
ÞETTA ER HÚN Þóra
Guðmundsdóttir, stjórnandi
farfug/aheimilisins á Seyðisfirði.
Áður hafði Þóra séð um
farfuglaheimilið í Reykjavík, en
fékk svo þessa aðstöðu á
Seyðisfirði, þarsem hægterað
fá ódýr og hentug svefnpláss.
★ ★ ★
ÞESS/ STÚLKA heitir Ingunn
Ásdísardóttir og er hótelstjóri * N
Gistihússins á Egilstöðum.
Ingunn rekur Gistihúsið ásamt
móður sinni Ásdísi Sveinsdóttur,
en þar er prýðileg gistiaðstaða
fyrir ferðafótk.
36VIKAN 31.TBL.