Vikan


Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 16

Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 16
þyngst um kíló, en þá hafði ég ekkl farið á fund í þrjár vikur. Það þarf að halda sér við efnið, og bara það að Helga hringdi í mig fyrir helgina og bað mig að koma í þetta viðtal, varð til þess að ég skrúfaði alveg fyrir að borða, annars hefði ég eflaust borðað fram að deginum í dag. Ég hef alltaf passað mig á að fara ekki meira en eitt til tvö kíló upp, en þá hef ég líka tekið nokkra daga í að ná þeim af mér aftur. — Það er vandamál að fá stór föt í verslunum. Ég átti aldrei neitt til að skarta. Það er góð tilfinning að geta farið núna í verslanir og geta keypt sér föt, án þess að þurfa alltaf að fara í stærstu rekkana — og góð tilfinning að geta keypt sér kjól nr. 42! Ég sæki fundi í Keflavík, og þeir eru nú ekki nógu vel sóttir, það mætti vera betri aðsókn. Eitt dæmi^sem ég veit um, er kona, sem ekki kemst vegna þess að hún er með stórt heimili og stóra fjölskyldu, og það er mjög líklegt að þannig sé með marga. Mér fannst ekkert erfitt að mæta hér í fyrsta skipti. Það eina, sem ég var svolítið hrædd við, var að ég yrði vigtuð fyrir framan alla, en svo er ekki. Það er sérstakt herbergi,sem fólk er vigtað í, svo það er ekkert að óttast. Mér finnst mjög gaman að sækja þessa fundi, en ég sakna aö vissu leyti fyrstu fundanna, því þá voru þetta mikið sömu konurnar sem mættu, en nú sér maður þessi gömlu andlit ekki lengur. Það hafa margir gefist upp, en margir þeirra hafa líka komið aftur og það eru líka ábyggilega margir, sem eiga eftir að koma aftur. — Hugsun mín þegar ég gekk í Línuna var sú, að ef þetta væri ekki hægt, þá væri ekkert hægt. Ég er mjög ánægð með þennan árangur.sem ég hefi náð og er alltaf að bíða eftir að komast í gallabuxur — það er takmarkiðl! VALGERÐUR PÁLSDÓTTIR, EYRARBAKKA: Ég byrjaði að stunda fundi hjá Línunni um miðjan október 1976. Þá var ég 132 kíló en síðan hef ég lést um 33 1 /2 kíló. Ég var búin að stríða lengi við þetta vandamál, og ganga í gegnum margar aðgerðir, en það hefur aldrei fundist út hvað þetta er, hvort um sé að ræða röng efnaskipti eða eitthvað annað. Þetta var orðið það alvarlegt, að ég átti ekkert annað eftir en að deyja úr offitu. Ég var komin með mjög háan blóðþrýst- ing, bjúg og æðabólgu, en nú er blóðþrýstingurinn kominn í eðli- legt horf, og ég er farin að losna við þau lyf.sem ég þurfti að taka Valgerður Pálsdóttir, Eyrarbakka: ,,Ákveðin i að verða ævifélagi I Línunni." vegna hans. — Áður gat ég ekki keypt tilbúna kjóla í verslunum, og þurfti að láta sauma allt á mig, svo það er dásamleg tilfinning að geta gengið inn í verslanir núna og keypt sér kjól, svo ég tali nú ekki um að geta sagt: „Eigið þið ekki til minna?!!" Mér finnst þessi félags- skapur alveg ómissandi. Það er visst aðhald,sem maður hefur hér, og mér finnst þetta eiga að vera á öllum stöðum. Það er þetta sem hjálpar fólki sem á virkilega við þetta að stríða. Það er mikilvægt fyrir okkur að hittast og ræða saman á fundum, og finna stuðninginn. Þær eru alveg sér- stakar þessar konur, sem standa fyrir þessu, og gera allt til að hjálpa fólki. Helga er alveg sérstök manngerð. — Ég er ákveðin í að verða ævifélagi í Línunni. RUT VERNHARÐSDÓTTIR, GARÐABÆ Ég byrjaði í Línunni í lok janúar s.l. Þá var ég 88 1/2 kíló, en hef lést um 22 kíló síðan. Ég hef átt við þetta vandamál að stríða í 26 ár, og var einu sinni 108 kíló. Ég hafði legið á sjúkrahúsum og reynt að losna við kílóin þar, en það gekk illa og þau komu alltaf strax aftur. Ég átti erfitt með að fá tilbúinn klæðnað, og ef eitthvað fékkst í minni stærð, þá fannst mér þau föt yfirleitt ekkert falleg, og saumaði því mest á mig sjálf. Ég hef sérstakt fæði fyrir mig, og ef matarlöngun segir til sín, fæ ég mér appelsínu, en einnig hefur það reynst mér vel að fá mér tyggigúmmí, sérstaklega þegar ég er að smyrja brauð, það heldur mér frá að fá mér bita! Vinkona mín var í Línunni, og þegar ég sá þann árangur sem hún náði, ákvað ég að reyna þetta. Mér finnst mikil hvatning að vera I þessu og sækja fundi, ég vil helst líkja því að ná kílóunum af mér við íþróttakeppni! Það hefur reynst mér vel að fara eftir ,,bannlist- anum" — líta á hann.ef það er eitthvað.sem ég ætla að fara að fá mér, og sleppi því þá. Maður getur ekki verið þekktur fyrir að þyngjast fyrst maður er að þessu á annað borð! Ég hef víst aldrei verið eins skapgóð og eftir að ég byrjaði í Línunni. HUGRÚN EÐVARÐSDÓTTIR, GRINDAVÍK: Ég byrjaði í Línunni 15. maí s.l. fíut Vernharðsdóttir, Garðabæ: ,,Eins og í iþróttakeppni að ná kílóum af sér." Hugrún Eðvaldsdóttir, Grindavík: ,, Búin að stíða við þetta vandamá/ frá 11 ára aldri. " og þá var ég 97 1/2 kíló. Á þessum sex vikum sem liðnar eru, hef ég lést um 14 1/2 kg en ég miða að því að verða 70 kíló. Ég var búin að stríða við þetta vandamál frá 11 ára aldri, og var farið að líða illa sálarlega. Ég forðaðist að fara á dansleiki og hafði ekki fengið fatnaö á mig í fjögur ár. Ég var búin að reyna aö grenna mig sjálf, áður en ég kom í Línuna, og hafði misst 15 kíló, en var farin að standa í stað. Ég varð sérstaklega vör við að húöin lagaðist mikið eftir að ég grennt- ist. Ég mundi ekki hika við að leita aftur til Línunnar, ef kllóunum tekur að fjölga einhvern tíma aftur. Þyngd Brjóst M 0 crí7x /o !> 1 (Qt á 2 ' íyi ‘ .... 3 7 n\ 4 7§rJ} 5 r-r’"# rk í *>, **/! 6 16VIKAN 31. IBL. Hugrún Eðvaldsdóttir úr Grindavík á ,,Metkortið" hjá Ununr.i um þessi sjáum við kortið og sýnir það glögglega hversu vel er fy/gst með félö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.