Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 13
mér ávöxt. Ég er á kolvetnakúr og
borða því aðallega grillaðan mat.
Það, sem ég hef orðið að neita
mér um, eru gosdrykkir, mjólk,
sykur, kökur og þessi ,,gamli
matur" sem ég kalla svo, t.d.
saltkjöt og svið. Á heimili mínu
taka foreldrar mínir þátt í þessu
með mér, þó þau þurfi ekki á því
að halda, en mér finnst manni líða
miklu betur af þessu fæði.
Félagsskapurinn í Línunni hefur
r hún okkur hvernig Unnur Pétursdóttir var þegar hún kom
láta vigta sig og mæla, og rabba síðan saman yfir
kaffibolla.
VIKAN fór þess á leit við Helgu að fá að spjalla við nokkra
félagsmenn og var þeirri beiðni góðfúslega tekið. — Þegar
við komum í hin hlýlegu húsakynni Línunnar í Skipholti 9,
biðu okkar þar8félagsmenn, reiðubúnirað segja frá reynslu
sinni og þeirri hjálp.sem Línan hefur veitt þeim.
Margt er sameiginlegt með þessu fólki, sem við
spjölluðum við, en það sem helst vakti eftirtekt okkar var, að
öll vilja þau líkja LlNUNNI við AA-samtökin, þar sem
samhugurinn ræður ríkjum. Félagar í Línunni geta opnað
hug sinn á fundum, og þeir finna, að þeir eru ekki einir. Öll
voru þau búin að reyna ótal aðferðir á eigin spýtur, öll voru
•orðin vonlaus um að þau gætu nokkurn tíma grennst. —.
LÍNAN var síðasta hálmstráið — eittþúsundasti og FYRSTI
megrunarkúrinn!
* akm.
mikið að segja, og svo er ég allt
annar maður eftir að hafa losnað
við þessi kíló. Ég vil gefa fólki,
sem á við þetta vandamál að
stríða, eina ráðleggingu: KOMIÐ I
LÍNUNA!
GUÐRUN VALTÝSDÓTTIR,
AKRANESI:
Ég byrjaði í Línunni 22. janúar
s.l. Þá var ég 99 1/2 kíló, en hef
lést um 25 kíló síðan. Ég byrjaði að
stríða við þetta vandamál eftir að
ég eignaðist fyrsta barnið, þá
þyngdist ég mjög mikið, en náði
því nokkuð fljótt niður aftur.
Síðan liðu 6 ár þar til ég átti annað
barnið — og þá fór offitan að
segja til sín. Eftir að yngsta barnið
mitt fæddist, veiktist ég mjög
mikið og þurfti að taka annað
brjóstiðaf. Ennfremur hef ég þurft
að ganga í gegnum móðurlífsað-
gerð. Ég varð þunglynd vegna
þessarra veikinda, og þá leitaði ég
í matinn, en sennilega hefur það
bjargað mér, því ég hélt ró minni.
Ég hef verið undir læknishendi
síðastliðin fimm ár, og þurfti að fá
lyfjagjöf í æð einu sinni í viku, en
þarf nú aðeins að fara með sjö
vikna millibili, og er þá í 5 daga; fæ
Guðrún Valtýsdóttir: Læt það ekki
eftir mér að koma þyngri en
síðast...
5 sprautur. Ég er eiginlega alveg
hissa á hvað mér fannst auðvelt
að breyta mataræðinu eftir að ég
kom í Línuna. Ef það er eitthvað
sem mig langar í, sem ég má ekki
borða, þá hugsa ég ósjálfrátt:
,,Þetta er bannvara og ég má ekki
borða þetta", og snerti því ekki á
þessu. Ef ég brýt af mér, þá líður
mér ekki vel, mér finnst ég vera að
stelast'. Nú er heilsan líka orðin allt
önnur. Ég syndi daglega og fer í
gufubað, oft þrisvar í viku. Það er
langt í miðbæinn frá heimili mínu,
og þegar ég fer þangað, hjóla ég
stundum. Ég er eiginlega alveg
hætt að nota bílinn eftir að ég
byrjaði í Línunni. Mér finnst líka
hafa óskaplega mikið að segja að
ganga mikið. Ef ég fæ skyndilega
mikla matarlöngun, þá fæ ég mér
appelsínu, en kökur hef ég
bókstaflega ekki snert. Fólk hefur
alveg gapað yfir því þegar ég fer í
veislu, þar sem kökur eru á
boðstólum, að ég hef ekki látið
eftir mér að fá mér kökubita! Þetta
var erfitt fyrst, en svo kemst þetta
í vana. Nú, en EF ég hef brotið af
mér — þá er bara að svelta sig
daginn eftir, það er ágætt ráðí Ég
borða þrjár máltíðir á dag,
morgunmat, hádegismat og
kvöldmat, en sleppi öllu matar-
kyns eftir kvöldmat, fæ mér þá f
mesta lagi bara svart kaffi. Það er
bara algjört skilyrði að fá sér ekki
neitt milli mála, — en það getur
verið erfitt fyrir fólk, sem ekki
vinnur úti og hefur tækifæri til að
vera að narta í eitthvað allan
daginn!
Þegarég byrjaði í Línunni fannst
mér þetta einhvern veginn vera
hálf vonlaust, ég var viss um að ég
gæti ekki náð mér niður. Það lá
við að ég væri farin að gefa góð
föt,sem ég átti, en nú er þetta allt
farið að verða of stórt á mig.
Þegar Línan var stofnuð á
Akranesi, komu þær með myndir
af konum sem höfðu verið í þessu
og þá sá ég að þetta var hægt.
Það geta þetta allir, aðeins ef
viljinn er fyrir hendi. Maður þarf
að vera ákveðinn við sjálfan sig.
— Ég hef alla tíð verið frekar
feitlagin og hef alltaf átt í svolitlu
stríði, og ég man eftir mér alveg
hræðilegri, tíu ára gamalli. Það var
alltaf verið að stríða mér og þessu
var beitt óspart í rifrildum, eins og
gerist og gengur hjá börnum. Ég
hef alltaf þurft að halda f við mig
og ef ég hefði alltaf borðaö allt
sem ég vildi — þá er ég hrædd um
að ég hefði veriö orðin ennþá
feitari. — Það er ómetanlegur
stuðningur að fara á þessa
vikulegu fundi hjá Línunni. Það
kemur líka metnaður upp í fólki.
Það er kallað upp hvort fólk hafi
lést eða þyngst.... og maður lætur
það ekki eftir sér að koma þyngri
en maður var á síðasta fundi! Ég
matreiði sérstaklega fyrir mig,
grilla t.d. þegar ég er með eitthvaö
pönnusteikt fyrir heimilisfólkið.
Mér finnst það borga sig, því
annars er hætt við að ég færi að
narta í eitthvað sem ég má ekki
borða. Karlmennirnir mættu láta
sjá sig meira, — ég held þeim
finnist eitthvað héralegt við þetta.
Það vantar líka meira af ungling-
um, en það er líka ábyggilega
erfitt fyrir unglinga að fara í þetta,
því oft er þetta sælgætisfita á
þeim. — Ég vil að endingu hvetja
alla til að fara í Línuna.sem þurfa á
því að halda að grenna sig.
31.TBL. VIKAN13