Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 22
nota skyldi í fleiri eyðileggjandi
sprengjur, og Dorothy Bonner
hlaut að vera á einn eða annan hátt
flækt í japanska stríðskerfið. Hið
sára mar sem komið hafði við
höfuðhöggið var tákn þess, að hann
væri flæktur i sama netinu. Honum
leið síður en svo vel, en hann vildi
ekki láta undan og flýði því enn á
náðir kæruleysis og rólyndis.
..Þér viljið þó ekki, að ég slökkvi
ljósið?" sagði hann. ..Annaðhvort
metið þér töfra yðar of lítils, eða þér
gerið of mikið úr sjálfsstjórn minni.
Sennilega það síðarnefnda. En það
er ekki hægt að treysta mér i
myrkri, skal ég segja yður. Auk
þess þykir mér skrambans notalegt
að horfa á yður, ungfrú Bonner.”
Orða- og umsvifalaust reis
Doröthy á fætur og slökkti. Hún
stóð mjög nærri Larkin, svo nærri,
að hann fann ilminn af hári hennar í
myrkrinu. Hann greip um handlegg
hennar. Fann hvemig vöðvar
hennar herptust saman undir
mjúkri húðinni. Hann vissi, að allur
líkami hennar var stífur og stæltur.
„Jæja,” sagði hann. „Mætti ég
biðja um skýringu?”
„Yður langar að eignast 5000
dollara,” sagði hún.
„Hversvegna haldið þér það?”
„Þér vaðið varla í peningum þar
sem þér ferðist með svona ryðkláfi
eins og Kumu-maru yfir Kyrrahaf.”
„Er það satt,” hélt hún áfram,
„að þér hafið í hyggju að láta
handtaka mig, er til Honolulu
kemur og stefna mér fyrir öldunga-
ráðið?”
„Nei, það veit trúa mín!” Larkin
hló. „Hvi skyldi ég gera það?”
„Eruð þér þá ekki útsendari frá
flotamálaráðuney tinu? ’ ’
„Skakkt getið!”
„Jæja þá, setjist.”
„Ég er þegar sestur.”
Það varð smáþögn.
„Það fer annað hraðskreiðara
skip, Toyi-mam þessa sömu leið.
Það er væntanlegt til Honolulu degi
siðar en við, en kemur samt fyrr til
Yokohama. Þér eigið því að dveljast
um sólarhrings skeið í Honolulu, en
halda síðan áfram ferðinni með
Toyo-mum.”
„Er þetta allt og sumt?”
„Já.”
„Og hvað á ég að gera um borð í
Toyo-muru auk þess að leika
borðtennis og láta rýja mig inn að
skyrtunni í 21?”
„Viljið þér taka að yður starfið?”
„Ég hef enn allóljósa hugmynd
um, hvað gera skal. Á ég að ákveða
mig undir eins, eða fæ ég betri
upplýsingar?”
„Nei, þér verðið að ákveða yður
þegar í stað?
Larkin setti hljóðan. Það var
áreiðanlegt, að eitthvað var loðið
við þetta allt saman. En hann hafði
nú einu sinni verið settur til höfuðs
þessum kvenmanni, svo að það
dugði ekki að hopa af hólmi. Hann
varð að komast yfir sögu hennar,
áður en yfirvöldin blönduðu sér um
of í málið.
„Ég geri allt fyrir 5000 dollara,”
sagði hann. „Segið mér, hvað ég á
að gera.”
Nú var það hún, sem setti hljóða.
En eftir andartaks umhugsun sagði
hún:
„Þér sögðust þekkja Grover
Pendenning.”
„Gerði ég það?”
„Þér gáfuð það óbeint i skyn. Er
hann vinur yðar?”
„Já,” svaraði Larkin, enda þótt
hann vissi, að hann var að ljúga.
Þvi að hann hataði Grover Pend-
enning. Þeir höfðu þekkst um
margra ára skeið, en hatast
jafnlengi. Allt i einu datt Larkin
snjallræði í hug. Hann mælti: „Ég
get annars fært sönnur fyrir því. Ég
á einhvers staðar bréf frá honum.”
„Má ég sjá það?”
„Gjama.” — Larkin þreifaði í
myrkrinu eftir skjalatösku sinni.
Bréfið var svar við skeyti frá
Larkin, er hann hafði sent frá París.
En Dorothy gat ekki ráðið, hvað að
baki lá þeim orðum, er í bréfinu
stóðu. En bréfið hljóðaði svo:
„Þakka innilega liðsemd yðar og
góðan skilning á málinu. Raunar
þótist ég allaf eiga vísan stuðning
yðar og mun launa yður það
ríkulega, er fram líða stundir.”
En svo var mál með vexti — og
það gat Bonner ekki vitað — að
Larkin hafði orðið að halda leyndu
skilnaðarmáli eins skjólstæðings
Pendennings.
„Gjörið svo vel, hér er bréfið. En
það verður að kveikja.”
„Kveikið á eldspýtu.”
Larkin kveikti á vindlakveikjara.
Hann virti nákvæmlega fyrir sér
andlit ungu stúlkunnar, meðan hún
las bréfið. Hún blés á ljósið og
slökkti það.
„Ég hef þá haft á réttu að
standa. Hérna takið við þessu.”
Það heyrðist skrjáf i pappir. Larkin
fann að skjalamöppu var stungið í
hönd hans. „Takið þetta og geymið
vel.”
„Hvað er i henni?” spurði hann.
„Eða er ég of forvitinn?”
Framhald í næsta blaöi.
— Ef ég giftist stórum, dökk-
hærðum og laglegum útlend-
ingi, hvað verður þá um
manninn minn og krakkana
okkar sex.
ír
Púóar
Stórir og smáir,
fylltir eða skornir
eins og þú vilt.
Vesturgötu 71 sími 24060yj
22VIKAN 31.TBL.