Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 20
Framha/dssaga eftir Lawrence G. Blochman
Dóttir miíljónamær\
..Segið mér, eruð þér viss um
þetta?”
..Fullviss,” svarði Willowþy.
,,Ég sá að honum var afhent skeyti
um það bil hálftíma áður en
morðtilraunin var gerð á honum.”
..Það hefur ef til vill verið sama
endaleysan og mín skeyti.”
„Ekki held ég það. Hershöfð-
inginn skildi að minnsta kosti nógu
mikið til þess að verða æstur í
skapinu.”
Larkin rótaði í vösum sínum eftir
vindlingi, stakk honum upp í sig, en
kveikti ekki í hjá sér. Svo mælti
hann:
,,Nú mun víst sú stund upprunn-
in, að þér komið með snafsinn, sem
þér voruð að bjóða upp á.”
,,Ö, fyrirgefið fjórtán sinnum. eg
var næstum búinn að gleyma því.”
— Willowby dró flösku eina upp úr
hvilunni. — „Þetta er koníak frá
Chile,” sagði hann. „Dásamleg
vara. miklu betri en koníakið, sem
til er hér á skipsfjöl, því að Japanir
búa sjálfir til franska koníakið, sem
þeir hafa á boðstólum. Ég bragða
það aldrei. 1 rauninni ætti ég heldur
ekki að drekka þetta hérna. Það er
ekki gott fyrir taugarnar, þær eru
ekki svo beysnar fyrir.”
„Eruð þér taugaslappur, herra
Willowby?”
„Já, og það svo um munar. Og
ekki ætlar sjóloftið að bæta það.
Það er rakinn, skiljið þér. Sumar
nætur kemur mér ekki dúr á auga.
Jæja------” Hann hóf glas sitt. —
„Ég get alltaf tekið meðalið mitt í
fyrramálið. Dr. Bioki hefur ágætt
lyf. Bara tveir dropar af akonitin
ásamt dálitlu af vatni.”
, ,Ég vil nú heldur þetta lyf hérna,”
sagði Larkin og þefaði af koníakinu.
„Skál!” sagði Willowby.
Larkin bar glasið upp að vörum
sínum og kinkaði kolli í áttina að
ljósmynd einni, sem komið var fyrir
ofan handlaugina, ungri konu og
litlu, hrokkinhærðu barni.
„Er þetta konan yðar og barn,
herra Willowby?” spurði hann.
„Já, er þetta ekki falleg mynd?”
„Skilduð þér þau eftir i Valpar-
aiso?”
„Nei, ég er alfluttur þaðan og'
sendi fjölskyldu mína heim til
Englands í smáheimsókn, áður en
við flytjumst til Asiu. Þar verðum
við næstu fimmtán ár og fyrstu
fimm árin verð ég að vinna án þess
að fá nokkurt orlof. Þér hittið mig
einhverntíma í Mansjúríu, eða
Mansjúkúó, ef þér viljið það
heldur.”
„Ég er ekkert smámunasamur.
Ætlið þér til Mukden?”
„Hsinking. Eða Chanchun, ef þér
viljið það heldur. Verð þar ráðgef-
andi efnafræðingur hjá hermála-
ráðuneytinu. Ágæt staða, svo ég
segi sjálfur frá. Fullt af peningum.
Nóg til að lifa á, það sem eftir er
ævinnar.”,,Voruð þér lika efna-
fræðingur i Valparaiso?”
„Já, fimm ár. Þar starfaði ég í
birgðadeild flotans. Ekki sem verst,
en ekkert í líkingu við mitt nýja
starf.”
„Eigum við ekki að drekka til
konu þinni og barni?” sagði Larkin
og tæmdi glasið.
„Þökk fyrir. Má ég stinga upp á
að drekka frú Larkin til?”
„Já, sannarlega, hvar sem hún er
niðurkomin,”
Willowby setti flöskuna frá sér og
samúðarsvipur kom á andlit hans.
Hann sagði alvarlegur:
„Þér verðið að afsaka, herra
Larkin, mér þykir það mjög leitt.”
„Hvað? Er flaskan tóm, eða
hvað?”
„Nei, ég á við konu yðar. þér
talið eins og hún sé hlaupin frá
yður, eða eitthvað enn verra.”
Larkin skellihló.
„Hafiðengaráhyggjurafþví. Ég
hef aldrei kvænst,” mælti hann.
„Þetta var aðeins minni framtiðar-
innar.”
„Nú, er það svo. En þér virðist
vera góður vinur ungu stúlkunnar
laglegu. En ég ætla að leyfa mér að
vara yður við meðan enn er dagur á
lofti. Þér vitið auðvitað, hver hún
er.?”
„Dorothy Bonner?”
Willowby kinkaði kolli. Hann dró
upp samanvöðlað dagblað, sem lá
til fóta í hvilunni.
„Þekkið þér þessa mynd?” spurði
hann.
Larkin las textann undir mynd-
inni. hann var að efni til útdráttur
alls þess, er Larkin hafði áður lesið í
úrklippunum frá Beasley. Auk þess
var þar klausa, þar sem ritstjórinn,
reyndi að samræma mishermi
skeyta frá þremur fréttastofum: 1)
starfsmaður á Armonk flugvellinum
hafði séð hana þar 2) bensínaf-
greiðslumaður hafði séð hana í
Floresville i Texas 3) hótelþjónn í
Seattle í Washington hafði einnig
orðið hennar var.
„Þetta er mjög líkt henni,” sagði
Larkin.,,Ég hefði samt aldrei trúað
því að hún væri hættuleg. Hvað
álítið þér, að við ættum að gera?
Halda ráðstefnu til þess að fjalla um
verndaröryggi farþeganna.”
Willowby brosti ekki. Hann
hugsaði bersýnilega alvarlega um
þetta alvarlega mál og sneri upp á
skeggið.
„Þér eruð auðvitað að gera að
gamni yðar,” sagði hann loks.
„Svo!”
„Þér getið sagt við mig, hvað
sem þér viljið,” sagði Willowby.
„Auðvitað gerist ég bráðlega
starfsmaður japönsku stjómarinn-
ar, eða svo gott sem, en þó er ég
ekki orðinn það ennþá. Auk þess er
það álit mitt, að við Engilsaxar
eigum að halda höndum saman og
að heimsfriðurinn sé undir þvi
kominn.”
„Ég efast nú um að ungfrú
Bonner sé hættuleg heimsfriðnum,”
sagði Larkin þurrlega.
„Og þér eruð ekki hræddir um,
að hún nái frá yður leyndarmálum
yðar?!!
„Hverjum þá?”
„Eruð þér ekki leynilögreglu-
maður?”
„Nei, það veit guð, að ég er
ekki.”
„Það var undarlegt.” Willowby
hnyklaði brúnirnar. „Herra Shima
sagði að það væri leynilögreglu-
maður um borð.”
„Hver er herra Shima?”
„Fíni Japaninn frá Callao.”
„Honum skjátlast,” sagði Lark-
in. „En svo við minnumst á annað,
þetta er prýðilegt koníak. Það yljar
manni inn i merg og bein. Eigum
við að drekka skál Dorothy
Bonner?”
Willowby hló kurteislega.
„Og síðan drekkum við minni
cílenska flotans, perúska hersins
og masjúriska hermálaráðuneytis-
ins. Salud y pesetas, Willowby.”
„Talið þér spönsku?”
„Já', til heiðurs Chile og Perú. En
hvernig segja þeir í Mansjúriu? Er
það ekki banzai?”
„Það veit ég ekki,” svaraði
Willowby dálitið órólegur.
„Þá er tími til kominn, að við
fáum að vita það,” sagði Larkin,
rétti fram höndina og studdi á
hnappinn.
í sömu andránni barði þjónninn
að dyrum, svo að Larkin gaf honum
allgrunsemdarfullt augnaráð, er
hann steig inn úr dyrunum.
„Þjónn — við erum að ræða mál
nokkurt, við vildum fá að vita
hvernig „skál” er á japönsku.”
Hann gerði smáhreyfingu með
glasinu. Þjónninn skildi, hvað hann
átti við og svaraði:
„Kampai. Það merkir „þurrt
glas”.”
„Prýðilegt! Þurrt glas sama sem
„skál í botn.” Jæja, kampai,
Willowboy.”
„Kampai!” endurtók Willowby.
Augu hans kipruðust dálítið
saman, er hann leit á Larkin yfir
staupröndina. Allt í einu hvarf
roðinn úr kinnum hans og augun
glenntust upp.
Larkin sneri sér við til þess að
vita, hvað það væri, sem Willowby
horfði svo skelfdur á. Er hann sá
aðeins spegilmynd sina í þykku
glerrúðunni.
„Var þetta taugakast?” spurði
Larkin.
„Eiginlega ekki — ” Willowby
gerði, hvað hann gat til þess að
brosa, en tilraunin fór út um þúfur.
„Hugarburður,” sagði hann. „Of
mikið koníak. En eitt andartak var
ég skelfdur. Mér fannst ég sjá
laumufarþegann hennar frú Greeve
Larkin streittist álútur þangað, sem
hann hafði siðast séð manninn, sem
líktist svo Dorothy Bonner.
Hann hafði ekki gengið langt, er hann
varð hans var.
20VIKAN 31.TBL.