Vikan


Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 48

Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 48
ÖLDUR OG ÓHREINN SLOPPUR Hæ draumráðandi, Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig hérna tvo drauma sem mig dreymdi um daginn. Annar var þannig, að ég stóð niðri við einhvern sjó, og ætlaði mér að synda yfir á bakka sem var hinum megin, en þó ekki langt frá. Öldurnar voru óvenju stórar, en um leið og næsta alda hafði brotnað, þá lagði ég í hann. Þegar ég hafði synt út að bakkanum, þá sá ég að ég komst ekki upp hinum megin og varð þá að snúa við aftur, sem ég og gerði. Ég synti bringusund út að bakkanum, en notaði baksund þegar ég synti til baka. Á leiðinni til baka hélt ég að þessar stóru öldur mundu sópa mér eitthvað lengst út á haf, en í stað þess sópuðu þær mér einhvern veginn í land aftur. Mér fannst þessar öldur hálf grænleit- ar. Hinn draumurinn var svona: Mér fannst ég sjá mömmu sitja í svoleiðis makdrullugum frystihús- slopp. Drullan og slorið var harðnað á sloppnum og þetta var svona heldur ósmekklegt. Ég varð ofsa hneyksluð á þessu, en mömmu fannst þeta ósköp sjálf- sagt. Jæja, ég vona bara að þið reynið að ráða eitthvað úr þessu. HKE. Fyrri draumurinn er þér viðvör- un og er ekki góður. Einhver breyting verður á högum þínum og er hún ekki tii batnaðar. Öldugangur boðar stúlkum yfir- leitt ótrúnað unnusta eða ástvinar, og sundið boðar þér yfirvofandi hættu, sem þó má afstýra ef sýnd er varúð. Síðari draumurinn er móður þinni hins vegar fyrir góðu tækifæri tH bættra lífskjara, og það er yfir/eitt góðs viti að dreyma móður sína. Boðar það þér aukin þægindi, sem þér munu h/otnast á óvæntan og ánægjulegan hátt. Þó eru óhreinindin á s/oppnum fyrir einhverjum deilum, sem kunna að rísa milli þín og móður þinnar. KLUKKUR OG BRAUTARSTÖÐ Kæri draumráðandi! Mig dreymdi fyrir nokkru síðan afar einkennilegan draum, sem mig langar til þess að biðja þig að ráða. Að vísu er hann nokkuð langui, en vonandi geturðu samt birt hann. í draumnum var ég staddur í ókunnu húsi og var þar aleinn. Ég vará hlaupum eftir löngum gangi, Mig dreymdi en við enda hans kom ég að rammgerðri hurð. Eg tók varlega í hurðarhúninn og dyrnar opnuð- ust. Þá blasti við mér stór salur, en í honum voru engin húsgögn heldur fjöldamargar klukkur af öllum stærðum og gerðum. Mér fannst þetta ákaflega skrítið og í sömu mund skelltist hurðin í lás að baki mér. Ekki fann ég fyrir neinni hræðslu, en fór að skoða klukkur- ar, sem voru mjög merkilegar. Sumar voru eldgamlar, en allar gengu þær og voru samstilltar. Ein klukkan vakti sérstaklega athygli mína. Það var gífurlega stór gauksklukka, sem var öll útskorin. Allt í einu byrjuðu klukkurnar að slá, þ.e. þær klukkur, sem voru með slagverki, og var klukkan þá tíu að morgunlagi, að því mér fannst. Út úr gauksklukkunni kom gríðarstór fálki og flaug hann gargandi nokkra hringi í salnum. Þá fyrst var mér brugðið og dró byssu upp úr vasa mínum, miðaði á fuglinn og skaut hann.Féll hann dauður niður við fætur mér og um leið hættu allar klukkurnar að ganga. Hræðslan náði tökum á mér og ég vildi forða mér út hið fyrsta, en fann þá enga útgöngu- leið. Hvernig sem ég leitaði, gat ég ekki fundið neinar dyr á saln- um. Ég hrópaði á hjálp, en tómið í salnum virtist gleypa hljóðið. Svo varð allt dimmt. Mér fannst fætur mínir sökkva í einhverja leðju, sem var ísköld. Rauðleit birta barst inn í salinn einhversstaðar ofanfrá og skringileg rödd talaði til mín: ,,Þetta eru endalokin. Þetta er hefndin fyrir gullturninn, gullturn- inn, gullturninn...." Hljóðið dó út og mér fannst ég ekki geta hugsað framar. Skyndilega var ég svo staddur á járnbrautarstöð. Það var sterkt sólskin og ég var með mikið af farangri. Lestin var í þann vegi- inn að leggja af stað og ég vissi ekki hvað ég átti til bragðs að taka. Þá kom gömul kerling með hjólbörur og bauðst til þess að flytja farangurinn fyrir mig í lest- ina. Ég þáði það og hlóð honum á hjólbörurnar. kerlingin lagði af stað og ég gekk á eftir henni. Hún fór sér hægt í fyrstu, en smám saman herti hún gönguna og fór loks að hlaupa. Ég hljóp á eftir og við vorum komin framhjá lestinni áður en ég vissi af. Þá sá ég að einhver brögð hlutu að vera í tafli og ætlaði að stöðva kerlinguna, en hún hljóp svo hratt að ég náði henni ekki. Ég hrasaði á steini og heyrði lestina blása til brottfarar, en þá vaknaði ég. Þannig var þessi undarlegi draumur, draumráðandi góður. Ég vona að þú getir ráðið hann, því ég hef trú á því að hann tákni eitthvað merkilegt. Ég vil láta þess getið, að drauminn dreymdi mig aðfararnótt föstudags, ef það gæti gefið einhverjar frekari vís- bendingar. Að lokum vil ég svo þakka kærlega fyrir þáttinn, sem ég hef ákaflega gaman af, en mér finnst skrítið hve fáir karlmenn senda drauma. Ég hélt að þá dreymdi nú ekki síður en kvenfólk- ið. Með bestu kveðjum og fyrir- fram þakklæti, P.S. Þessi draumur er fyrir snöggum umskiptum í lífi þínu, sem verða þér til mikillar gæfu. Þú kemst að því, að vinur þinn hefur ekki reynst þér trúr og hans vegna hefur þú glatað einhverjum góð- um tækifærum. Áhyggjur og erfiðleikar munu steðja að þér og efþú bætir ekki Hferni þitt mun illa fara. Allt bendir til þess að þér takist að yfirstíga þessa erfiðleika og sennilega ferðu í langt ferða/ag. SJÓNVARPSMYND Elsku besti draumráðandi! Ég vona að þú verðir svo góður að ráða fyrir mig þennan draum: Ég var að horfa á sjónvarpið með mömmu. Þá birtist þulurinn í sjónvarpinu og tilkynnti, að næsta mynd væri bönnuð börnum Mamma sagði samt að það gerði ekkert til, þótt ég fengi að horfa á myndina. Það var eins og myndin byrjaði í miðri sögu. Afgreiðslu- stúlka með mikið dökkt hár var að koma úr vinnu. Það var koldimmt úti og mér fannst klukkan vera rúmlega 12. Stúlkan leit upp í glugga á stóru húsi. Hún öskraði og hljóp svo burtu. innan við gluggann var maður hengdur í snöru. Hann fór allt í einu að hlæja tryllingslegum hlátri ocvógsig nið- ur á gólf. Allt í einu var búið að binda hendur hans fastar við handrið og hann öskraði og barð- ist um til þess að losa sig, en gat það ekki. Þá réðust tveir menn utan úr myrkrinu á varnarlausan manninn og ég vissi að þeir ætl- uðu að myrða hann. Draumurinn varð ekki lengri. Með þökk fyrir draumráðning- una. frú Viskí-Sigga. Af draumnum má ráða að hugsanagangur þinn er á nokkru reiki og þú munt eiga fremur erfitt með að einbeita þér að ákveðnum verkefnum. Þetta kemur þó til með að lagast og /íkast til giftistu manni, sem reynist þér stoð og stytta í einu og öllu. Þér er ráð- legast að hafa góða stjórn á skapi þínu, því annars getur illa farið. Með hjálp góðs fólks getur þú sigrast á öllum erfiðleikum, sem að þér munu steðja. ALLT í ORMUM Kæri draumráðandi! Mig dreymdi að herbergið, sem ég var í, var allt í ormum, bæði loftið og veggirnir. Mér fannst ég halda á syni mínum, sem er eins árs og ég var að reyna að ryksuga ormana, en þeir duttu allir á gólf- ið. Þá fannst mér allt í einu vera komin risastór könguló, sem var svört að lit, og við það vaknaði ég. Með fyrirfram þökk, Lilly. Þessi draumur veit á gott. I hon- um er þó vísbending um einhvern fláráðan vin, en að öðru leyti boð- ar hann þér auðsæld. Það er ekki ósennilegt, að þú eigir eftir að eignast eitthvert fyrirtæki, og ef svo verður mun það blómgast ve/. * 48 VIKAN 31. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.