Vikan


Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 11

Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 11
1. Hvað á ég að gera við hroða- legri myrkfælni? 2. Hvernig eiga saman vogar- stelpa og tvíburastrákur? En vog- arstelpa og sporðdrekastrákur? 3. Hvaða merki á best við vogar-1 stelpu? En verst? 4. Hvaða dagur, litur og steinn á ! best við vogarstelpu? 5. Er skriftin barnaleg? Ég veit hvað ég er gömul, en hvað heldur þú að ég sé gömul? Hvað eru margar villur í þessu þrugli? Eitt enn. Hvernig stendur á því að 0 x 1 er O? Ef ég á eina krónu t.d. og margfalda hana með engu, verður hún þá ekki áfram ein króna? Dóttir 7877-9244 7. Ef þú ert þegar búin að reyna að sofa við ijós, og það hefur ekki dugað þér, skaltu reyna að lesa sem minnst af sakamaiasögum og hryllingssögum og halda þig við lestur á léttu efni. Siðan er ágætt að fara að hugsa um eitthvað skemmtilegt, sem dreifir hugan- um. Farðu vandlega yfir íbúðina, húsið eða herbergið þitt og gakktu úr skugga um að þar sé ekkert sem þú þarft að óttast, og þegar hræðslan segir til sín, þá hugsaðu bara með þér:,, Þetta er a/lt í lagi, það er enginn héri" - og sannaðu til, þetta venstfurðu fljótt_Póst- urinn var lika einu sinni myrkfæl- inn. 2. Vog og tvíburi eiga ágæt- lega saman, ef þú sýnir b/íðu og hann skilning. Sporðdrekinn verð- ur sennilega á hjó/um kringum þig, en þér gæti þótt hann of heitur. 3. Hrúturinn á langverst við vogar- stelpuna, en Ijón, vatnsberi og önnur vog eiga einnig mjög vei við hana. Steingeitin á aftur einna verst við hana, en samkvæmt stjörnuspá ástarinnar virðist nokk- uð gott að lynda við vogarste/p- una, 4. Þessu á Pósturinn bágt með að svara, nema þú sendir honum fæðingardaginn þinn. 5. Já skriftin er heldur barnaleg. Ég held að þú sért svona á bilinu 14-16 ára. Það var ein villa í bréf- inu, myrkur er skrifað með Y en ekki I. _ Já, þetta með krón- una....l Þarna ertu að spyrja um 0x1 = 0 en átt i raun og veru við 1x0=1 sem gerir allan muninn og þar færðu krónuna óbreytta. JÓN FORSTJÓRI OG LABBA- KÚTARNIR Hæ, hæ Póstur! Hvað segirðu gott? Ég segi allt það fina. Hér fyrir austan er svo gott veður. Segðu mér eitt, er Pósturinn einn maður? Stundum er hann kátur og skemmtilegur, en annars grautfúll og leiðinlegur. Það er kannski veðrið, sem gerir hann svona skapvondan? Annars skrifaði ég þetta bréf í þeirri von að þessari kvörtun væri komið á framfæri: Mér (og mörgum öðr- um) finnst Labbakútarnir og Jón forstjóri eyðileggja myndasögu- blaðið. Ég ætla að vona, að kvörtunin sétekin til greina. Jæja, þá er bara að bíða eftir birtingu bréfsins, ef það verðor birt. bless, bless, Jón forstjóri. P.S. i guðanna bænum farðu ekki að tala um stafsetninguna. Segðu ekki: ,,Ég gat nú ekki orða bundist, hvílík hörmung......" Þvi miður held ég, að ég geti ekki gert þér til hæfis í þetta sinn, þvi Jón forstjóri og Labbakútarnir hverfa ekki úr Vikunni á næstunni. Þeir komu í stað Tinna, sem ekki var fáanlegur lengur. Það eru margir, sem hafa gaman af þeim, þó þú hafi það ekki vænan min! Já, hvort Pósturinn er ein eða tvær manneskjur..... Það er a/veg á huldu eins og kynferðið. Og hvað viðvikur P.S.inu þinu, þá get ég sagt þér það, að stafsetningin hjá þér er bara alveg til fyrirmynd- Pennavinir Helga Árnadóttir, Goðabyggð 7, Akureyri óskar eftir pennavinum, strákum og stelpum, á aldrinum 13-14 ára. Er sjálf 13 ára. Helstu áhugamál eru hestar, popptónlist, diskótek og (þróttir. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Svarar öllum bréfum. Jóhanna Kjartansdóttir, Háarifi 37. Rifi, Snæfellsnesi og Lovísa Haf- steinsdóttir, Háarifi 11, Rifi, Snæ- fellsnesi óska eftir að komast í bréfasamband við stráka og stelp ur á aldrinum 11-13 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Hafdis J. Gunnarsdóttir, Sólborg, Eskifirði óskar eftir að skrifast á við strák eða stelpu á aldrinum 11-13 ára. Er sjálf 11 ára. Áhuga- mál eru ferðalög, popptónlist, skemmtanir, bréfaskipti og lestur. — Af hverju ert þú ekki ber að ofan eins og stúlkurnar í klúbbnum hans pabba? 31. TBL. VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.