Vikan


Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 40

Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 40
STJÖRNUSPÁ llnilurinn 2l.m;ir\ 20.a inl Þér væri ráðlegast að gera fjárhagsáætlun fram i timann og standa við hana. Það gæti reynst heldur erfitt, en þú munt sjá síðar að það var þess virði. NfiuliA 2l.:ipril 2l.ni;ii í þessari viku gefst þér tækifæri til að koma á sáttum i leiðindamáli sem hef- ur staðið yfir í lang- an tima. Taktu ekki mark á öllu sem er sagt við þig. Gamall vinur kemur þér mik- Ttihurarnir 22. mui 2l.júni Smáatriði eru oft mikilvæg þegar fram líða stundir, og því ættirðu að fylgjast vel með öllum sam- ræðum sem fara fram í kringum þig. hr hhinn 22. júni -’.V juli Þú færð aðstoð úr mjög svo óvæntri átt, þegar þú þarft mest á henni að halda. Láttu ekki bera á að þú sért undrandi, og láttu ekki happ úr hendi sleppa. ið á óvart. I.jónúl 2-l.júli 24.igú'l Það borgar sig að láta bjartsýnina ráða ríkjum þessa dagana þá helst í fjármál- unum. Þú ættir að taka fjárhaginn, til athugunar, og sjá hvort eitthvað megi ekki betur fara. >le> jan t .uíusl Þú kannt að verða fyrir einhverjum ó- væntum truflunum í þessari viku, og kunna þær að hafa afdrifaríkar afleið- ingar vegna starfs þíns. loiiin 24.\t-pi. 2.Voki. Þú ert fremur eirðar- laus þessa dagana og hefur mikla löngun til að breyta lífi þínu að einhverju leyti. Gerðu þér vel grein fyrir óskum þínum, áður en þú ræðst í framkvæmdir Sporóilrckinn 24.okl. ,‘M.iiót. Allt bendir til þess að einhver vinskapur fari út um þúfur og er þar misskilningi um að kenna. Beittu þeim fortölum sem þú þarft með, og sannaðu að þú hafir á réttu að standa llogmaóurifin 24.nót. 2l.dcs. Vertu raunsær í dómum þinum um annað fólk. Ösk þín um að kynnast vissri persónu er i þann veginn að rætast og verður þér til óbland- innar gleði. Slcingcilin 22. dcs. 20. jun. Þú lendir í góðum félagsskap í þessari viku og á hann eftir að hafa óvenju örv- andi áhrif á þig. Notfærðu þér öll tækifæri sem þér bjóðast í viðskipt- um. Vilnshcrinn 21. jan. lú.fchr. Stjörnumar eru þér hliðhollar i einkalíf- inu um þessar mundir, og þú skalt taka frumkvæðið í málefnum sem varða þig miklu. Nú er rétti tíminn til að taka ákvarðanir liskarnir 20.fchr. 20.mars Allt útlit er fyrir að þú verðir fyrir smáó- höppum í starfi þinu og þér finnst allt ganga á afturfótun- um. En það koma skin eftir skúri. muni Fennans hjá lögreglunni, veski, vasabók og þvíumlíkt.” ,,Já.” „Þeir leyfðu mér það. í vasabók hans var nafn Dieters skrifað fullum stofum, en þar fyrir aftan var símanúmerið hjá Stáliðjusamband- inu. Finnst þér þetta ekki furðu- legt?” „Jú meira en það. Þetta er hreinasta vitfirring.” „Og fyrir þann 4. janúar hefur hann skráð þetta. „Smiley C.A. Símhringing kl. 8.30.” Þetta var staðfest með athugasemd þann þriðja, sem hljóðaði þannig.'„biðja um að láta vekja á miðvikudags- morgun.” Þarna er þessi dularfulla símhringing komin.” „Og enn óútskýrð.” Það varð stutt þögn. „Georg, ég sendi Felix Taverner í utanríkisráðuneytið til þess að reyna að grafast fyrir um ýmislegt. Að vissu leyti lítur þetta verr út en við héldum, en að sumu leyti líka betur.” „Hvernig þá?” „Jú, Taverner komst yfir ýmsar skráningar síðustu tveggja ára. Honum tókst að sjá hvaða mál höfðu verið afhent deild Fennans. I þeim tUfellum, sem beðið var um ákveðin mál, eru þeir enn með beiðnina.” „Ég hlusta.” „Felix komst að því að þrjú eða fjögur mál voru venjulega afhent Fennan seinni partinn á föstudög- um, en þeim síðan skilað aftur á mánudagsmorgun. Þetta virðist benda til þess, að hann hafi tekið þau með sér heim um helgar.” „Guð minn góður.” „En það skritna er, George, að siðustu sex mánuði eða siðan hann fékk nýja starfið, þá virðist hann hafa tekið með sér ýmislegt ómerkilegt drasl, sem ekki nokkur maður hefur áhuga á.” „Já, en það var einmitt núna á siðustu mánuðum, sem hann fór að vinna að ýmsum viðkvæmum málum,” sagði Smiley. „Hann gat farið heim með hvað. sem hann vildi.” „Ég veit það, en hann gerði það ekki. Sannleikurinn er sá, að þetta virðist hafa verið gert af ráðnum hug. Hann tók heim með sér mjög þýðingarlítil mál, sem snertu varla hans daglega starf. Núna, þegar starfsfélagar hans hugleiða þetta, skilja þeir það varla. Hann fór jafnvel heim með mál, sem snertu ekki einu sinni hans deild.” „Og alls ekki þýðingarmikil?” „Nei, engan veginn.” „En hvernig var þetta áður en hann byrjaði í nýja starfinu? Hvers konar mál fór hann þá með heim?” „Þau voru meira í þeim anda, sem búast mætti við. Mál, er hann var að vinna að á daginn. Ýmislegt er snerti stjórnmál.” ,, Ley niskýrslur? ” „Já, það var eitthvað af þeim.” „En ekkert, sem hægt er að fetta fingur út í, engin sérstaklega viðkvæm mál, er ekki snertu beint hans starf?” „Nei, ekkert þess háttar. Hann gat nánast gert það, sem honum sýndist, en notfærði sér það ekki. Kannski að hann hafi verið dálítið uppi í skýjunum.” „Já, greinilega fyrst hann skrif- aði nafn Dieters í vasabókina.” „Og svo er það eitt. Þú ræður, hvaða merkingu þú leggur í það, en heldurðu að hann hafi ekki beðið um frí í vinnunni þann fjórða, daginn eftir að hann dó. Þetta var dálítið óvenjulegt, enda var hann sagður hinn mesti vinnuþjarkur.” „Hvað ætlar Maston að gera i þessu?” spurði Smiley eftir andar- taks þögn. „Núna í augnablikinu er hann að fara í gegnum málin og annað slagið rýkur hann inn til mín með einhverjar heimskulegar spurning- ar. Ég held að hann sé einmana þarna inni hjá sér svona innan um allar staðreyndirnar.” „Ooo, hafðu engar áhyggjur Peter, ætli hann ráði ekki framúr þeim.” „Hann er þegar farinn að tala um, að allt málið gegn Fennan, byggist á framburði einnar tauga- veiklaðrar konu.” „Þakka þér fyrir að hringja, Peter.” „Sé þig, kæri vinur. Farðu varlega.” Smiley lagði tólið á og braut heilann um hvar Mendel væri. Á borðinu þarna í forstofunni lá síðdegisblað. Hann renndi augunum yfir aðalfyrirsögnina: „Tekinn af lífi án dóms og laga. Gyðingar um allan heim mótmæla” og þar fyrir neðan var frásögn af því hvemig verslunareigandi í Dusseldorf, sem var gyðingur, hafði verið drepinn. Hann opnaði dyrnar inn í setustof- una, en Mendel var ekki þar. En svo kom hann auga á hann þar sem hann var úti í garði að höggva í eldinn. Smiley horfði á hann sem snöggvast, en fór síðan upp til sin og ætlaði að hvíla sig. Þegar hann var kominn upp ó stigapallinn byrjaði síminn að hringja. „George, fyrirgefðu að ég er að trufla þig aftur, en það er út af Mundt.” „Nú?” „Hann flaug til Berlínar í gærkvöldi með vél frá B.E.A. Auðvitað keypti hann ekki miða á sinu nafni, en flugfreyjan kannaðist við lýsinguna á honum. Þetta nær þá ekki lengra.” Smiley ýtti niður takkanum, en 40VIKAN 31. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.