Vikan


Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 21

Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 21
5.HLUTI mgsins ist um kinnungana. Larkin streitt- standa og gægjast inn um kýraug- að. Bjánalegt — — ” „Segið mér — var hann líkur Dorothy Bonner?” Larkin beygði sig áfjáður áfram. „Auðvitað. Það hlaut að vera eftir umræðurnar við matborðið. Og eftir að ég hef nýlega skoðað myndina af ungfrú Bonner. Hvað ímyndunin getur hlaupið með mig i gönur.” Larkin setti glasið frá sér og reis á fætur. „Ég held ég segi skipstjóranum frá þessu,” sagði hann. „Heyrið mig, ætli það borgi sig? Er ekki vissara að bíða? Ef þessi om'... T'yfc' mgmmmm náungi liggur á hleri hér fyrir utan Larkin opnaði dyrnar. „Þökk fyrir koníakið og það sem þér sögðuð mér um loftskeyta- manninn. Larkin gekk út á þilfarið. Það var dimmt af nóttu og stjörnulaus himinn. Vindurinn var hvass suðvestan og sævarlöðrið hvissað- ist álútur þangað, sem hann hafði síðast séð manninn, sem liktist svo mjög Dorothy Bonner. Hann hafði ekki gengið langt, er hann varð hans var. öll skipsbreiddin var á milli þeirra, en samt gat Larkin séð andlitsdrætti mannsins. Líkami hans var að hálfu leyti i hvarfi fyrir stafninu á björgunarbátnum. Hann var hattlaus. Græna siglingaljósið lýsti upp ásjónu hans og gerði lit hans svo að það minnti Larkin á það, er hann sá drukknaðan mann dreginn upp á Signubakka i París. En svipurinn var greinilega Dorothys Bonners. En maður þessi var ekki dauður. Varir hans hreyfðust, og svo virtist sem hann væri að tala við einhvern, sem hornið á yfirbyggingu skipsins huldi. Larkin gat ekki greint orðaskil, þótt hann legði sig allan fram um að hlusta. Hann heyrði einungis vindgnauðið, sem söng í eyrum hans. En allt i einu stirðnaði hann. Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Því að nú yfirgnæfði vindinn og sjávarniðinn hátt vein — konuvein eða óp í skrækróma karlmanni eins og Jeromy Hood. Það var ekki gott að segja, hvort þetta var hlátur eða hræðsluóp. Larkin sá, að maðurinn i græna ljósinu hrökk skyndilega til baka og hljóp þvert yfir þilfarið. Larkin varð að taka á sig krók. Hann ruddi sér braut yfir hvað sem á vegi hans varð og rak sig á tógfestu og hruflaði sig á fæti. Bölvandi stóð hann aftur upp og hélt áfram ferð sinni. Er hann var kominn að björgunarbátnum var maðurinn allur á bak og burt. Hann athugaði seglið. Það hafði verið losað öðru megin. En í sama bili var hann barinn í hnakkann með einhverju hörðu efni. Hann var við að missa meðvitund og lá við uppsölu, sá stjörnur, og fæturnir ætluðu að svigna undan þunga hans. Hann greip um borðstokkinn á björgunarbátnum til þess að verja sig falli. Hann skynjaði gegnum móðu svimans, að einhver flýtti sér burtu. Hann dró djúpt andann og reyndi að harka af sér, hann safnaði öllum sinum kröftum saman og gekk til klefa síns. Er hann opnaði dyrnar kom léttur ilmur á móti honum. Honum fannst hann þekkja þennan ilm. Hann kveikti ljósið. Dorothy Bonner sat mjög hnar- reist á rúmbrík hans. Með annarri hendi sinni hélt hún á gulllitaðum náttserk svo fast, að hnúar hennar hvítnuðu. Hún dró andann ótt og títt og barmur hennar gekk upp og niður. Hún var föl, en raunar var hún alltaf föl. Gráu augun hennar voru róleg, efandi róleg. „Lokið dyrunum,” hvíslaði hún. „og slökkvið ljósið. En fljótt.” „Larkin hallaði á eftir sér dyrunum, en það var honum allfjarri skapi að slökkva og láta þessa fögru mynd, sem birtist honum svo óvænt, hverfa umsvifa- laust. Hann lét hallast kæruleysis- lega að dyrastafnum. Háls hennar var ögrandi og hvítur þar sem hann kom upp undan glitrandi silkinu. Hinar ávölu, svífandi línur likama hennar og vara orkuðu æsandi á hann. Hún var fegurðin sjálf, íklædd holdi og blóði. Raunar hafði hann fyrir löngu veitt því athygli. Hann hafði þegar við fyrstu kynni komist að raun um, að Dorothy Bonner var sem af guðlegum höndum gerð, en sú ályktun hans var alópersónuleg, ekki neinu bundin. Nú í fyrsta skipti sá hann hana sem konu — fullkomna konu. Bylgjandi svart hár hennar var ekki lengur hugsuð fegurð til þess að horfa á, heldur var það honum ögrun að láta fingur sína leika við það. Hann fann hlýja strauma streyma um æðar sína um leið og hann lét augun liða yfir föla og slétta kinn hennar. ,,Ö, ljósið,” sagði hún. í þetta sinn var það ekki beiðni, heldur boð. Það var kvíði og brostinn hljómur í rödd hennar, svo að það var greinilegt, að rósemi hennar var ekki annað en dulargervi hugaróróa. Djúpt niðri í gráum augum hennar logaði óvissubálið. Allt í einu rann víman af Larkin, og veruleikinn stóð honum skýr og hreinn fyrir sjónum. Þessi stúlka var ekki aðeins fegurð og fyrir- myndablaðamatúr, heldur og dótt- ir manns, sem hafði fyrirfarið sér á hryllilegan hátt. Hún hafði lagt á flótta og var nú á leið yfir Kyrrahafið til lands, þar sem sníð geisaði, þar sem japansk- ar hersveitir dreifðu eymd og volæði yfir kínverska bæi og borgir. Hinn blóðugi hildarleikur virtist nú svo ótrúlega nærri. Þetta skip var japanskt og hlaðið nitrötum, sem 31.TBL. VIKAN21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.