Vikan


Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 10

Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 10
WINTER ÞRÍHJÓLIN vinsælust 09 bezt. Varahlutaþjónusta POSTIRLW LÉTTKLÆDDU STÚLKURNAR Á FORSÍÐUNNI. Lesandi Vikunnar um langt ára- bil hafði samband við okkur eftir útkomu 26. tölublaðs, en á forsíðu þess blaðs var mynd af býsna létt- klæddum stúlkum í sumarhita. Konan mótmælti birtingu slíkra mynda í heimilisblaði, og sagðist vera búin að fá nóg af myndum sem kallast mættu klámmyndir. Hún sagði, að margar kunningja- konur sínar væru á sama máli. Þá vildi hún einnig mótmæla bréfi frá stúlku sem birtist í Póstinum í sama tölublaði, en þar var á of berorðan hátt rætt um samskipti karls og konu, þegar haft er í huga að hér er um heimilisblað að ræða, sem börn jafnt sem fullorðnir hafa aðgang að. Konan fann að fleiru, en hún gerði það á kurteisan og æsingalausan hátt. Hún hrósaði blaðinu einnig, og sagði að margt gott væri þar að finna. Um þetta er ekki margt að segja, því að lesandi hefur mikið til síns máls er hann bendir okkur á, að við erum fyrst og fremst heimil- isblað, en ekki táningablað eða hasarblað af einhverju tagi. En við skulum játa hreinskilnislega, að við bárum myndina undir dóm margra og spurðum: Er þessi mynd of djörf til að vera á forsíðu Vikunnar? Það fannst engum og undruðust flestir spurninguna, þar sem þeim fannst myndin fyrst og fremst falleg, en ekki klúr. Og við getum að lokum lýst því yfir, að enginn hér á ritstjórninni hefur áhuga á að innleiða klám eöa klúryrði, en sitt sýnist hverjum í svona málum og bjóðum við lesendum blaðsins að tjá sig meir um efni blaðsins. Ó.Ó.Ó. semur meira Hæ, hæ, hæ og aftur hæ! Manstu ekki eftir mér? Hinni frægu Ó.Ó.Ó. sem sumum virðist í nöp við en aörir dá? Aldrei þessu vant ætla ég að fá þínum litla haus ærið verkefni að glíma við. Verk- efnið er: Hvað heitir og eftir hvern er tónverkið, sem spilað er í þátt- unum „Húsbændur og hjú"? Mér finnst ég mega til að hrósa þér pínulítið. Eins og þú hefur ef til vill tekið eftir í bréfunum mínum, þá hef ég pínulítinn áhuga á tónlist og les poppþættina af mikilli græðgi, og þessvegna kemst ég ekki hjá því að sjá að þið birtuð grein um John Denver. Hún var bara nokkuuð góð og þakka ég kærlega fyrir hana. Þið megið koma með aðra eins góða um ABBA. Ég samdi smá vísu, sem ég tileinka þér og ruslafötunni: Pósturinn og pappírskarfan, púla löngum saman. Skipta með sér sendibréfum, sýnist báðum gaman. Ég vona að þú sért ekki búinn að fá mjög mikla leið á mér, því þú mátt eiga von á öðru bréfi bráð- lega. Bæ, bæ, bæ og aftur bæ! Ó.Ó.Ó. Já, hæ, hæ, hæ og meira hæ! Það er alltaf gaman að fá bréf frá þér Ó. Ó. Ó. mín og ekki sakar að hafa þessi frumsömdu ijóð með! Póstinum hlýnar nú bara um hjartaræturnar að vita til þess að einhver gefur sér tíma til að setjast niður og yrkja ti/ hans. I þakk/ætis- skyni fyrir /jóðin þín, lagði Póstur- inn mikið á sig tii aö leysa gátuna miklu um lagið í ,,Húsbændur og hjú". Otkoman varö sú, að eftir þvi sem Pósturinn kemst næst heitir titillagið ,,Edwardiance" og er eftir Alexander Faris. _ Hef- urðu eitthvert gagn af þessum upplýsingum annars???? Annars komstu nú upp um þig góða mfn, þúlestsko alls ekki poppfræðiritið af mikilli græðgi, eða al/a vega ekki alltaf, þvl á síðasta ári, nánar tiltekiðí51. tölublaði, sem kom út 16. desember 1976 var einmitt grein um ABBA ípoppfræðiritinu. En Pósturinn getur glatt þig og aðra aðdáendur ABBA, því innan skamms (sennilega í næsta blaði) mun birtast hér i Vikunni grein um hana. — Svo skrifaðu nú aftur....! HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ MYRKFÆLNI? Elsku Póstur, Ég hef oft skrifað þér áður, en alltaf hefur Helga tekið við bréf- unum. 10VIKAN 31.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.