Vikan


Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 14

Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 14
UNNUR REYKJAVÍK: PÉTURSDÓTTIR, Ég byrjaði í Línunni 19. ágúst 1976. Þá var ég 132 1 /2 kg. en hef lést um 53 1/2 kg síðan. Ég var búin að stríða viö offitu í 30 ár, og var búin aö reyna mikið til að grenna mig sjálf, og einnig var ég undir læknishendi. Ég var búsett I Kaupmannahöfn og þar fór ég á megrunarnámskeið, og ég líki þvt ekki saman, hversu miklu betra það er hérna í Línunni. I Kaupmannahöfn var kúrinn algjör sveltir, hreinasta víti, en hér þarf enginn að vera svangur. Við megum borða þrjár máltíðir á dag, og það er óskað eftir að við gerum það. Við megum borða 1000 kaloríur á dag, og það er það sem líkaminn þarfnast. Mér hafði einu sinni tekist að léttast um 16 1/2 kg upp á eigin spýtur, og 12 1/2 kg í annað sinn, — en aldrei getaö haldið því. Ég var í 9 mánuði aö ná þessum 53 1 /2 kg af mér, en nú er ég búin að halda mér í sama horfi í sjö vikur. Á þessum 9 mánuðum léttist ég stöðugt, a.m.k. um kíló á viku, þó ég hafi ætlað mér að halda sömu þyngdinni. Það er bara rétt mataræði sem hjálpar, og þessi andlega uppbygging sem fólk fær hér. Þessi matur.sem við megum borðó^er allt hollur matur, kjöt, fiskur, minnst þrír ávextir á dag og egg. Þó er ekki talið æskilegt að við borðum nema 4-7 egg á viku, því of mikið af þeim getur verið hættulegt vegna blóðfitunnar. Það er ekki hægt að lýsa hvað þetta er allt önnur líkamleg heilsa og ekki síður andleg uppbygging. Ég var farin að loka mig inni og orðin geðvond. Mérfannst ég samt ekki með neina sérstaka minnimáttar- kennd þá, en nú sé ég hvað ég í rauninni var með MIKLA minni- máttarkennd. Ég reyndi að kom- ast hjá að hitta fólk eða fara innan um fólk, ef ég mögulega gat. Mér fannst ég ekki vera eins og annað fólk. í 30 ár hefi ég ekki getað fengið tilbúna flík á mig í verslunum, ég varð að sauma allt á mig sjálf. Ég gat ekki einu sinni keypt mér skó, ég var búin að ganga í karlmannakuldaskóm í 30 ár! Fæturnir voru alveg búnir, ég var með lærin í skónum í orðsins fyllstu merkingu. Ég gat ekki einu sinni rennt upp rennilásnum á þessum karlmannaskóm, bjúgur- inn var orðinn svo mikill. Ég var með röng efnaskipti, og hef sennilega alla tíð verið, því ég var búin að vera of feit alveg frá því ég var í vöggu. Ég var búin að gefa alveg upp alla von um að ég yrði nokkurn tíma öðruvísi og var viss um að ég ætti aldrei eftir að líta út Fyrír og eftir: Unnur Pétursdóttir var 132 1/2 kg þegar hún byrjaði hjá Llnunni. Nú hefur hún lést um 53 112 kg, og er orðin ný manneskja á sél og llkama. eins og manneskja. Svona var ég búin að vera í 30 ár og mér fannst þetta alveg tilgangslaust. Mér var orðið sama um allt. Það var hræðilegt að vera svona sem unglingur. Mér var alls staðar strítt, bæði í skóla og annars staðar og ég var búin að líða fyrir )etta alveg frá því ég man eftir mér. — Ég var komin með blóðtappa í fótinn og eitt sinn hélt ég að ég væri komin með sykursýki, sem reyndist svo ekki vara. Ég var búin að vera með bjúg allan þennan tíma, og eitt sinn þegar ég var á sjúkrahúsi spurði ég læknana af hverju þetta stafaði, þvi ég hafði alltaf heyrt að bjúgur stafaði út frá hjarta eða nýrum, þá fékk ég það svar að það væri allt í lagi með mig, það eina sem að mér væri, væri offita, og offita framkallaði bjúg. — Fæt- urnir neituðu orðið að bera mig, ég var nærri komin í rúmið. Auðvitað er ekki nema eðlilegt að fæturnir gefist upp eftir 30 ára stöðuvinnu, við að bera hátt á þriðja hundrað purid! Ég ætlaði mér ekki að fara í Línuna! Ég var búin að panta t(ma og átti að mæta klukkan tvö — en klukkan hálftvö hætti ég við. Mér fannst þetta alveg vonlaust, og hefði sennilega aldrei fariö, ef dóttir mín hefði ekki hringt til mín um kvöldið og spurt hvort ég hefði farið. Hún var áköf í að ég færi, og þegar ég heyrði hvað henni sárnaði að ég hefði gefist upp, þá sagði ég henni að ég skyldi bara hringja aftur og viðurkenna að ég hefði hreinlega gefist upp. Ég hringdi, talaði við Sigrúnu og sagði henni frá þessu, en þá notaði hún tækifærið, greip mig og spurði hvort ég hefði ekki tíma til að líta til þeirra og sjá hvernig þetta væri. Ef mér litist ekki á, nú þá næði þetta ekki lengra. Ég dreif mig með næsta strætisvagni, og ég man þegar ég kom fyrst hingað inn, þá stóð frammi ung stúlka, tágrönn í denimgalla, og ég gat ur að enginn sé verri en maður sjálfur...." ekki stillt mig um að spyrja hana: „Varla eruð þér hér í megrun?" — ,,Ó, jú," svaraði hún, ,,og það er svo gaman hér aö ég get ekki hugsað mér að hætta! Ég er flugfreyja og verð að halda mér á strikinu!" — Ég held að betri félagsskapur en Línan hafi aldrei verið stofnaður á íslandi, því það veit guð, að það trúir enginn hvað þessar konur, sem standa fyrir þessu, hafa gert fyrir fólk. Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa því hversu þakklát ég er. Maöur verður svo innanglaður. þegar þessi kíló hverfa. Ég vil helst líkja þessu við AA-samtökin, þó ég þekki þau ekki af eigin raun. Það er þessi samhjálp — hún gerir eitthvað, sem við ekki skiljum. Stundum stendur maður í stað, sem er eðlileg þróun, og þá hættir manni til að vilja gefast upp. En þá koma hinir og byggja mann upp, segja frá reynslu sinni. Þegar ég byrjaði hér hugsaöi ég með mér, aö fyrst aðrir gætu þetta, þá hlyti ég líka að geta það. Maður verður bara að vera jákvæður sjálfur, og þegar ég heyrði fyrst hér, hvað fólki hafði tekist að léttast á einni viku, þá hugsaði ég með mér: ,,Þú mátt nú vera meiri auminginn ef þú getur þetta ekki l(ka, og ég SKAL!" Þegar maður kemur hér í fyrsta skipti, er maður ekki stór. Kvíðinn er ofarlega, maður heldur að enginn sé verri en maður sjálfur — en þá eru það þessar hlýju móttökur, sem maður fær hér, sem hjálpa svo mikiö. Það er séð til þess að enginn sé einn, það er sest hjá fólki, boðið upp á kaffi og allir vilja hjálpa. Þetta er mikilvægur þáttur, sem við skiljum, sem erum búin að ganga í gegnum þetta. Það hefur komiðfólk hingað, sem ekki hefur fengist til að fara inn (fyrsta skipti, en þá er það fólk vigtað sér hérna frammi. Það er erfitt að hafa sig út í að koma hingaö og fá hjálp, en maður öðlast svo nýtt líf og nýja heilsu, auk þess sem maöur fær nýja innsýn í tilveruna. — Þær sem eru með Línuna eru Ifka ótrúlega mikill stuðningur fyrir fólk. Þegar maður er t.d. inni ( vigtun og hefur lést, þá samgleðj- 14VIKAN 31.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.