Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 42
furðulegustu titlar. Pegar Ann
hafði yfirgefið hann, hafði hann
reynt að losa sig við allt, sem gæti
minnst á hana. Hann hafði jafnvel
losað sig við bækur hennar. En
amám saman vandist hann þeim
fáeinu hlutum, sem eftir voru, og
tengdu líf þeirra saman. Það voru
til að mynda brúðargjafimar frá
vinum, hd voru hrwmm of
kærar, til þess að hann gæti hugsað
sér að gefa þær einhverjum og
einhverjum. Þama var málverkið
eftir Watteau, sem Peter Guillam
hafði gefið þeim og svo glerstytt-
uraar frá Dresden, en þær hafði
Steed-Asprey sent þeim.
Hann reis á fætur og gekk yfir að
homskápnum, þar sem styttumar
stóðu. Hann hafði unun af þvi að
dást að fegurð þessara manna-
mynda, sérstaklega þó litlu daður-
drósinni i hjarðmeyjarbúningnum,
hvemig hún rétti fram hendumar í
áttina að elskhuga sinum, en
skotraði um leið augunum til
einhvers annars. Hann fann til
vanmáttar gagnvart þessari við-
kvæmu fullkomnun, og var innan-
brjóets likt og þegar hann fór fyrst
að stiga í vænginn við Ann, en
undirtektir hennar höfðu vakið
mikla furðu í samkvœmislifinu.
Þessar litlu fígúmr vom ó sinn hátt
huggun fyrir hann. Ann var að
vissu leyti eins og þessar hjarð-
meyjar, það hefði verið tilgangs-
laust að fara fram á trygglyndi af
þeim. Steed-Asprey hafði keypt
þessar styttur í Dresden fyrir strið.
Þær höfðu verið mesta gersemin i
safni hans og hann hafði gefið þeim
þær. Kannski að hann hafi getið sér
þess til, að einhvem tima myndi
Smiley htifa þörf fyrir þá einföldu
lifsskoðun, sem þær endurspeglu-
uðu.
Af öllum þýskum borgum var
Dresden í mestu uppáhaldi hjá
Smiley. Byggingarlistin þar hafði
skirskotað mjög til hans, það
hvemig ægði saman byggingum frá
miðöldum og öðmm i klassiskum
atíl. Hún minnti dálitið á Oxford,
þessir tumar og spimr og spansk-
grænu hvolfþökin. Nafn hennar
þýddi ,,Borg skógarbúanna” ogþað
var þar sem Wencelas fró Bæheimi
hafði ausið gjöfum og forréttindum
yfir skáld miðaldanna. Smiley
minntist þess er hann hafði verið
þar siðast í heimsókn hjá kunningja
sinum, prófessor i mólvísindum,
sem hann hafði kynnst heima í
Englandi. Það var í þeirri ferð, sem
hann hafði séð Dieter Frey tilsýnd-
ar, þar sem hann haltraði um í
fangelsisgarðinum. Hann sá hann
enn glöggt fyrir sér, hávaxinn og
reiðilegan og höfuðið nauðrakað.
Hann virtist einhvem veginn allt of
stór fyrir þetta litla fangelsi.
Dresden hafði raunar líka verið
fæðingarbær Elsu. Hann mundi
eftir þvi er hann hafði blaðað i
gegnum skýrslu varðandi hana í
ráðuneytinu: Elsa Freimann, fædd
1917 í Dresden í Þýskalandi af
þýsku foreldri; menntuð í Dresden;
fangelsuð á árabilinu 1938—45.
Hann reyndi að sjá hana fyrir sér
með æskuheimili hennar i bak-
gmnninum og það hvemig fjöl-
skyldan hafði orðið að þola smán og
ofsóknir. „Mig dreymdi um sítt,
gullið hár og þeir krúnurökuðu
mig.” Nú gerði hann sér grein fyrir
því, hvers vegna hún litaði á sér
hárið. Hún gæti hafa orðið eins og
þessi hjarðmær, brjóstamikil og
fÖgur. En hungrið hafði brotið niður
likamsþrek hennar og fyrir bragðið
varð hún pasturslitil og ljót, og
minnti á lítinn fuglsham.
Framhald I næsta blaði.
*
FALKIN N
NÝ FRÁB/ER HUÓMPLATA!
FOIK
42VIKAN 31.TBL.