Vikan


Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 44

Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 44
Smásaga eftir Önnu Wahlgren Ást og einmana- leiki Hún var hrædd við eigin tilfinningar, hrædd við að viðurkenna þrá sína eftir honum. Fyrir hann var lífið ieikurf hamingja og ást. Hann iifði fyririíðandi stund, hún þoidi ekki óvissuna, sem sambandþeirra olli. Hann var ekki eins og hinir — hann var útlendingur frá fjallalandi, þar sem náttúran fóstrar börn sín frjálst og eðlilega. ,,Það er svo langt að bíða" skrifaði hún, ,,og ég er svo óróleg. Það er svo mörgum spurningum ósvarað, en samt vil ég í rauninni ekki vita neitt með vissu. Stund- um er óvissan betri en sannleikur- inn." Hún lagði pennann frá sér. Sólargeisli féll á skrifborðið hennar. Umhverfis hana voru þessi gamalkunnu hljóð frá ritvél- um, lyftunni, hröðu fótataki eftir gljáfægðu gólfunum og síma- hringingar. Glugginn stóð eins mikið opinn og hægt var, það var ekki hægt að opna hann til fulls, húsið var nefnilega töluvert hátt. Loftræstingin var um loftræsi- kerfi, sem yfirleitt reyndist ómögulegt. Á heitum dögum, sem þessum vordegi, voru allir að þráðna úr hita. Þegar svalt var í veðri, var aftur á móti dragsúgur, og allir skulfu eins og hríslur. ,,Mér finnst ég hafa elst um hundrað ár" skrifaði hún, ,,og því eldri sem ég verð og því meira.sem ég veit, því minna skil ég! Mér finnst svo erfitt að lifa." Örkin var hálfskrifuð. Hún hafði enn ekki skrifað ávarpsorðin. Á skrifborðinu voru pappírshaugar, sem hún var ekki búin að fara í gegnum. i þrjá tíma hafði hún ekki gert nokkurn hlut. „Ég hefi tapað gleði minni".... Hún máði orðin burt. Það var ekki honum að kenna. En nú var bréfið eyðilagt. Hún kruklaði blaðið milli handa sér. Umferðin var mikil og bílstjór- arnir ergilegir, hitinn hafði óþægi- leg áhrif í borgarsvækjunni. Hún ákvað að fara út í matartímanum og fá sér snarl. Mikið var heitt. — Ég get ekki litið á þetta eins og hvert annað ævintýri, tautaði hún. — Ég get ekki hætt að hugsa um það og látið eins og þetta sé bara leikur. Það kviknaði grænt Ijós. Hún lagði af stað, án þess að gera sér grein fyrir því, að hún talaði við sjálfa sig. Konan, sem gekk við hlið hennar yfir götuna, horfði hissa á hana. Hún fann, að hún hafði tár í augunum. Fyrir utan veitingahús- ið, þar sem hún var vön að snæða hádegisverð — og þar sem hann var — hikaði hún. Eins og skólastelpa, sem laumast til að horfa inn í heim fullorðna fólksins, stansaði hún fyrir utan stóra gluggann og starði innfyrir. í daufri birtunni fyrir innan sá hún fólkið ganga fram og aftur og þjóna fara með diskana, áhöldin og matinn til gestanna. Það var margt um manninn þarna núna. Fólkið sat og borðaði og spjallaði saman, drakk kaffið sitt og lét sér líða vel. Einn þjónninn stoppaði andar- tak og leit á hana, það var ekki hann, og augnablikið varði varla nema sekúndu. En það var nóg til þess að blóðið þaut fram í kinnarnar, hún snérist á hæli og gekk hratt burtu með lemjandi hjartslátt og þurr í kverkunum. Hún hraðaði sér eftir gangstéttinni brennheit í kinnum og með óró í sinni. Hún fór inn í litla kaffistofu skammt þarna frá og reyndi að koma niður bollu með gulum osti og mjólkurglasi. Hún drakk kaffi á eftir. Henni varð ekkert gott af því, sem hún fékk sér, og henni var illt í maganum. Hún var ekki búin með matartímann sinn, en gat ekki setið lengur. Hún hálf hljóp til skrifstofunnar, tók lyftuna upp og þaut eftir mannlausum ganginum inn á salernið. Hún fór inn og læsti á eftir sér og kveikti Ijósið, en slökkti það strax aftur. Hún stóð í myrkrinu og hallaði sér upp að köldum veggnum og hágrét. — Ég get ekki meira, stundi hún, ég get ekki meira. Hún settist á klósettlokið, hún var með dynjandi höfuðverk. Hún gróf andlitið í höndum sér, og líkaminn hristist af ekkasogunum. Þegar hún snéri aftur til vinnu sinnar, var hún ennþá rauðeygð, en andlitið nýþvegið og snyrt. Skipulega og ósjálfrátt byrjaði hún á pappírshaugnum. Hún var allt í einu undarlega köld og tilfinninga- laus. Það var engu líkara en hönd sjálfsaga og skynsemi heföi náð á henni tökum. Hún svaraði í símann eins og sjálfvirkur símsvari og tók við fyrirmælum eins og tölva. Dagurinn leið og var brátt að kvöldi kominn. Hún hafði annaö öllu, sem fyrir lá, jafnvel þó að nokkur bréf hefðu bæst við seinni partinn. Hún lagaði til á skrifborðinu, lagöi hlífina yfir ritvélina, safnaði pappírunum saman og raðaði blýöntunum í snyrtilega röð. Hún gekk heim eftir þröngri gangstétt- inni, það var heldur svalara núna en fyrripartinn. Hún verslaði ekkert. Hún var ekki svöng. Heima átti hún til kaffi og smávegis af brauði og ými til morgunverðar næsta dag. Hún keypti sér ekki einu sinni vindlinga né síðdegisblaöið. Heima beið einmanaleiki og þögn. Það var hálfdimmt í litla herberginu. Hún hafði dregið tjöldin fyrir, áður en hún fór um morguninn, bæði til að hlífa húsgögnunum og blómunum fyrir sólarljósinu og til að það yrði svalara, þegar hún kæmi heim. Herbergið snéri út að götunni. Rúmið í svefnkróknum var snyrti- lega uppbúið. Á símaborðinu í litlu forstofunni lá morgunblaðið, sem hún hafði ekki haft tíma til að líta í um morguninn. Inni í baðherberg- inu var allt í fullkomnu lagi, hún hataði sóðaleg baðherbergi. Hún opnaði og lokaði inn á baðið og leit svo fram í eldhúsið, það var eins og hún væri í eftirlitsferð í sinni eigin íbúð. Svo settist hún í einn hvíta stólinn með rósóttu sessunum og sat hreyfingarlaus. Það var farið að skyggja. Hann kom ekki. Hann hringdi ekki. Ekkert fótatak í stiganum — algjör þögn. Hún horfði á rúmið, þar sem þau höfðu legið. Þarna, í rúminu hennar í litla svefnkrókn- um, þar sem ekki var einu sinni rúm fyrir náttborð, hafði hann legið með bakið í vegginn og snúið að henni, stórar hendur hans höfðu haldið um hana, og augu hans höfðu Ijómað í daufu skini lampans. Augun höfðu speglað blíðu og stríðni, undir- gefni og vald í sömu andrá. Hún hafði notið þess að gæla við sterklega likama hans og hendur hennar höfðu strokið líkama hans fram og aftur. Hún hrökk við, hún hreyfði höndina ósjálfrátt út í loftið. Hún stansaði strax, og höndin féll máttlaus í kjöltu hennar. En minningarnar létu hana ekki í friði. í huga hennar var bæði gleði og sársauki, bros og grátur. — Ástin er ekki fögur, sagöi hún út í tómiö, það er ekkert falleg við hana, það er bara ímyndun. Hún stóð snöggt á fætur, en gleymdi ekki að laga stólinn. Svo fór hún fram í eldhúsiö, sem eiginlega var bara stór skápur. Hún ætlaði að fá sér kaffitár. En frammi í eldhúsinu sá hún hann líka fyrir sér. Hún stóð kyrr og hallaði sér upp að dyrastafnum. Hann var alltaf nakinn. ,,Hvað á maður að gera við föt, ef manni er ekki kalt? Hann var vanur að skera sér þykkar brauðsneiðar, og leggja þykka ostsneið á, og svo drakk hann mjólk beint úr umbúðunum, ,,eitt glas er hvort sem er ekki nóg." Hann vildi ekki heyra á það minnst að setjast við morgun- veröarborð, fallega útbúið, eins 44VIKAN 31. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.