Vikan


Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 47

Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 47
með að þorna upp, þú getur ekki notið hamingjunnar. Þú getur ekki verið glöð og blíð, þú getur ekki elskað lífið og ástina, þú ert utanveltu við allt, sem raunveru- lega lifir. ,,Ég hef tapað gleðinni," voru orðin, sem hún þurrkaði út. Allt f einu skildi hún, hvers vegna hún hafði gert það. Þarna var lygin: Að hann hefði rænt hana gleðinni. Hún hafði ekki verið hamingju- söm, hann hafði gefið henni ham- ingjuna. Ætlaði hún nú að ræna hann lífsgleöinni og breyta honum í þá mynd, sem hún hafði af manni velferðarþjóðfélagsins? Breyta honum í hversdagslegan mann, sem gat rökrætt um viðburði líðandi stundar af spek- ingslegu yfirlæti, komið fram eins og heldri maður, sem kunni skil á öllum hlutum. Vildi hún þetta? Allt í einu hringdi síminn. Hún hrökk við og var rugluð í ríminu, þar var varla, að hún áttaði sig á hljóðinu í símanum. Hún var búin aö bíða svo lengi eftir þessu hljóöi. Hún tók upp tólið. - Já. — Það verður aö opna fyrir mér, það er læst niðr. — Nú — bíddu — — Komdu, það er læst. Hún leit á sig í speglinum. Blússan var fráhneppt, og hún sá, hve hálsinn var áberandi grannur, höfuðið vó salt, og henni fannst augun stór og óeðlilega angistar- leg. Hún hafði ekki þvegið sér síðan hún kom heim, ekki greitt sér eða snyrt á nokkurn hátt. Hún fann til lamandi þreytu um allan líkamann. — Þú ert ekki glöö, sagði hann. Hann horfði á hana athugull. — Nei. — Hvað hefur komið fyrir? — Ekkert. — Ekkert hefur komið fyrir, en samt ertu ekki glöð? — Nei. — Viltu, að ég fari? — Nei. — Hvað er þá að? — Ekkert. — Þá átt þú að vera glöð. — Þú getur ekki skilið þetta.... — Nei, ég skil þig ekki. Hann var alvarlegur. En eins og alltaf var hann fljótur að snúa við blaðinu, hann brosti breitt. — Norskar konur, sagði hann — þær eru svo torskildar. Hún reyndi að brosa, þrátt fyrir þreytuna og leiöann, henni fannst allt ómögulegt. Og hún hugsaöi með sér: Þetta var einföld lausn, ef maður gæti nú látiö sér þetta nægja, þegar maður er óánægöur með tilveruna. Gæti bara afgrertt allt með orðunum: Norskar konur eru torskildar. — Þú elskar mig að minnsta kosti, sagöi hann síðar, eins og ánægður malandi köttur. Hann átti ekki von á svari. Stór og sterklegur líkami hans lá viö hlið hennar, og hann sofnaði strax. í daufu skini lampans virti hún friðsælt andlit hans fyrir sér. Það bar vott um hamingju og velllíðan. Ht ítalski smábíllinn Autobianchi er rúmgóður smábíll, árangur ítalskrar hugkvæmni og smekkvísi í bílaiðnaði. Autobíanchi er nýr bíll á íslandi þótt að hann haffi um árabil verið seldur víða i Evrópu. Hann er ódýr i innkaupi og heffur lítinn rekstrarkostnað. Autobianchi er líka öruggur bíll með framhjóladrifi, sem í öllum Bíla-fagblöðum er álitið að gefi mestan stöðugleika og öryggi í akstri. Autobianchi er bíll sem býður upp á lipurð og hraða í akstri, jafnframt því að vera sparneytinn á bensín. BDÖRNSSON i_£o SKEIFAN 11 REYKJAVÍK SlMI 81530 AUTOBIANCHI Lipur og harðger.. 31.TBL. VIKAN47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.