Vikan


Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 18

Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 18
Smásaga eftir Lesley Wilson Gerðu það, segðu mér Stutt saga, tileinkuð eiginkonum, sem finnst þær teknar sem sjálfsagður hlutur. Eins og við var að búast, var það Diana Ransome, sem sagði henni frá þessu, meðan þœr biðu eftir bömunum sinum fyrir utan skól- ann. Beth líkaði ekki sérstaklega vel við Diönu, en þorpið var litið, og hún og Alex reyndu að vera vingjamleg við nágrannana. Bethvarað segja: „Heldurðu, að þið Harry séuð nokkuð upptekin eitthvert kvöldið i nœstu viku? Systir hans Alex var að koma í sumarfrí frá Canada, og ég ætla að bjóða nokkmm vinum okkar yfir til að hitta hana....” þegar Diana tók andköf og þreif í handlegg hennar. „Svo það var hún! Ég er búin að hugsa mikið um, hver...” hrópaði hún, og yfirlék auðvitað eins og vanalega. Beth deplaði augunum. ,,Hver var hvað?” spurði hún. ,,Nú, þessi stórkostlega mann- eskja, sem var að borða með Alex í dag á Peronelle hótelinu. Ég var þar með nokkmm vinkonum mínum. Alex sá mig ekki, og ég ætlaði ekki að minnast á þetta vegna þess að — ja, þú skilur, þau hlógu mikið saman... þú veist.” Það tísti aðeins í henni. ,,Já, þama sérðu, maður 'veit aldrei! En... systir hans. Hún er sérstaklega falleg, finnst þér það ekki? ,,Jú,” sagði Beth ákveðið. Ogþar sem björt, hörð augu Diönu horfðu illgirnislega á hana, lét hún kyrrt liggja, að Trina systir Alex hefði farið beint til Skotlands að heim- sækja foreldra sína og að þau myndu ekki sjá hana fyrr en í næstu viku. Hún brosti bara, og sér til mikils léttis heyrði hún læti, sem gáfu til kynna, að skólinn væri búinn hjá krökkunum í dag. Þau komu hlaupandi út á skóla- lóðina. Tvö börn Diönu þustu fram hjá mömmu sinni og fóm inn í Minibílinn hennar, og Patsy, litla dóttir Beth.hljóp til mömmu sinnar og tók í hönd hennar. Þegar Diana lagði af stað, fékk Beth málið aftur. ,,Ég hringi í þig.” Diana veifaði út um bílgluggann. ,,Gott elskan.” „Eigum við að ganga heim?” spurði Patsy litla mömmu sína. „Já, pabbi þinn þurfti að fá bílinn í dag.” Alex hafði þurft að fá bílinn í dag. Alex hafði verið úti að borða með fallegri konu á Peronelle hótelinu. Alex — hrópaði eitthvað innra með henni, og hún missteig sig. „Mamma......mamma. Ég er búin að tala við þig heillengi, og þú heyrir ekkert.” Litla andlit Patsyar horfði á hana. Beth neyddi sig til að brosa, neyddi fætur sinar til að fara af stað aftur eftir malarstígnum, sem lá heim til þeirra. „Fyrirgefðu elskan. hvað varstu að segja?” Einhvernveginn tókst henni að taka til teið, tókst að gleyma Diönu og áköfu, illgjömu augunum henn- ar. En síðar, þegar Patsy var farin út að leika sér, stóð Beth sjálfa sig að því að standa inni í eldhúsinu, heltekin ótta. Alex... nei, ekki Alex. Það var ömgglega einhver full- komlega eðlileg skýring til á þessu. Hann hafði hitt gamla vinkonu fjölskyldunnar, forstjórinn hans hafði veikst, og hann hafði þurft að hafa ofan af fyrir viðskiptavini. En hvomg þessara útskýringa gerði gagn, eða leysti hnúta af- brýðiseminnar, sem vom famir að myndast við hjarta hennar. Hún reyndi að jafna sig. Hún elskaði Alex, var það ekki? Og hafði aldrei haft ástæðu til að vantreysta honum? Hann mundi segja henni þetta allt í kvöld. En það gerði hann ekki. Hann leit þreytulega út, honum var heitt, og Patsy fór í taugarnar á honum. Þegar Beth spurði hann, hvort dagurinn hefði verið góður hjá honum, urraði hann bara. Hún beið eftir, að hann segði: „Gettu hvem ég hitti í dag?” en þó hún biði fram yfir kvöldmat, gerðist ekkert, hann borðaði án þess að tala við hana og rétt nartaði í matinn. „Ertu ekki svangur?” „Ekki mjög.” ,, Kannski.... kannski hefurðu borðað of mikið i hádegismat?” spurði hún. Alex svaraði: „Nei, bara þetta venjulega.” Svo stóð hann upp. „Ég er að hugsa um að horfa ekki á sjónvarpið í kvöld, Beth. Ég þarf að fó mér ferskt loft. Ég ætla að vinna í garðinum til tilbreytingar.” Það var Ieikrit i sjónvarpinu um fráskilda konu, svo Beth slökkti á því og fór að strauja i staðinn. Orð Diönu hljómuðu ennþá í huga hennar. „Sérstaklega falleg” og „hlógu mikið saman.” Hvers vegna sagði Alex ekkert? Og hvers vegna hafði hann farið á bilnum? Til þess að keyra HANA heim? Hafði hann farið óvanalega oft á bílnum upp á síðkastið? Og hafði hann breyst? Minna... minna ástúðlegur? Beth sló straujáminu niður, hataði sjálfa sig fyrir hugsanimar. Hún mundi spyrja hann. Hún mundieinfaldlegasegja: „Já, Alex, ég hitti Diönu í dag og.„.” Síðar byrjaði hún: „Já, ég hitti Diönu í dag.„.” en hún gat ekki fengið af sér að ljúka því, sem hún ætlaði að segja, svo í staðin'n sagði hún: ...og bað hana og Harry að koma yfir, þegar Trina kemur.” Alex leit mæðulega á hana: „Hvers vegna Diönu? Ékki hélt ég, að þér líkaði við hana.” „En þau em nágrannar okkar. Og Trinu mun þykja hún..„” „Trina mun fó óbeit á henni. Diana er gangandi slúðurberi með slæmt hugarfar.” Hann lét skrjáfa i dagblaðinu sínu og lét sig hverfa á bak við það, og Beth starði sorg- bitin á þann hluta vinstra eyra hans, sem hún gat séð. SEGÐU MÉR, bað hugur hennar, GERÐU ÞAÐ, SEGÐU MÉR. Hún gaf honum hvert tækifæri sem gafst næstu þrjá dagana. Hún talaði stanslaust um gamla vini þeirra, fyrrverandi kærasta sína, löngu gleymda ættingja og hádegis- verði. Það var allt saman tilgangs- laust. Hún missti matarlystina og skammaði Patsy, og ljómi hennar minnkaði, þar til jafnvel Alex tók eftir því. „Er eitthvað að, Beth?” „Að?” Hún skellti taugaveiklun- arlega upp úr. „Hversvegna... nei. Ég á við... ætti eitthvað að vera að?” Hann leit á hana, ruglaður. „Ég veit það ekki. Ég er að spyrja þig.” „Undanfarna daga hefurðu verið eitthvað svo... skrýtin, einhvem- veginn. Eins og það væri eitthvað að. „Hann horfði vandlega á hana. „þú ert þó ekki veik?” „Nei, nei, auðvitað ekki. Aldrei liðið betur.” Nema, hugsaði hún sorgbitin með sér, að ég er svo óhamingjusöm, að ég gæti dáið. Á fjórða degi klæddi hún sig eins vel og hún gat, fór með lest niður í miðborgina og fór á Peronelle hótelið. Alex sat einn við borðið, sem hann var vanur að sitja við. Hann starði, þegar hann sá hana, og stóð svo hægt að fætur. „Beth! Hvað í ósköpunum ertu að gera hérna?” Hún brosti glaðlega. „Ég kom til að borða með þér hádegisverð. Ég hélt það kæmi þér skemmtilega á óvart.” Alex hleypti brúnum. „En hvers vegna? Þú sagðir mér ekki, að þú ætlaðir i bæinn í dag.” „Mér datt þetta bara allt í einu í hug.” Hún fölnaði. Hún gerði aldrei neitt, sem henni datt allt í einu í hug, og hann vissi það. „Þú virðist ekki vera sérstaklega ónægður.” „Jú, auðvitað er ég það, en..„” „0 ...halló!” Röddin, sem heyrð- ist fyrir aftan Beth, var hós, lág, æsandi rödd. Beth sneri sér við. Unga konan var ljós yfirlitum, eins og Beth, og — einnig eins og Beth, — með djúpblá augu. En þar, hugsaði Beth með sér, enda líka samlíkingarnar. Ókunnuga konan var falleg. Við hlið hennar stóð karlmaður, eins ömggur í fram- komu og hún var sjálf. Alex hafði borðað á hóteli með fallegri, ungri konu. — Alex hafði farið á bílnum í vinnuna... Hafði hann breyst eitthvað undanfarið? Var hann ekki eins ástúðlegur? 18VIKAN 31.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.