Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 39
Af tilviljun tekur haun símann. Kl.
er 8.30 og það er miðstöð að vekja
Fennan. Á því leikur enginn vafi, að
Fennan hafði beðið um að láta vekja
sig og að hann hefur hringt i
miðstöð kl. 7.55 kvöldið áður. En
hvers vegna?
„Seinna þennan sama morgun
kemur Smiley til Elsu Fennan og
spyr hana um þessa simhringingu
kl. 8.30, sem hún vissi (eftir því sem
hún sagði sjálf) að myndi „valda
mér heilabrotum” (lýsing Mundts á
hœfni minni hafði sjálfsagt haft sín
ahrif). Eftir að hafa sagt Smiley
einhverja fáránlega sögu hvað
snerti minnisleysi hennar varð hún
felmtri slegin og hringdi i Mundt.”
„Mundt, sem hafði sennilega
útvegað sér ljósmynd eða góða
lýsingu frá Dieter, ákvað að ryðja
Smiley úr vegi (að undirlagi
Dieters?). Seinna þennan sama dag
tókst honum það næstum þvi.
(Athuga: Mundt skilaði ekki Scarr
bilnum fyrr en um kvöldið þann
fjórða. Þetta sannar þó engan
veginn, að Mundt hafi ekki ætlað að
komast úr landi fyrr um daginn. Ef
hann hefur upphaflega ætlað að
fljúga um morguninn, þá hefði hann
vel getað komið með bilinn fyrr til
Scarrs, en síðan tekið áætlunarbil
út á flugvöll.)
„Það virðist mjög sennilegt, að
Mundt hafi breytt áætlun sinni eftir
að Elsa hringdi í hann. Það er þó
engan veginn öruggt, að hann hafi
breytt henni vegna hringingarinn-
ar.” Skyldi Elsa raunverulega hafa
komið Mundt í svo mikið uppnám,
að hann ákvað að drepa Adam
Scarr?
Suninn frammi í forstofu hringdi
nú.
„George, þetta er Peter. Það er
víst ekkert upp úr heimilisfanginu
né símanúmerinu að hafa.”
„Hvað áttu við?”
„Síminn er á sama stað og
heimilisfangið, en það er ibúð með
húsgögnum í Highgate.”
„Nújá?”
„Það var flugmaður frá Luft-
europa, sem tók hana á ieigu. Hann
greiddi tveggja mánaða leigu þann
5. janúar, en hefur ekki látið sjá sig
síðan.”
„Fjandinn hirði það.”
„Konan, sem reaður þar húsum,
man vel eftir Mundt, segir að hann
sé vinur flugmannains. Hún lýsti
honum sem elskulegum, kurteisum
manni og segir að hann hafi verið
mjög örlátur. Hann mun víst oft
hafa gist þar.”
„Guð minn góður.”
„Ég kannaði herbergið nánast
með stækkunargleri. í einu hominu
stóð borð. Skúffumar vom allar
tómar utan ein, en í henni voru
fatageymslumiðar. Hvaðan skyldu
þeir vera komnir.... Jæja, ef þig
langar til að lyfta þér upp, komdu
þá hingað á Hringtorgið. Hér er allt
að verða vitlaust. Og á meðan ég
man.”
„Já?”
„Eg kom við i ihúð Dieters.
Hann fór 4. janúar, «n haföi ekki
fyrir þvi að tilkynna rt\jólkursendl-
inum það.”
„En hvað um póetinn?”
„Hann fékk aldrei neinn póst,
nema þá einhverja reikninga. Eg
svipaðist líka um i litla hreiðrinu
hans Mundts, en það em tvö
herbergi fyrir ofan þar sem Stál-
iðjusambandið hafði aðsetur sitt.
Þar var búið að fjarlægja húsgögn-
in.”
„Ég skil.”
„Eitt, sem mér finnst dálítið
furðulegt, þarf ég þó að segja þér
George. Þú manst að ég hélt, að ég
gæti fengið að skoða persónulega
31.TBL. V1KAN39