Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 12
Síðasta hálmstráið
EINAR ÞÓR EINARSSON,
KÓPAVOGI:
Ég kom fyrst í Línuna 21. mars
s.l., og hef lést um 23 kíló síðan.
Offitan hefur alla tíð verið
vandamál hjá mér, aðallega þó frá
13-14 ára aldri, og háði mér mikið
á unga aldri. Ég hef ekki orðið var
við neina „pressu" í sambandi við
þessa megrun. Ég las fyrst um
Línuna í Dagblaðinu, hringdi og
mætti strax og hef síðan farið
vikulega á fundi. Fyrstu tveir
dagarnir voru erfiðastir, en nú er
þetta ekkert vandamál. Þegar
matarlöngunin segir til sín, fæ ég
Einar Þór Einarsson: ,,Fyrstu tveir
dagarnir voru erfiðastir".
Guðbjörg Theodórsdóttur fannst gott að fá sér aukabita, fór f ...ogernú farin að stafa þar! Hér s//7;
Línuna.... fyrst í Línuna, þá 132 1/2 kg.
Margir eiga við offitu að stríða og hafa af hennar völdum
oft liðið sálarkvalir. Þess eru mörg dæmi, að fólk hafi
hreinlega lokað sig inni vegna offitu og forðast að hitta fólk.
Þetta fólk á allt við sama vandamálið að stríða, en
ástæðurnar eru mismunandi. Sumir hafa einfaldlega ekki
getað haldið í við sig, aðrir eiga viö efnaskiptasjúkdóma að
stríða og margar konur hafa byrjað að fitna vegna
barneigna. Þetta fólk hefur reynt margskonar aðferðir til að
grenna sig, en í flestum tilfellum hefur verið um
skammvinnan sigur að ræða — en þá kom LÍNAN.
LÍNAN hóf starfsemi sína 1. júlí 1976 og frá þeim tíma
hafa félagsmenn hennar á Stór-Reykjavíkursvæðinu losað
sig við 12 tonn og 240 kíló. Stofnandi Línunnar er Helga
Jónsdóttir Hutchinson, en ásamt henni reka Línuna þær
Sigrún Aradóttir og Margrét Jónsdóttir.
Helga og Sigrún hafa báðar átt við offituvandamál að
stríða. Þegar Helga kom heim eftir búsetu erlendis, fór
Sigrún þess á leit við hana, að hún hjálpaði sér að ná af sér
aukakílóunum. Helgu fannst þetta til vinnandi, hafði kynnst
klúbbum erlendis, sem reknir eru með svipuðu sniði og
Línan er nú, og þær ákváðu að reyna. — Starfsemin hófst
heima hjá Helgu, þarsem nokkrar konur, sem áttu við sama
vandamál að glíma, hittust, og gaf þetta svo góða raun, að
ákveðið var að hjálpa öðrum, og LÍNAN var stofnuð.
Línan er nú orðinn umfangsmikill félagsskapur, auk
deildarinnar í Reykjavík hefur hún útibú á 27 stöðum á
landinu. Á skrá í Reykjavík eru um 1.600 félagar, en að
staðaldri mæta vikulega um 500 félagar. Svo mikil vinna
liggur að baki þessu, að Helga sjálf má ekki vera að því að
sinna vigtunum lengur, nema á fimmtudögum, vinnur þess í
stað við skýrslugerðir. Auk þess þarf að búa til sérstaka
matarkúra fyrir þá, sem á þeim þurfa að halda. Konurnar,
sem stjórna Línunni á hinum ýmsu stöðum á landinu, leggja,
einnig gífurlega vinnu í þetta, og senda skýrslur til
Reykjavíkur, þar sem Helga fylgist nákvæmlega með öllum
félagsmönnum. .
Aðferðir Línunnar byggjast aðallega upp á réttu mataræði
og jákvæðum hugsunarhætti. Félagsmenn hittast vikulega,
12VIKAN 31.TBL.