Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 5
einna best á „stóru stöðunum"
eins og á Akureyri og í Vest-
mannaeyjum. — Undirbúningur
fyrir svona hljómleikaferðalag og
konserta tekur um einn mánuð, en
þeir segja vinnuna vel þess virði,
peningar skipta þá ekki máli, það
er aðalatriðið að geta glatt fólkið.
Þeir hafa áhuga á að fara í aðra
slíka ferð einhverntíma. Þeir hafa í
huga að senda frá sér aðra
hljómplötu, — gátu ekki gefið upp
nákvæma tímasetningu, — en
hún kemur! Svo ætla þeir að fara
úr landi, halda konsert í Winnipeg
íKanada 10. septembern.k. — Þeir
hrósuðu aðstoðarmönnum sínum
mikið og sögðu að það munaði
miklu að ná saman svona góðum
mönnum, sem eru samhentir.
Góðir menn ög gott samkomulag
er aðalatriðið.
Ólafi finnst skemmtilegra að
skemmta núna en fyrr — sagðist
vera hressari — og það eru orð að
sönnu, því hann var með ein-'
dæmum hress á sviðinu þetta
kvqld! Markmiðið með hljómleika-
ferðalaginu og konsertunum var
að hitta fólk eins og nafnið
bendir til — því eftir því sem
Ágúst sagði, var þeim farið að
ieiðast og tími til kominn að fara
að hitta fólk.
Það var auðheyrt á samkomu-
gestum hússins þetta kvöld, að
Ríó á enn vinsældum að fagna
Óneitanlega eru þeirllka fallegir aftan frá séð.
sem fyrr. Stemmningin í salnum
var sérstaklega góð, mikið hlegið
— og stundum einum of mikið
klappað, því fólkið var svo yfir sig
hrifið að það klappaði undir í svo
til öllum lögum (nema einu sönnu
nóttinni hans Helgal). Brandarar
og blammeringar flugu milli félag-
anna, og oft náðu áheyrendur ekki
að draga andann milli hlátursgus-
anna. — Svo var komið að hléinu.
Ríó fór aftur niður í kjallara, —
og við eltum. Þá var mikið fjör,
svo mikið, að Ágúst lagði til að
það yrði bara kallað á gestina, og
hljómleikunum haldið áfram niðri!
Þeir hafa greinilega gott af að
koma fram piltarnir, því nú voru
engin þreytumerki sjáanleg og þeir
voru mun hressari en fyrir hljóm-
leikana. Terry tók Limbó dans af
mikilli innlifun, og Ríó-Tríó lék
undir, Helgi meira að segja með
bassann. Gamla, góða tríóið!
Þessuhléilaukeinsog öllum öðrum
hléum, og seinni hluti hljómleik-
anna hófst. Þá var hlegið enn
meira. Þeir eru nú óneitanlega
sætir með skegg, í siðum kjólum....
Hver skyldi semja allt þetta sem
kemur út úr þeim??? — Það skiptir
kannski ekki máli — aðalatriðið er
að Ríó eru góðir, stórkostlega
góðir, og við eigum vonandi eftir
að sjá og heyra meira í þeim í
framtíðinni. akm
Skyldi persónuleiki þeirra félaga
komast best til ski/a á þessari
mynd??!!
Hvort skyldi það vera söngurinn
eða útlit Rió-félaganna, sem vekur
s/íka hrifningu hjá stúlkunum?