Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 41
l*i
PRJÓNASTOFAN IMILOM
hringdi síðan í Walliston 2944.
Síminn hringdi og tólið var tekið
upp, en síðan heyrði hann rödd Elsu
Fennan.
„Halló...Halló...Halló?”
Hann lagði tólið varlega á. Hún
var á lifi.
En hvers vegna í ósköpunum fór
Mundt heim einmitt núna, fimm
vikum eftir að hafa my rt Fennan og
þremur vikum eftir að hann myrti
Scarr. Og hvers vegna hafði hann
rutt Scarr ’ úr vegi, en látið Elsu
Fennan sléppa, þessa taugaóstyrku
og bitru konu, sem var vís til þess á
hverri stundu að fórna sinu eigin
öryggi og leysa fró skjóðunni? Það
var ómögulegt að sjá fyrir endann á
því, hvaða óhrif þessi hryllilega
nótt hafði haft á hana. Hvernig gat
Dieter treyst konu, sem var svona
lauslega tengd honum? Ekki hafði
hún lengur hins góða ólits eigin-
manns síns að gæta. Gæti ekki
hugsast, að hún myndi á veikleika-
auganabliki segja allan sannleik-
ann? Vitaskuld varð að líða dálítill
tími á milli morðsins á Fennan og
morðsins ó konu hans, en hvaða
atburður, upplýsingar eða hætta,
hafði orðið til þess að Mundt ákvað
að snúa heim aftur? Miskunnarlaus
og vandlega undirbúin áætlun um
að leyna sviksemi Fennans hafði nú
greinilega verið lögð til hliðar.
Hvað gæti hafa gerst í gær, sem
Mundt hafði frétt af? Eða var það,
að hann skyldi einmitt fara þetta
kvöld einungis tilviljun? Smiley
neitaði að trúa því, að svo væri. Ef
Mundt hafði verið í Englandi eftir
morðin tvö og árásina á Smiley, þá
var það áreiðanlega gegn hans eigin
vilja og hann einungis að bíða eftir
því að geta losnað úr klipunni.
Hann kærði sig áreiðanlega ekki um
að dvelja hér mínútu lengur en
nauðsynlegt var. En hvað hafði
hann aðhafst eftir að Scarr hafði
verið myrtur? Jú, hann hafði falið
sig í einhverju ömurlegu herbergi,
þangað sem fréttir hlutu að berast
strjált. En hvers vegna flaug hann
heim svona skyndilega?
Og hvers konar njósnari var
Fennan eiginlega fyrst hann kaus
að mata húsbændur sína á einskis-
nýtum uþþlýsingum, þegar hann
hafði aðgang að heilli námu mikil-
vægra staðretnda. Og hvers vegna
sagði hann ekki konu sinni frá
þessu, en glæpur hans
hafði einmitt verið stöðug mar-
tröð fyrir hana og fróhvarf hans
hefði verið henni mikið gleðiefni?
Það virtist ljóst núna að Fennan
hafði aldrei verið sólginn í mikilvæg
leyniskjöl og það sem hann hafði
tekið heim með sér hafði verið valið
af hálfgerðu handahófi. Þessi hálf-
velgja gæti vissulega verið skýring
á því, hvers vegna Dieter hélt að
Fennan hefði svikið hann. En hver
Hann stóð þarna á tröppunum og
lét frá sér ferðatöskuna, en seildist
siðan eftir útidyralyklinum. Þegar
hann opnaði dyrnar kom honum í
hug hvernig Mundt hafði staðið
þarna og horft á hann þessum
fölbláu, undirförulu augum sínum.
Það var erfitt að hugsa sér Mundt
sem lærisvein Dieters. Mundt hafði
starfað af ósveigjanleika hins
þjálfaða atvinnumanns, fær ó-
kveðinn en takmarkaður. Tækni
hans hafði verið ófrumleg og hann
var í einu og öllu einungis skuggi
meistara síns. Það var engu likara
en að hinum margslungnu og
bráðsnjöllu hugmyndum Dieters
hefði verið komið fyrir í litlum
bæklingi, sem Mundt hafði síðan
lært utan að og einungis kryddað
með sínum eigin ruddaskap.
Af ráðnum hug hafði Smiley ekki
látið vúta um dvalarstað sinn og á
mottunni lá heill haugur af bréfum.
Hann týndi þau saman og setti þau
á borðið í forstofunni, en fór síðan
að svipast um í íbúðinni. Hann var
ráðvilltur og utan við sig. Húsið
virtist honum framandi og það var
bæði kalt þarna og óvistlegt. Er
hann gekk hægt úr einu herberhgi í
annað rann það upp fyrir honum,
hversu líf hans var i raun og veru
snautt og marklaust.
Hann leitaði að eldspýtum til
þess að kveikja upp í arninum, en
fannengar. Hann settist í hæginda-
stól inni í dagstofu og renndi
augunum yfir kilina á bókum
sínum. Þama blöstu við honum
var það, sem skrifaði nafnlausa
bréfið?
Það var erfitt að fá nokkum botn
í þetta. Fennan, þessi frábærlega
hæfi og viðkunnanlegi maður, sem
hafði farist sviksemin svo vel úr
hendi. Smiley hafði raunverulega
kunnað mjög vel við hann. En af
hverju hafði þessi samviskulausi
svikari, verið svo mikill auli að
skrifa nafn Dieters í vasabók sína
og sýnt slíkt dómgreindarleysi í vali
sínu á upplýsingum?
Smiley fór upp á loft og pakkaði
niður því litla af dóti sínu, sem
Mendel hafði sótt í Bywater Street.
Þessu var öllu lokið.
14. kafli.
GLERSTYTTURNAR FRÁ
DRESDEN.
31.TBL. VIKAN41