Vikan


Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 15

Vikan - 04.08.1977, Blaðsíða 15
ast þær manni svo, aö það mætti halda að það vaaru þær.sem væru aö missa þessi kíló. Það er svo mikill stuðningur,þegar einhver tekur þátt í þessu. Mér finnst það vera skylda mín að gera eitthvaö fyrir þær (staðinn, eins og t.d. að fara f svona viðtal, því þær eiga þaö svo sannarlega skilið. Oft eru það þeir aðilar sem mest þurfa á þvf að halda að koma hingað, sem ekki þora. Ég skil það mæta vel, þvf ég var svona sjálf. — Ég á ekki nógu sterk orö til aö þakka Línunni hvernig ég Ift út f dag, ég er orðin ný manneskja, bæði á sól og líkama. ARNDÍS MAGNÚSDÓTTIR, MOSFELLSSVEIT:_____________ Ég byrjaði í Lfnunni 8. júlí 1976. Þá var ég 121 kíló en hef lést um 40 1/2 kíló sfðan. Offitan hefur alltaf verið svolftið vandamál hjá mér, en þó varð það fyrst alvarlegt þegar ég fór að eignast börn. Ég bætti á mig 30 kílóum á þremur árum, og var búin að reyna mikið sjálf til að grenna mig. Það var erfitt að standa í því einn, ég fór I leikfimi, reif af mér kíló og kíló, en svo fór þetta allt í sama fariö. Skapið var orðið slæmt, ég var hætt að fara út, hætt að fara á dansleiki, ég vildi helst ekki fara í bfó, og ég forðaðist að fara f heimsóknir. Margir álíta að feit- lagið fólk sé alltaf skapgott, en það er bara brynja. Þaö er hræðileg tilfinning að vera svona. Ég var búin aö lesa f erlendum blöðum um klúbba, sem starf- ræktir eru erlendis, og beið bara eftir að einhver yrði svo framtaks- samur aö setja einn slíkan á stofn hérlendis. Ég hefði nú kannski átt að fara út f það sjálfl Viö hérna í Línunni köllum þetta eittþúsund- astaogFYRSTA megrunarkúrinn, við vorum búin að reyna svo mikiö sjálf. — Svo las ég grein í Dagblaöinu um aö þaö ætti aö fara aö opna svona klúbb hér og hvernig starfseminni yrði háttað, svo ég hringdi. Þegar ég tók ákvörðun um að fara, hugsaði ég með mér að þetta væri síðasta hálmstráið, ef ég grenntist ekki f þessu, þá væri ég vonlaus. Ég var ekkert taugaóstyrk þegar ég kom hingað í fyrsta sinn. Ég kom ein, mér fannst þetta vera mitt einkamál, þetta var mfn fita og það kom engum hún viö! Þaö mátti enginn skipta sér af mér. Arndfs Magnúsdóttír úr Mosfens- sveit: ,,Ég var hætt að fara út og forðaðist að hitta fóik." Ég fæ stundum mikla matar- löngun, langar í smurt brauð eöa eitthvað, sem ég má alls ekki borða. Þá fæ ég mér stundum ávöxt, en oft fer ég bara út að ganga eða fer að gera eitthvað sem dreifir huganum. Ég notaði föt númer 54, svo það var ógerlegt að fá tilbúinn klæðnað í verslun- um. Ég átti minn einkennisbúning — Hagkaupsbuxur, rúllukragabol og heimasaumaö vestil — Ég var svo heppin, að á heimili mínu borðast nýr fiskur best af öllu, og því er ég með hann fimm daga vikunnar. Annars matreiöi ég fyrir sjálfa mig, t.d. kjúkiing þegar ég er með eitthvaö steikt og brasað fyrir heimilisfólkið. Það er heldur að þau langi f kjúklinginn minn heldur en að mig langi í þeirra mat! Það hefur komið fyrir að ég hef fengiö mér bita af því sem þau eru að borða, en þá líður mér líka illa á eftir. Þegar fólk er farið að lifa á svona réttu fæði, þá fer brasaður matur illa í þaö. Ég hef aldrei átt við nein heilsufarsleg vandamál aö stríða — en skapið var orðið erfittl Ég var oröin svo þunglynd út af kílóunum. Ég kem alltaf á fundi hingað vikulega, en er auk þess farin að starfa hér tvisvar í viku. Þetta er dýrðlegur hópur hér f Línunni og þetta hefur veriö reglulega skemmtilegur tfmi. Samstaöan er mjög mikil, og ef einhver mætir ekki á fundi, þá hringjum við í viðkomandi og athugum hvort ekki sé allt í lagi, og reynum að byggja þá manneskju upp. Þetta er búið að vera alveg stórkostlegt. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa hvernig tilfinning þetta er. Það getur enginn skilið þetta, nema sá sem hefur gengið f gegnum það. Það hafa komið hingað nokkrar ungar telpur, allt niður f 10 ára aldur, en mér finnst hræðilegt að vita til þess að það eru margir,sem enn loka sig inni.og þora ekki að koma hingað. Vandamálið er að ná þessu fólki saman og fá það til að koma. KATRÍN FRIÐJÓNS, YTRI-NJARÐVÍK: Ég byrjaði í Línunni f október 1976 og var þá 100 kfló. Sfðan hef ég lést um 28 kíló. Ég var búin að reyna að grenna mig sjálf heima, og haföi misst 4 1/2 kíló þegar ég kom í Lfnuna. Frá októbermánuði og fram að jólum missti ég 19 kíló, en hef verið heldur ódugleg síðan. Það heföi alveg mátt fresta jólunum á síðasta ári, þau fóru alveg meö þettal Ég hef étt viö ÞETTA ER HÆGT! Amdts Magnusaotttr, sam nmur iést um 40 112 kg. þetta vandamál að stríða í a.m.k 10 ár. Það var bara ofát að mér, það hef ég alla tíð vitaö og aldrei dregið dul á. Það var náttúrlega erfitt að fara að breyta mataræð- inu, en ég passa mig bara á að baka ekki kökur. Það er allt í lagi bóndans vegna, en ég á son, sem er ekkert of hrifinn af að það sé búið að leggja allan bakstur niður. Ef ég bakaði, þá borðaði ég það mest sjálf. Ég gerði þess vegna lítið af því að baka frá því í október og fram að jólum, en um jólin bakaöi ég auövitaö eins og vanalega. Fjölskyldan er öll grönn og hefur aldrei þurft að hafa áhyggjur, svo það má segja að ég hafi borðað allt frá bóndanum, því hann hefur alltaf verið grannur og Katrfn Friðjóns, Ytri-NjarðvíkS: ,,Það var bara ofát að mér." haldið sér vel. Ég byrjaði upphaf- lega í Línunni með konu, sem hætti svo hér og fór í garnastytt- ingu, og ég er því fegin að ég fór hingað, því ég var farin að hugsa með mér að garnastytting væri einhver „patent" lausn. Ég var farin að borða bara það sem á boðstólum var, brauð og annað. Það er ekkert erfitt að halda I við sig, þegar maður er kominn út í slaginn, en ef maður leyfir sér að slaka á, þá getum verið erfitt að byrja aftur á að neita sér um eitt og annað. Ég var farin að loka mig af, ég var ekkert að sækjast eftir að fara innan um fólk, og það hafði varað í nokkur ár. Ég matreiöi sérstaklega fyrir sjálfa mig grillaðan mat, og það hefur afar sjaldan komið fyrir að ég hafi þyngst milli funda. Þegar það hefur gerst, þá hef ég einfaldlega ekki farið á fund, fyrr en ég er búin aö ná mér niður aftur. Siðast þegar ég fór á fund hafði ég 31.TBL. VIKAN15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.