Vikan


Vikan - 22.09.1977, Qupperneq 3

Vikan - 22.09.1977, Qupperneq 3
ölur tíska sem litríkastar og skrautlegastar. Ýmist leggur fólk það á sig að setjast niður og „bródera" í klæðnaðinn eða það þrykkir mynstrið í. Það er víst ekki mjög auðvelt verk að sauma í denimfatnað, sem er einna vinsælasta efnið um þessar mundir, en til að auðvelda ykkur saumaskapinn, ráðleggjum við ykkur að nota stóra, grófa nál og stinga henni fyrst í sápustykki! Á meðfylgjandi myndum sjáum við ýmis konar útgáfur af skraut- legum fatnaði, og er ekki að efa, að einhverjir ættu að fá góðar hugmyndir af þeim. Það er ágætt að fá sér göngu- ferð niður í fjöru og tína skeljar, þær lífga ekki aðeins upp á fötin, heldur framleiða þær einnig skemmtileg hljóð, þegar þær slást saman. Svo má líka líta í saumakassann, og taka saman allar stöku tölurnar, sem þar liggja, engum til gangs, og festa þær á jakkann eða buxurnar. Takið ykkur nú til, þegar daginn er farið að stytta, og kuldinn nístir í gegnum merg og bein, setjist niður með saumana og gleymið ekki að blanda saman ólíklegustu litum! — Það styttir hjá ykkur kvöldin, og gaman væri að sjá íbúa borgarinnar lífga upp á tilveruna í svona klæðnaði, þegar fer að vora aftur, þó það særi kannski fegurðarsmekk einhvers!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.