Vikan - 22.09.1977, Qupperneq 39
■ Svnnu frænda þinum að koma sér
hurtu, eða éf{ skemmi þetta falleita
andlit þitt." Kegina var skelfingu
lostin. Hvers vegna fagnaði helm-
ingur borgarbúa frtrnda hennar. en
þessi ungi glæpaforsprakki hataði
hann og hræddist hann?
Dino saug upp i nefið. , ,Síðan i
síðustu kosningum. Áður hafði
hann einhverja stöðu við háskólann
í Róm. Hann er snjall ungur maður,
þótt mér geðjist ekki að stjórn-
málaskoðunum hans. Sósialistar.
Dino hrækti reiðilega.
„Hvernig líst Beppo á það?”
spurði Edward. „Hann hefur sjálf-
ur fylgt kommúnistum meira eða
minna. Það hefði mátt búast við
því, að Matteo fylgdi í fótspor
hans.”
með handabandi og sagði kurteis-
lega, að hann vonaði að henni líkaði
dvölin á ítaliu. Augnaráð hans var
enn jafnkalt, jafnvel óvinsamlegt.
Hún stamaði út úr sér einhverju
álika kurteislegu, en vonaði um leið,
að þau þyrftu ekki að umgangast
þennan óþægilega mann mikið.
„Við erum að fara,” sagði
Edward. „Ég vona að ég sjái þig
seinna, Matteo. Komdu Regina.
Dino, viltu ganga með okkur
uppeftir?”
Þau gengu upp eftir brekkunni í
átt að borgarhliðinu. „Þetta verður
honum þungbært,” sagði Dino.
„Honum þótti svo vænt um móður
sína. Það er kominn timi til að hann
fari sjálfur að gifta sig. Maður hefði
nú haldið að hann væri búinn að
hitta einhverja álitlega stúlku í
Róm. Hann hefur aldrei litið á neina
hér í Roccaleone. Enda í hans
stöðu...”
Hann þagnaði snögglega og gaut
augunum á Reginu. „Jæja, það
skiptirengu máli. Ef’hann ætlar sér
að komast áfram á stjórnmála-
sviðinu, þá þarf hann góða konu sér
við hlið. En auðvitað giftir ekki
hver sem er dóttur sína komm-
únista. Jafnvel ekki, þótt hann sé á
þingi.”
„Er hann það?” spurði Regína
hissa.
Dono skellihló og sló á lær sér.
„Feta i fótspor föður síns, já. Þessi
var góður, Edward. Þannig er það
nú alls ekki með þá. Enginn gæti
ásakað Beppo um að koma ekki rétt
fram við drenginn, né Matteo um að
hann væri ekki skyldurækinn
sonur. En þeir halda sig hvor frá
öðrum, þessir tveir. Nú þegar
Filomena er dáin, munu þeir ekki
hittast oft.”
Þau gengu inn um hliðið. „Hérna
var það, sem þeir fundu fötin af
mótorhjólamanninum,” sagði Dino.
„Á gamla felustaðnum okkar,
Edward.”
„Svo þú veist það lika?" spurði
Edward.
„Lögreglan kom heim til okkar.
Þeir vildu fá að sjá fötin hans
Tomaso.” Hann sneri sér að
Reginu. „Viltu fá að sjá staðinn?”
Hann var svo ákafur að hún gat
ekki valdið honum vonbrigðum.
„Já, endilega,” svaraði hún.