Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 7

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 7
ooOOOoo Of gömul til að gráta? Nellý var sæt stúlka og dugleg á sinn hátt. En hún var ekki eins og aðrir. Foreldrar hennar höfðu vanist ástandinu og tóku aðeins einn dag í senn. En hvað myndigerastþegar Nellý yrði fullorðin? •ooQoo" SíÐLA dags, þegar sólin var að ganga til viðar, komu þeir akandi með öll flóknu tækin sín. Það voru tveir stórir flutningabílar, húsvagn og mikill bor. Þetta minnti á sirkuslest og var fjarska spennandi á að líta. Þeir stönsuðu sunnan við hlaðið í hallinu, og mennirnir sjö hófust strax handa við affermingu vagnanna og uppsetningu á tækjum sinum. — Ég ætla út og horfa á þá, sagði Nellý. — Augnablik . . . móðirin stöðvaði hana með áhyggjusvip. — Hvað finnst þér, Jakob? — Það ætti varla að skaða hana, Elsa, sagði maðurinn hennar. Jakob var i besta skapi. Það horfði til mikilla fram- fara að fá nýjan brunn. Þá yrði nægjan- legt vatn i eldhúsi, baði og til að vökva garðinn. Elsa kinkaði kolli til dóttur sinnar. — Jæja, farðu bara. En farðu nú ekki að viðra þig upp við mennina, heyrirðu það. Nellý kinkaði kolli. Hlýðið barn I konulikama. Hún gekk yfir hlaðið að girðingunni og horfði forvitnum augum í kringum sig. Mennirnir höfðu ekið húsvagninum • undir stórt tré og opnað dyrnar upp á gátt. Frá þeim lágu nokkur þrep. Litlir gluggamir voru galopnir. Þeir vildu greinilega kæla loftið i vagninum. Brátt höfðu þeir sett borinn upp. Siðan gekk einn af mönnunum inn i vagninn og sótti vatnsfötu. Nellý dró sig óttaslegin inn i skuggann frá hlöðunni, þegar maðurinn gekk yfir hlaðið og i átt aðgamla brunninum. — Nellý, hrópaði móðirin innan frá húsinu. — Komdu að leggja á borð. — Já, mamma ... 1 leiðinni gaut hún augunum til mannsins með fötuna. Hann var ungur, grannur og ljós- hærður. Húð hans var dökk af sól og hann hreyfði sig liðlega eins og köttur. — Drengurinn er bara að sækja vatn i brunninn, sagði Jakob við konu sina um leið og Nellý kom inn I eldhúsið. — Borinn er kominn upp. Þeir geta byrjað í bítið á morgun. — Nellý, sagði Elsa. — Þvoðu hendur þínar, vina mín og flýttu þér að dúka borðið. — Já, mamma ... Þegar hún laut fram yfir borðið gat hún séð út um gluggann hvar ungi maðurinn gekk aftur til vagnsins með vatnsfötuna. Og þegar hún sneri höfðinu sá hún sitt eigið andlit í rakspegli föður síns yfir vaskinum. Andlitið var fritt, hún hafði séð það áður. Beint nef, hrein húð og glansandi hár. En andlitið var svo einkennilega tómlegt, reynslan hafði ekki markað þar nein spor, þar var enga gleði að sjá eða tilfmningar. Þetta var eins og andlit óþroskaðrar þrettán ára stúlku. En augun, sem mættu Nellý I speglinum, höfðu þegar séð 19 óþurrka- sumur eins og þetta sem þau upplifðu nú. Stór, tómlátleg augu Nellýar gengu nærri foreldrum hennar. Tíminn hafði leitt I Ijós að barnið þeirra var ekki eins ogannaðfólk. RUN hófst strax þegar birti af degi. Nellý var tilbúin með morgunverð- inn, þegar faðir hennar kom inn I eldhúsið. — Kýrnar eru snaróðar, það er vita ómögulegt að mjólka þær, sagði hann. — Nei, þessu trúi ég — I öllum þessum fyrirgangi, sagði Elsa. — Maður fær höfuðverk af ósköpunum. — Bara að þeir finni vatn á 15 til 20 metra dýpi, þá tekur þetta ekki langan tíma, sagði Jakob vonglaður. Nellý féll vel að hlýða á rödd föður síns. Hún var djúp og stillileg. Hún bar honum matinn og bjó út samloku handa sér. Hún beit í og sleikti vandlega smjör- klininginn af fingrum sér. — Notaðu munnþurrkuna þina, sagði Elsa. Rödd móður hennar var oft hvöss og aðfinnslur tíðar, en augun lýstu af mildi og ástúð. Þau sögðu meira um tilfinningar hennar en raddblærinn og orðin. Nellý hafði vissum skyldum að gegna sem hún þurfti ekki að fá skipun um daglega. Eftir morgunmatinn hófst hún strax handa og lauk morgunverkum sinum fyrir niu. Það var orðið kæfandi heitt strax um það leytið. — Má ég fara niður að læknum, mamma?spurði hún. — Þarer svalara. Elsa leit upp frá vinnu sinni og horfði rannsakandi á dóttur sina og síðan út og yfir tún og engi, sem lá baðað í steikjandi sólarhitanum. — Já, niður að læknum. En ekkert annað, heyrirðu það. Taktu ávaxtakörfuna með og tíndu hindber á heimleiðinni. Og ekki vera lengi að heiman ... Nellý fór. Fyrir utan staðnæmdist hún andartak I sterku sólarljósinu, sem engu hlífði og horfði með hnyklaðar brýrnará fötuna. — Bara að ég gleymi þvi ekki, muldraði hún. En allar áhyggjur voru á bak og burt, þegar hún litlu síðar hljóp yfir hlaðið og gegnum elrilundinn i átt að læknum. Hún hljóp berfætt og naut náinnar snertingar við mosann og mjúkan svörðinn. Hún andaði áfergju- lega að sér ilminum af gróðrinum, gleymdi strax hávaðanum frá bornum og þrúgandi hitanum heima í húsinu. Hún valdi sér stóran, flatan stein við lækinn og lagðist endilöng niður. Hún stakk höndunum ofan I svalandi vatnið og baðaði andlit sitt. Hún elskaði að hlýða á nið lækjarins og horfa á gáraðan vamsflötinn. Tóm dós undan ávaxtasafa flaut niður lækinn og stöðvaðist á milli tveggja steina. Nellý stóð letilega á fætur og fiskaði dósina upp með viðbjóði á svipnum og lagði hana við hlið körfunnar. En þarna var meira. Pappa- askja kom siglandi og siðan pappírsdrasl samanvöðlað. — Halló, hrópaði hún. — Er nokkur þarna? Hættið að henda sorpi t lækinn. Aðeins ofar við bugðu á læknum skaust ljós kollur fram. Það var Ijóshærði maðurinn, sem sótt hafði vatnið deginum áður. — Hvað er að? spurði hann hissa, og kom nær. — Ég heyrði ekki hvað þú sagðir. — Ég sagði að þú ættir að láta vera að henda rusli í lækinn. — Þetta fauk út í læk án þess að ég fengi við nokkuð ráðið. Þú verður að fyrirgefa, sagði hann sneypulega. Hann var kominn alveg til hennar. — Hér er unaðslegt. Svosvalt og gott... Nellý tók upp draslið sem hún hafði fiskað upp úr læknum og rétti honum þegjandi. — Nú ... Já, já, ég skal... Hann tróð öllu draslinu ofan í vasa sína. — Þú ert ákveðin kvenmaður! Nellý settist á steininn og horfði upp til hans. — Er það satt, að þér þyki fallegt hér við lækinn? Finnst þér lækurinn fallegur? — Já, víst finnst mér það. Ef ég byggi hér, færi ég hingað daglega . . . Hann settist á hækjur sínar við hlið hennar og spurði: — Hvað heitirðu? — Nellý, sagði hún og brosti óframfærin til hans. — Nellý. Það er fallegt nafn. Ég heiti Andri. Jæja, ég verða að fara að vinna, bætti hann við og reis upp. — Finnið þið vatn i dag? spurði Nellý áköf. — Vonandi ekki, sagði Andri. — Þvi þá ekki? — Vegna þess, að strax og við erum búnir hér höldum við á brott, og þá fæ ég ekki að sjá þig meira . . . Hann gekk af stað. Svo staðnæmdist hann og sneri sér við. — Mig langar að hitta þig aftur, má ég það? — Já, nijög gjarnan, sagði Nellý. — En gleymdu því ekki, að ef þú kemur aftur hingað að læknum, má ekki henda rusli i hann. Lækurinn á að vera hreinn. — Mér er það ljóst, sagði hann og hló. — Þú ert einstrengingsleg. Nellý hnyklaði brýrnar. — Hvað er ég? H vað þýðir það? — Það þýðir... Andri þagnaði aðeins og virti hana fyrir sér gaumgæfilega. — Það þýðir svona nokkurn veginn, að þú getir bara hugsað um eitt í einu. Um kvöldið sat Nellý úti á veröndinni bak við húsið og borðaði hindberin, sem hún hafði tint. Allt I einu kom Andri skálmandi yfir hlaðið og settistá þrepin. — Halló, sagði Nellý. — Á ég að sækja hindber handa þér? Hann teygði sig fram og tók þétt um handlegg hennar. — Þú mátt ekki fara... — Eins og þú vilt, sagði Nellý og hallaði sér aftur i stólnum og brosti við honum. 2. tbl. ViKan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.