Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 20

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 20
alla leið að dyrunum. Á næturnar hafði Rynn séð kastljós lögreglubilsins sópa yfir húsið. Miklioriti lögregluþjónn hafði augameðstaðnum. Rynn var gætin og læsti dyrum og gluggum, og hún lét útiljósið loga á hverri nóttu. Ef einhver —og hún gat ekki fengið sig til að hugsa um þennan einhvern sem Hallet — ef einhver hafði gengið fram hjá glugganum á framhlið hússins, þá hafði hún ekki séð neinn skugga á gluggatjöldunum. Á skólatíma hélt hún sig innan dyra og lét ekki sjást til sín á götum þorpsins af hræðslu við að einhver fullorðinn stöðvaði hana og spyrði af hverju hún væri ekki í skóla. Eftir skólatima, þegar nemendur voru frjálsir ferða sinna, þorði hún ekki að fara frá húsinu ef ske kynni að hún missti af Mario. Síminn gat mögulega verið hleraður, svo þau hringdu ekki hvort til annars. Þennan laugardag, eins og þann fyrri, fór Mario með hjólið sitt inn í holið, en ekki vegna regnsins. Dagurinn hafði fram að þessu verið kaldur og heiðskír, en þau voru sammála um að það væri engin ástæða til að skilja það eftir fyrir utan til að sýna hverjum sem kæmi niður trjágöngin að drengurinn væri i húsinu. Hvílíkur unaðslegur dagur til útiveru. Himinninn fyrir ofan trjágreinamar var blár og deplar af hraðskreiðum skýjum gerðu haustsólskinið til skiptis að skörpum gulum sólstöfum eða rafgulri móðu. Þótt Rynn væri ljóst að það væri kvalafullt fyrir Mario að ganga, þá var hún því þakklát að hann var við hlið hennar og hélt í hönd hennar. Þau gengu meira en tvo tíma niður trjá- göngin og meðfram ströndinni þar sem blýgrátt brimið kraumaði. Undir víðfeðmum himninum var sandlengjan auð utan fáeinna máva sem biðu þar til þau voru komin nærri að þeim áður en þeir börðu vængjunum og sigldu burt á vindinum. Þau voru alein á ströndinni. Rynn leiddi Mario að rökum sandinum þar sem boðaföllin flöttust og runnu út undir fótum þeirra. Hún lét eitthvað í hönd hans. Mario þurfti ekki að aðgæta til að vita að hann hélt á bíllyklum frú Hallet. Stúlkan sagði honum að hann gæti kast- að lengra en hún. Þegar lyklamir voru horfnir í hafið gengu þau þegjandi áfram. Hvorugt þeirra minntist á það verk sem beið þeirra. í vikunni höfðu þau gert nákvæma áætlun yfir það sem þau þurftu að gera. Nú biðu þau eftir að fótboltaleikurinn byrjaði í bænum. Frank Hallet hafði sagt það, og Mario samþykkt að það væri satt: Á laugardögum færu allir á fótboltaleikinn. Klukkan eitt, þegar leikurinn byrjaði, fóru þau að vinviðarrekkanum og Glæsilegt úrval teppa í austurlensku mynstri GRENSÁSVEGI 11 — SÍMI 83500 20 Vlkan X. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.