Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 49

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 49
GLA UMGOSINN Henni virtist skenintt. „Auðvitað! Ég vona að þu hafir ekki orðið tilfinninga- samur með aldrinum! Það væri fáránlegt.” „Ellihrumleiki,” sagði sir Richard hugsandi, „dregur oft tilfinningasemi á eftir sér. Eða svo hefur mér verið sagt.” „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Mér líkar mjög vel við þig, Richard. en það er einhverskonar kæruleysi í fari þinu. sem fær þig til þess að gera grín að öllu. Ég er aftur á móti alvarlegar þenkjandi." „Að þvi leyti hæfum við hvort öðru alls ekki,” sagði sir Richard. „Ég tel þá hindrun ekki vera óyfir- stíganlega. Sá lifnaður sem þú hefur stundað hingað til hefur alls ekki vakið hjá þér alvarlegar hugleiðingar. En ég held þvi fram að með aldrinum eigir þú eftir að verða traustari, því ekki vantar þig skynsemina. Það getur þó aðeins framtíðin skorið úr um. Hvað sem öllu líður, þá er ég ekki svo ósanngjörn að ég telji ólikt eðli vera ókleifan vegg fyrir hjónaband okkar." „Melissa," sagði sir Richard, viltu segja mér svolítið?” Hún leit upp. „Segðu mér, hvað þú vilt fá að vita?” „Hefur þú nokkurn tima orðið ást- fangin?” spurði sir Richard. Hún skipti litum. „Nei. Frá mínum sjónarhóli séð, þá er ég þakklát því að slíkt hefur aldrei orðið. Það er eitthvað svo ákaflega óheflað við fólk sem lætur undan sterkum tilfinningum. Ég vil ekki segja að það sé rangt, en ég veit að ég er vandlátari en almennt gerist og mér finnst svona lagað mjög óviðfelldið." „Þú sérð ekki fram á það," sagði sir Richard seinmæltur, „að þú yrðir ást- fanginn síðar á ævinni.” „Kæri Richard! Af hverjum ætti það að vera." „Eigum við að segja af mér.” Hún hló. „Núna ertu farinn að tala fáránlega! Ef einhver hefur sagt þér að það yrði að nálgast mig með einhvers konar ástarvellu, að þá hefur þér verið sagt rangt til. Okkar hjónaband yrði að vera skynsemishjónaband. Annað hef ég ekki i hyggju. Mér likar mjög vel við þig, en þú ert ekki sú manngerð, sem myndi vekja tilfinningar i brjósti mínu. En ég fæ ekki séð að það ætti að valda hvorugu okkar áhyggjum. Ef þú værir rómantískur, þá gilti öðru máli.” „Ég er hræddur um að ég sé mjög rómantískur,” sagði Sir Richard. „Ég býst við að þú sért aftur farinn að grinast,” sagði hún og yppti öxlum. „Nei, alls ekki. Ég er svo rómantískur að ég leyfi mér að ímynda mér konu — eflaust guðlega — sem vildi giftast mér, ekki vegna þess að ég er mjög rikur, heldur vegna þess — þú afsakar óviðfelldnina — að hún elskaði mig!" Hún leit á hann háðslega. „Ég hélt að þú værir kominn yfir dagdrauma-' aldurinn, Richard. Ég hef ekkert á móti ást, en í hreinskilni sagt þá er ástarhjal. að minu áliti, fyrir neðan virðingu okkar. Maður gæti haldið, að þú hefðir verið að skeggræða við kaupntennina í Islington Spa eða einhverjum álika óvirðulegum stað. Ég gleymi þvi ekki að ég er Brandon. Ég leyfi mér að segja að við erum stolt, sannarlega vona ég að svosé.” „Það hafði ekki hvarflað að mér, ekki eins og staðan er núna," sagði sir Richard þurrlega. Hún varð undrandi. „Ég hélt að slikt væri ekki hægt! Ég taldi að allir vissu hvernig við Brandon fólkið litum á okkur, nafn okkar, ætt oghefðir.” „Ég vil ekki særa þig, Melissa," sagði Richard, „en að sjá konu með þina ættgöfgi selja sig kalt til þess sem hæst býður, er ekki til þess að auka álit mannsástoltihennar.” „Þetta má kalla leikhúsmál!” hrópaði hún. „Skylda mín gagnvart fjölskyldunni býður mér að giftast vel, en jafnvel það getur ekki fengið mig til þess að lúta einhverjum af lægri stigum." „Þetta kallar niaður stolt!" sagði sir Richard og brosti dauflega. „Ég skil þig ekki, þú veist hvernig málin eru hjá föður minum. í stuttu máli —.” „Ég veit,” sagði sir Richard rólega. „Ég hef heiðurinn af því að — en — vera meðvitandi um ástand Saar lávarðar „Nú, auðvitað!” sagði hún, undrun skein út um rólegt yfirbragð hennar. „Ég hefði ekki samþykkt bónorð þitt, ef slikt væri þérekki meðvitað!” „Þetta er farið að verða ansi viðkvæmt," sagði Sir Richard og horfði á tærnar. „Ef hreinskilni á að vera regla dagsins, verð ég að benda þér á það að ég er ekki ennþá búinn að bera upp neitt bónorð." Hún virtist frekar undrandi á þessu svari en svaraði kuldalega: „Ég bjóst ekki við því að þú myndir gleynta hvað þér ber að gera eins og fólki í okkar stöðu, þú átt ekki að biðla til mín. Við tilheyrum ekki þeim heimi. Þú munt án efa reyna að fá viðtal við föður minn”. „Ég er ekki svo viss," sagði sir Richard. „Ég ætlast svo sannarlega til þess," sagði lafðin og sleit þráðinn. „Ástand þitt er mér eins kunnugt og mitt ástand er þér kunnugt. Ef ég má segja það svo blátt áfram, þá ertu mjög heppinn að vera i þeirri stöðu að vera hæfur til þess að leita kvonfangs innan Brandonættar- innar.” Hann leit hugsandi á hana en sagði ekki orð. Eftir smáhlé hélt hún áfram: „Og hvað framtiðina varðar, þá mun hvorugt okkar, býst ég við. gera miklar kröfur til hins. Þú hefur þinar skemmt- anir; þær koma mér ekki við, og hversu mikla vanþóknun sem ég mun hafa á hneigð þinni til hnefaleika, veðreiða eða annars slíks þá hef ég engan áhuga á að breyta háttum þinum." „Þú ert mjög eftirlát, Melissa,” sagði sir Richard. „Sagt blátt áfram ég má gera allt sem ég vil, ef ég afhendi þér budduna?" „Þetta var fruntalega sagt," svaraði hún rólega. Hún tók saman saumana sína og lagði þá til hliðar. „Pabbi hefur lengi átt von á heimsókn þinni. Honum mun þykja leitt að þú skulir hafa komið meðan hann var að heiman. Hann verður kontinn heim aftur á morgun og þú mátt vera viss um að finna hann ef þú kemur — eigum við að segja klukkan ellefu?” Hann stóð upp. „Þakka þér fyrir, Melissa. Mér sýnist svo að tima niinum hafi ekki verið eytt til einskis, jafnvel þótt Saar lávarður væri ekki hér til þess að takaá móti mér." „Ég vona það, sannarlega," sagði hún og rétti fram höndina. „Komdu! Við erum búin að eiga samtal sem mér finnst að eigi eftir að reynast vel þess virði. Þú heldur að ég sé tilfinningalaus en þú gerir ntér rétt til ef þú metur það við mig að ég hef ekki beygt mig fyrir óverðugunt kröfum. Staða okkar er óvenjuleg, þess vegna sigraðist ég á tregðu minni til þess að tala um hjóna- band okkar við þig. Við erum búin að vera svo gott sem trúlofuð í finint ár eða meira.” Hann tók i hönd hennar. „Hefur þú litið á þig sem trúlofaða mér, þessi fimm ár?” spurði hann. í fyrsta sinn i samtali þeirra gat hún ekki litið í augu hans. „Auðvitað," sagði hún. „Égskil," sagði sir Richard og fór. Hann kom seint til Almacks þetta kvöld. Engan þeirra, sem dáðust að útliti hans eða hlustuðu á letilegt tal hans, grunaði að þetta væri kvöld þess dags sem hann hafði tekið mestu úrslita- ákvörðun lífs síns. Aðeins föðurbróðir lians, sem kom i klúbbinn einhvern tíma eftir miðnætti og virti fyrir sér þá menn sem hann hafði drukkið undir borðið, skildi að teningnum hafði verið kastað. Hann sagði George Trevor, sem hann fann þar sem hann stóð upp frá spila- borðinu, að Ricky væri einkennilegur. Það var frétt sem kom George úr jafnvægi og korn honunt til þess að segja: „Ég hef ekkert talað við hann í kvöld. Ertu að segja mér að hann sé i rauninni búinn að biðja unt liönd Melissu Brandon?" „Ég er ekki að segja þér neitt," sagði Lucius. „Allt sem ég sagði var að hann væri búinn að drekka rnikið og væri djúpt sokkinn." Fullur umhyggju greip George fyrsta tækifærið til þess að ná athygli ntágs sins. Það var ekki fyrr en unt klukkan þrjú, þegar sir Richard stóð upp frá spilaborðinu, og þá stundina var sir Richard ekki i skapi fyrir einkasamtöl. Hann hafði tapað ntiklum peningunt og innbyrt mikið koniak. Hvorugt virtist þó iþyngja honum um of. „Engin heppni, Ricky?" spurði frændi hans. Þokukennd en fullkomlega gáfuleg augu litu á hann spottandi. „Ekki i spilunum, Lucius. En þú manst hvernig málshátturinn hljóðar.” George vissi að sir Richard gat þolað vin betur en flestir aðrir en einhver skeytingarlaus tónn í rödd hans gerði hann áhyggjufullan. Hann togaði í ermi hans og sagði lágri röddu: „Ég vildi gjarnan fá að tala við þig nokkur orð!" „George — minn kæri George," sagði sir Richard og brosti vinalega. „Þú 2. tbl. Vikan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.