Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 19
„Það er allt í lagi með mig,” tókst honum að hvísla. Hvað get ég gert?... Hugur hans var eins og hvirfilbylur, honum datt í hug að taka á sprett frá húsinu. Með bölvaðan stafinn. Hvað gat hann gert sér vonir um að komast langt. Skyndilega rétti stúlkan út höndina og hreyfing hennar batt enda á allar frekari hugsanir um flótta. Hann gat aðeins starað. Hún hafði tekið upp bollann og sopið á teinu. Með hinni hendinni hafði hún fengið sér möndluköku sem hún nartaði í. Ljósbleik tunga, eins og í kettlingi, rann yfir varirnar og safnaði saman mylsnu á villigötum. „Hlustaðu,” sagði hún, en i þetta skipti var skipunin ekki knýjandi. Mario reyndi að heyra hvað hafði vakið athygli hennar. „Vindurinn,” sagði drengurinn. „Vættir hlakka á þökunum og blístra I loftinu.” Aftur lagði Rynn hönd sína á hans og í þetta sinn dró hann ekki höndina að sér. Hún talaði og Mario vissi ekki hvort ljóðlínurnar voru úr ljóðum föður hennar. „Ógurlegt fárviðri kramdi loftið. Skýin voru teygð og fá. Sorti — eins og vofuhjúpur huldu himin og jörð sýnum. minnti meira á þjóðhátíð en málsverð, og heimsóknir til óteljandi skyldmenna. En hann kom tvisvar í vikunni. Á mánudeginum sagði hann frá þvi að lifrarliti Bentleyinn hefði verið dreginn, enn læstur, á verkstæði föður hans. Allur bærinn vissi að frú Hallet var horfin. Á bensinstöðinni og á götum úti höfðu föstu íbúamir byrjað að heilsa hver öðrum með því að spyrjast frétta. Þar sem engar staðreyndir lágu fyrir, báru þeir hver öðrum orðróma. Og orðrómurinn, sagði Mario, sýndi aðeins hversu mjög fólk hataði Halletana. Á fimmtudeginum gaf hann henni yfirlit yfir vikuna, sem hafði bvrjað með þvi að megnið af fólkinu i þorpinu sagði að kona Franks Hallets hefði tekið börnin og farið frá honum. í augum nágrannanna var brottför hennar sönnunargagnið sem þeir höfðu beðið eftir. Sannaði þetta ekki að Frank Hallet hafði eitthvað verið viðriðinn hvarf móður sinnar? Um miðja vikuna voru allir sammála um að Frank Hallet hefði alltaf hatað móður sína. Á verkstæðinu gat faðir Marios rennt stoðum undir þessa staðhæfingu með því að minna hvern einasta viðskiptavin af Eyjunni sem stansaði til að taka bensín, olíu eða láta stilla loftið I dekkjunum, á, að sam- bandið milli móður og sonar hefði alltaf verið stirt. Eftir allt, þá hafði kon.m alltaf neitað syni sínum um leyfi til að aka lifrarlita Bentleynufn, sem nú var orðinn að lifandi þjóðsögu. Enginn annar en Mario kom i hÚMÖ í trjágöngunum. Af fyllri nákvæmni, þá kom enginn 2. tbl. Vikan 19 Litla stúlkan við endann á trjágöngunum Aðeins nákvæmlega og vel skipulögð áætlun gerði þeim fært að vinna svona hratt. Þau bröltu upp kjallaraþrepin með fyrri byrðina vafða inn í plastþynnu. Vættirnir hlökkuðu á þökunum og blistruðu i loftinu og sköku hnefana og gnistu tönnum og sveifluðu vitstola hárinu.” Rynn stóð upp og fór hljóðlaust með bakkann fram I eldhúsið. Með báðar hendur á borðinu fann Mario að hann gat staðið upp. „Og sveifluðu vitstola hárinu. Æði.” „Fer hrollur um þig við það?” „Eins og sandpappír upp og niður eftir bakinu þegar allt er að færast i aukana í óperum.” Mario beið þangað til hún sneri baki í hann áður en hann stóð upp. Standandi i fæturna og sannfærður um að hann var enn lifandi, breiddist fallega sólskinsbrosið yfir andlit hans. Stúlkan skolaði af tebollunum og setti þá á borðið til að láta renna af þeim. Hún var að þerra tepottinn. Mario teygði handleggina þar til hann fann vöðvana I ungum líkama sínum verkja þægilega og blóðið þjóta út I útlimina. Hann vatt upp á sig og naut hiýjutilfinningarinnar. Þegar Rynn sneri sér að honum með tepottinn í hendinni lét hann armana falla snöggt og stóð hreyfingarlaus. Jafnvel þótt ofboðslegur léttir bylgjaðist gegnum hann, þá þorði hann ekki að sýna neitt af þvi, þrátt fyrir allan þann kærleik sem hann bar til þessarar stúlku. Hann varð að dylja þessa skyndilegu gleði sina, annars myndu umsvifalaus umskiptin koma upp um allar efasemd- irnar sem hann hafði þjáðst af þar fyrir augnabliki. „Skrifaði faðir þinn þetta?” „Emily Dickinson.” „Áttu eitthvað sem hún hefur skrifað?” „Ég kann megnið af því utanbókar.” Mario gekk að ruggustólnum. Rynn horfði á drenginn setjast. Hægt gekk hún yfir herbergið að stólnum og settist á gólfið við hlið Hún hallaði til höfðinu að hnéi hans. Hann snart glansandi brúnt hár hennar. Hönd hennar lagðist yfir hans. XIV. kafli Það leið vika. Mario gat ekki komið til Rynn á sunnudeginum. Eins og hann útskýrði fyrir henni, þá þýddu sunnudagar messu um morguninn, fjölskyldumáltíð sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.