Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 16

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 16
~7 UNDARLEG ATVIK Framhald af bls. 7. fóru að beygja til Reykjavíkur, hvessti og stormurinn beint á móti. í tvær klukku- stundir héldu þeir beint í veðrið, en ekkert gekk, þá rak heldur til hafs. Bátsmennirnir tóku að verða vondaufir um, að þeir myndu nokkru sinni ná með þessum hætti til Reykjavíkur og tóku nú að tala um að snúa til baka. Kona ísleifs og fósturdóttir voru framar- lega í bátnum. Hann hafði búið um þær eftir því sem hægt var, því þær voru sjóveikar. Þegar bátinn tók að reka til hafs kallaði formaður til ísleifs og segist vilja snúa aftur inn á Hvalfjörð, en spyr ísleif þó hvernig honum lítist á það. En áður en hann getur svarað kallaði konan hans á hann og fer hann til hennar, en um leið finnst ísleifi Svendsen koma til sín og segja við sig: „Þið megið ekki snúa aftur, nema þið skerið frá ykkur hrísbátinn. En best er fyrir ykkur að halda áfram, það fer bráðum að ganga og þið komist öll heim í kvöld.” Þetta varð til þess að ísleifur fór aftur til mannanna og spurði þá, hvort þeir vildu sleppa hrísbátnum. En það vildu þeir ekki. „Viljið þið þá fara eftir því sem ég segi?” segir ísleifur og féllust þeir á það. „Þá skulum við halda áfram, ég held að lygni bráðum.” Þeim var þetta mjög nauðugt, en gerðu það samt. Eftir stundarfjórðung tók svo að lygna dálítið og þeir komust svolítið áfram. Smátt og smátt færðust þeir svo til Reykjavíkur og náðu þangað heilu og höldnu að lokum. Ekki er óhætt að fullyrða að svo vel hefði farið, hefðu þeir snúið bátnum til baka og taldi ísleifur að illa hefði farið. Annaðhvort hefðu þeir brotið bátinn og allt farist eða orðið að sleppa bátnum með viðinn, sem var mjög mikils virði. Taldi ísleifur að rödd Svendsen hefði þama bjargað þeim frá vísum voða. Margar sögur væri hægt að segja af þeim furðum sem fram komu í sálrænum hæfileikum þessa manns, þó hér verði að sinni að láta staðar numið. En sjálfur varð ísleifur sannfærður um þetta: 1. Að við lifum eftir dauðann og hann sé aðeins flutningar á annað tilverusvið. 2. Að ástvinir okkar sem þangað eru komnir fylgist með okkur hér á jörðinni og geti leiðbeint okkur, ef við leggjum til skilyrðin. 3. Að til séu vemdarandar sem séu sendi- boðar frá æðri stigum tilvemnnar til að vernda okkur og leiðbeina og það sé mikið undir okkur sjálfum komið hvort við höfum þeirrar verndar not eða ekki. Endir g::ði Pylsupottur með kryddi 500 g GOÐA-pylsa, t.d. reykt medister eða dalapylsa 1 stór laukur 2 tsk karrý 1 tsk kúmen 2 msk hveiti 4 dl vatn 2 súputeningar 1 epli 1 /2 sellerírót 1. Skerið pylsuna í bita og laukinn í sneiðar. 2. Kraumið laukinn í örlitilli feiti, bætið pylsubitunum í og brúnið aðeins. 3. Stráið karrýinu í pottinn og látið það sjóða upp. Bætið kúmeninu í. 4. Hrærið saman hveiti og vatn og hellið því í pottinn, hrærið vel í á meðan. 5. Rífið eplið og sellerírótina út í pottinn og látið sjóða í nokkrar mínútur. Bragðbætið með salti, pipar og súputeningum ef þörf krefur. Berið kartöflur, hrísgrjón og/eða grænmeti með. Biximatur úr pylsum 500 g GOÐA-pylsur, t.d. búrpylsa eða dalapylsa 6 soðnar kartöflur 2 epli 2 laukar 2 sneiðar reykt flesk 3 dl rjómi 1 msk kínversk soja salt, pipar. 1. Afhýðið epli, lauk og kartöflur, sneiðið laukinn, en skerið epli og kartöflur í bita ásamt pylsum og fleski. 2. Steikið flesk og lauk á pönnu og bætið eplunum út í. 3. Síðan eru pylsur og kartöflur sett út í, og þegar allt er vel heitt í gegn er rétturinn bragðbættur með rjóma, soju, salti og pipar eftir smekk. Borið fram með hrásalati, grófu brauði eða steiktu eggi. Ath.: Hér má fækka hitaeiningum með því að nota GOÐA-reykt flesk úr hnakka í stað flesks úr síðu og kaffirjóma, rjómabland eða jafnvel mjólk i stað rjóma. Reynið líka sýrðan rjóma, en látið þá ekki sjóða í pottinum eftir að sýrða rjómanum er blandað í. Eggjakaka með pylsu og osti 200 g GOÐA-pylsa t.d. búrpylsa eða paprikupylsa 1 dl rifinn ostur 4 egg 1 dl rjómi 1/2 tsk salt 1 /4 tsk pipar 2 msk smjör 1. Skerið pylsuna í bita. 2. Þeytið eggin og rjómann sitt í hvoru lagi. Blandið því varlega saman og kryddið. 3. Hellið deiginu á vel smurða pönnu. Hristið pönnuna við og við. 4. Stráið pylsubitum og rifnum osti yfir kökuna og látið hana stifna við vægan hita. 5. Leggið kökuna saman og berið hana fram vel heita með hrásalati. Fyllt brauð 1 lítiðfranskbrauð 1 bolli mjólk Skerið brauðið sundur að endilöngu og holið það að innan. Bleytið helminginn af innihaldinu upp í mjólkinni. Fylling: steinselja laukur paprika, allt saxað smátt harðsoðin egg GOÐA-pylsa skorin í bita GOÐA-kjötfars og brauðblandan blandað saman. 1. Blandið öllu saman sem á að vera í fyllingunni og leggið á neðri helming brauðsins. 2. Leggið efri hlutann ofan á. 3. Vefjið brauðið inn í álþynnu og bakið það í ofni við 250°C í u.þ.b. eina klukkustund. Berið hrátt eða soðið grænmeti með. Brauðið bragðast einnig vel kalt og hentarþví vel í nesti. Til tilbreytingar mætti nota hamborgarabrauð, pylsu- brauð eða önnur smábrauð. Þeir sem leggja áherslu á hollan mat nota að sjálfsögðu heilhveitibrauð. 16 Vikan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.