Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 46
GLA UMGOSINN „Því það er ekki hægt að neita því að þú ert stærsta hnossið á hjúskaparmarkaðinum,” sagði systir hans hvasst. „Og þegar þú gerir þér það ómak að vera þægilegur er ekkert í fari þínu sem gæti móðgað jafnvel hina smekkvísustu.” efitir Georgette Heyer ÚTDRÁTTUR: Sir Richard Wyndham cr ungur og cftirsóttur, en ætti venjum samkvæmt að vera löngu giftur. Það vcldur bæði systur hans og móður talsverðum áhyggjum og nú eru þær komnar á hans fund, staðráðnar i því að neyða hann til að kvænast. „Ég hef séð, ég veit ekki hvað margar, sem reyna að koma sér í mjúk- inn hjá þér! Meira að segja fallegar. en þú tekur aldrei eftir þeim, vanþakkláti hundurinn þinn." „Vist geri ég það,” sagði sir Richard og settistútá varirnar. „Verður George að vera svona dóna- legur?” spurði lafði Wyndham sorglega. „Þegiðu, George! Og þú, Richard, mér finnst það i hæsta máta óskynsam- legt af þér að láta svona. Því það er ekki hægt að neita því, að þú ert stærsta hnossið á hjúskaparmarkaðinum — já, mamma, það er líka dónalegt, ég biðst afsökunar — en þú hefur minna sjálfs- álit heldur en þú átt skilið ef þú heldur að eini eftirsóknarverði kosturinn við þig sé auður þinn. Þú ert almennt álitinn myndarlegur — ég held að enginn gæti neitað því að útlit þitt er eins og best verður á kosið; og þegar þú gerir þér það ómak að vera þægilegur er ekkert í fari þinu sem gæti móðgaðjafn- vel hina smekkvisustu." „Louisa, þessi lofræða gerir mig næstum orðlausan,” sagði sir Richard, mjög hrærður. „Mér er fullkomin alvara. Ég vildi bæta þvi við að þú eyðuleggur oft allt með þinni einkennilegu fyndni. Ég skil ekki hvernig þú ætlar að öðlast ást stúlku, þegar þú veitir ekki einum ein- asta kvenmanni hina minnstu eftirtekt! Ég segi ekki að þú sért dónalegur, en það er einhver deyfð, einhvert fálæti i fari þinu, sem hrekur burt hverja skynsama konu.” „Ég er svo sannarlega vonlaust til- felli,” sagðisir Richard. „Ef þú vilt heyra mitt álit, sem ég býst varla við að þú viljir. þú þarft ekki að segja mér það, þá ertu spilltur, Richard. Þú ert alltof ríkur, þú hefur gert allt sem þig hefur langað til að gera strax á þrí- tugsaldri; þú hefur verið eftirsóttur af mæðrum sem reyna að gifta dætur sínar, smjaðraramir hafa flaðrað upp um þig, og allur heimurinn hefur dáðst að þér. Afleiðingarnar af þessu öllu eru að þú ert orðinn dauðleiður. Hana nú! Ég er búin að segja þér þetta, og þó að þér líki það ekki sem best, verður þú að viðurkenna að ég hef rétt fyrir mér." „Alveg rétt,” samþykkti sir Richard. „Alveg hræðilega rétt, Louisa." Hún stóð upp. „Jæja. ég ráðlegg þér að kvænast og setjast í helgan stein. Komdu, mamma! Við höfum lokið okkar erindi hér og þú veist að við þurfum að koma við I Brook stræti á heimleiðinni. George, ætlar þú að koma með okkur?” „Nei," sagði George. „Ekki til þess að koma við i Brook strætr Ég býst við að ég líti inn hjá White." „Gerðu eins og þú vilt, elskan mín,” sagði Louisa ogsettiásighanskana. Þegar hefðarfrúnum tveimur hafði verið fylgt út að vagninum, sem beið eftir þeim, fór George ekki beint i klúbb- inn sinn, en fylgdi mági sinum aftur inn í húsið. Hann þagði samúðarfullur, þar til þeir voru komnir úr heyrnarmáli þjón- anna, þá leit hann á hann þýðingar- miklu augnaráði og sagði aðeins eitt orð: „Konur.” „Einmitt," sagði sir Richard. „Veistu hvað ég myndi gera ef ég væri i þinum sporum, vinur niinn?" „Já," sagði sir Richard. George virtist ruglaður. „Fjárinn hafi það, það getur ekki verið.” ,.Þú myndir einmitt gera það sem ég ætla að gera." „Hvaðerþað?” „Nú — biðja um hönd Melissu Brandon, auðvitað," sagði sir Richard. „Það myndi ég ekki gera," sagði Georg ákveðinn. „Ég myndi ekki kvæn- ast Melissu, sama hvað væri i boði! Ég myndi leita mér að notalegra faðmlagi, það segi ég satt.” „Hin heitustu faðmlög voru alltaf heitust þegar hún vildi fá mig til þess að opna pyngjuna," sagði sir Richard napurlega. George hristi höfuðið. „Slætnt. mjög slæmt! Ég verð að segja, að það er nóg til þess að gera hvern mann önuglyndan. En Louisa hefur rétt fyrir sér, þú veist að þú ált að kvænast. Það má ekki láta nafnið deyja út." Allt i einu fékk hann hugmynd. „Fyndist þér það ekki ágætt að bera það út að þú hefðir tapað öllum þinum peningum?” „Nei, það fyndist mér ekki." sagði sir Richard. „Ég las einhvers staðar um náunga, sem fór þangað sem enginn þekkti hann. Einhver fjárinn var hann, erlendur greifi held ég. Ég man það ekki svo greinilega. Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. Ji BIABID Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, simi 27022 46 Vikan 2. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.