Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 23
sambandið. Hún vildi ekki að það hvernig hún batt enda á símtalið léti manninn verða varan við hversu skelfd hún var. í holinu tíndi hún upp blaut föt Marios og bar þau að arninum. Hún lét aurug stigvélin hans detta á gólfið, breiddi skyrtuna hans til þerris fyrir bak ruggustólsins og hengdi sokkana á armana. Gallabuxurnar hristi hún og hengdi milli sófaborðsins og eld- stæðisins. Með skörungnum ýtti hún dagblaða- kuðlum inn í glæðurnar þar til logaði i pappírnum. Þá bætti hún við nokkrum spónum af berki og síðan öðrum viðar- drumb. Hún valdi plötu úr plötustakknum og dró hana úr umslaginu. Hún stillti hljóðið lágt og píanókonsert Liszts fyllti herbergið. Sokkur datt af armi ruggustólsins. Hún tók hann upp og fingur rataði í gapandi gat fyrir ofan hælinn. Fótatak í stiganum fékk hana til að snúa sér við. Auðvitað var það hrekkjarbragð birtunnar, en augnablik stóð faðir hennar í stiganum, fullkominn, allt niður i pípuna í munnviki hans. „Góður sloppur,” sagði Mario. „Er meira að segja mátulegur.” Rynn fleygði sokknum á ruggustólinn og flýtti sér að stiganum. Hún stóð fyrir neðan hann, fyrir framan drenginn sem vafði handklæði um hálsinn á sér. Hann tók pípuna út úr sér og rétti hana niður til hennar. „Fann hana i vasanum.” Hönd Rynn luktist um pípuna og fann kunnuglega lögun hennar. Hún rétti upp hina höndina i átt til drengsins. „Þér hlýnar við eldinn.” í bjarmanum frá eldinum kraup hún fyrir aftan hann til að þurrka hár hans með handklæðinu. „Hver hringdi?” „Enginn.” Hún nuddaði hárið. „Rynn?” „Alveg satt. Hver sem það var, þá sagði hann ekki orð.” „Hallet?” „Auðvitað.” „Viðbjóður,” sagði hann og hóstaði. „Þú skelfurennþá." Hún sótti teppi yfir í sófann, losaði það sundur og vafði þvi utanum hann. „Hérna. Nær eldinum. Og, Mario? Ekki skjálfa. Gerðu það?” „Allt í lagi,” sagði hann, eins og hann hefði eitthvert vald yfir kuldanum sem heitt baðið, ullarsloppurinn og teppið höfðu ekki rekið burtu. „Þú ert einsogís.” Hendur hennar runnu yfir herðar hans, inn undir sloppinn og niður á bringu. Hún nuddaði. „Er þetta betra?” Mario kyssti handlegg hennar þegar hann snerti andlit hans. Þetta var í fyrsta sinn sem varir hans snertu hana. Snertingin olli þögn sem hvorugt þeirra gat fundið nokkra leið til að fylla. Litla stúlkan við endann á trjágöngunum Með lófunum strauk hún brjóst hans og lét síðan hendurnar renna niður yfir mögur rifbeinin og stinna, unga magavöðana sem kipptust til undir fingrum hennar. „Það er að dimma,” sagði hann, en megnið af orðunum urðu eftir í hálsi hans. Hún hvíldi höfuðið í hvilftinni milli hálsins og axlarinnar á honum. Hendur hennar struku mjúklega upp bakið að herðunum. Þegar þær hófu niðurferðina yfir bringuna, rifin og niður á titrandi kvið hans, saup hann hveljur. Andardráttur hennar var heitur í eyra hans. „Mario.” Hann sagðiekkert. „Ef þú vilt,” sagði hún svo lágri röddu, að hann fékk rétt greint hana, „þá skal ég hátta hjá þér.” Hann þorði ekki að líta á hana, heldur ræskti sig. „Eða ef þú vilt það frekar, þá getum við verið kyrr hjá eldinum. Ég skal færa sófann.” Hún stóð á fætur, ýtti sófaborðinu til hliðar og sneri sófanum að eldinum. Hún teygði sig eftir teppinu til að breiða það yfir sófann, en Mario hélt því þétt að sér. Hann gerði eins og hún bauð og settist á sófann með höfuðið hengt milli lotinna herðanna. Hann sá ekki þegar hún klæddi sig úr svörtu peysunni, renndi niður rennilásnum á galla- buxunum og lét þær falla niður mjúka gullna fótleggina. Hún kleif fram hjá honum upp í sófann, lagðist við hlið hans og dró teppið yfir þau bæði. Hún hjúfraði sig þétt upp að honum með andlitið í hálsakoti hans. Hún gat fundið hvernig hann stífnaði meðan hann beið eftir lágróma orðum hennar. „Betra svona?” Hann kinkaði kolli en sagði ekkert. Hann lagði handlegginn utan um hana og þau lágu í hvort annars örmum og horfðu upp í loftið þar sem skin eldsins hreyfði skugga bjálkanna. Konsertinn -'ndaði í lokaspretti, blossi af glitrandi tónum. Plötuspilarinn slökkti á sér. Eina hljóðið, sem heyrðist var glymjandi regnsins. Mario hóstaði, hóstaði aftur og huldi andlitið með höndunum. Fingur Rynn snertu varir hans. „Usss.” Þau horfðu í skuggana í loftinu dýpka meðan eini ljósgjafinn í her- berginu brann niður. „Hárið á þér,” sagði hún. „Hvað með það?” „Þurrt?” Spurningin gaf henni rétt til að rétta upp höndina og renna henni gegnum flókna lokka drengsins. Hönd hennar dvaldist, strauk höfuð hans. Vöðvarnir aftan á hálsi hans voru grjótharðir. „Töframaðurinn Mario?” „Ég veit hvað þúætlaraðspyrja um.” „Hefurðu það nokkurn timann?” „Hundrað þúsund sinnum.” „Eins og ég og hassið,” sagði hún, sneri sér og kyssti hann á hálsinn. Fingur hennar gældu við andlit hans. En Mario hló ekki. Hún lét höndina falla á öxl hans. Þau störðu upp i bitana og loftið sem nú var nær horfið algjörlega i skuggana. Var það klukkutíma seinna? Tveim tímum? Eldurinn kastaði ekki lengur bjarma sínum um herbergið. Glæðurnar í eldstæðinu voru daufar. Rynn skalf. Þetta eina teppi var ekki lengur nóg til að halda á þeim hita. Hún reis upp við dogg og leit á Mario. Sér til undrunar sá hún að tár glittu í augum hans. Hún hvíslaði: „Ég ætla að ná í annað teppi.” Hann hristi höfuðið og hún skildi ekki þögn hans. Hann hafði ekki sagt neitt svo lengi að hún var farin að halda að kannski vildi hann að hún færi frá honum. „Þegar þér er einu sinni orðið hlýtt verður þetta allt í lagi,” sagði hún. „Það verður yndislegt. í alvöru. Sjáðu bara....” Þegar hún fór fram úr sneri hann andlitinu frá henni og herðar hans hristust. Hann grét. Rynn fór aftur upp í sófann og lá graf- kyrr. Siðast þegar hún rétti höndina að honum hafði hann fært sig fjær. Hvað gat hún gert? „Mario?” Hann var sestur upp, teygði sig yfir hana eftir skyrtunni sinni á ruggu- stólnum, sem var enn rök, og dró hana yfir þau. „Mario?” Hann svaraði ekki. Hann fór í skyrtuna. Hún lagði sjálf til afsökunina. „Búast þau við þér heim í mat?” Hann hneppti skyrtunni og kinkaði kolli. Aldrei áður höfðu orð verið svo magnvana. „Mario?” Drengurinn renndi hvítum fót- leggjunum fram úrsófanum. Hún gat ekki látið hann fara. Hver einasta eðlishvöt hennar heimtaði að hún segði eitthvað, eitthvað sem fengi hann til að hætta að hneppa skyrtunni sinni.... „Það var ekki þér að kenna," sagði hún og um leið og hún sleppti orðunum fann hún hvernig hann stífnaði. Hún óskaði þess heitt og innilega að hún hefði ekki sagt neitt. Hún hefði átt að þegja og halda aftur af hvöt sinni. Fram að þessu hafði hún aldrei efast um þessar skyndihvatir sínar, en nú brugðust þær henni. Hvað hefði hún átt að segja? Undangenginn klukkutíma hafði hún ekki sagt neitt, eða mjög litið og það hafði heldur ekki hjálpað. Mario fór í aðra buxnaskálmina. Hann stóð upp til að fara i hina. Hún þorði að mæla aftur, aðeins vegna þess að hún gat ekki horfst í augu við þögnina. „Væri það svo hræðilegt, ef þú færir ekki? Ég meina, ef fjölskylda þin frétti af okkur?” Eins og hann væri vondur út í skyrtuna skellti hann henni niður yfir mjaðmirnar og renni upp rennilásnum á buxunum. „Mario?” Hann var kominn í annan rakan sokkinn og var að leita að hinum. „Ron frændi þinn veit....” Framhald í næsta blaði. LóÐFELDIR — Er þetta niðurstöðutala fjárlagafrum- varpsins á þessu ári? 2. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.