Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 35

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 35
hluti sem geta hjálpað fólki þegar það fær þessar spumingar. Því miður er ekkert úrval til af slíkum bókum á íslandi og væri mikið þarfaverk að þýða einhverjar slíkar. En það er vert að leggja áherslu á mikilvægi þess að útskýra þessa hluti fyrir börnunum á sem einfaldastan hátt og forðast flóknar útskýringar. Hér ræður aldur barnsins miklu. Það er t.d. hægt að segja eitthvað á þessa leið við ca 5 ára gamalt barn: „Þú veist að strákar og fullorðnir karlmenn hafa ekki eins líkama og stelpur og konur. Strákar og karlmenn hafa typpi með poka á bak við sem er kallaður pungur. Þegar strákar verða stórir verða til í pungnum lítil fræ sem eru kölluð kynfrumur. Stelpur og konur hafa lítil göng sem em kölluð leggöng. Þau liggja úr píkunni upp í litið hús sem heitir móðurlíf. Þegar stelpur verða stórar verða til lítil egg sem fara niður í móðurlífið. Stelpur fá þá líka brjóst. Þú veist að þér og mér þykir gaman að taka hvort í annað og kyssa hvort annað og faðmast. Það finnst fullorðnum líka gaman. Þegar konu og karlmanni líkar vel hvoru við annað, þá geta þau kysst og faðmast og þeim finnst líka gott að typpið fari inn í leggöngin. Það er kallað samfarir og þannig gera þau ef þau vilja eignast barn. Þá synda fræin frá typpinu og upp í gegnum leggöngin og inn í móðurlífið. Kannski hitta þau egg þar og þá verður barn til. Fyrst er barnið svo lítið, að það er ekki hægt að sjá það með berum augum, en það er inni í maganum í níu mánuði og vex og vex og verður alvöru barn. Maginn á mömmu verður stærri og stærri og það er hægt að finna lifandi barn inni í honum af því það sparkar og hreyfir sig þar inni. Eftir níu mánuði vill barnið koma út. Það finnur mamma og þá fer hún á sjúkrahúsið til að hægt sé að hjálpa henni að koma barninu út um leggöngin. Þegar barnið er komið út fær það fyrst að drekka mjólk úr brjóstinu á mömmu. Svona var þetta þegar við áttum þig og svona verða öll börn til.” Slíkar útskýringar vilja börn oft heyra ótal sinnum. Oft kemur barnið með nýjar spurningar í hvert skifti þegar það heyrir útskýringuna, t.d. hvernig að maður gerir þegar maður hefur samfarir og ekkert barn verður til, eða hvort maður finni þegar barnið verður til. Börn eru málefnaleg og það er hægt að gefa þeim málefnaleg svör, bæði við getnaðarvörnum, þungun og fæðingu. En það er æskilegt að hafa myndir til að sýna barninu um leið og þau fá útskýringar. Það auðveldar þeim að skilja. Kyn og kynhlutverk Samtímis því að barnið fer að spyrja spurninga um kynferði sitt og kynferðis- mál, byrjar það að skynja að það er mismunur á milli kynja. Það hugsar mikið um í hverju mismunur á líkama kvenna og karla er fólginn. Barnið skoðar og rannsakar eigin líkama og ber hann saman við líkama annarra barna. Leikir þar sem börn horfa á hvort annað, rannsaka hvort annað, hlaupa um nakin og sýna kynfæri sin, tilheyra þessu tímabili. Barnið nýtur líkama síns, kemur við hann og fróar sér stundum. Áhugi barnsins fyrir öllu sem snertir líkamann og starfsemi hans vekur athygli þess í mörg ár. Barnið talar um kúk og piss og það er mjög spennandi að horfa á mömmu eða pabba á klósettinu. Eða að fara með öðrum börnum á klósettið. Á 5-6 ára aldri eykst áhugi barna fyrir kynferði og kynhlutverki sínu. Börnin vilja rannsaka og sjá nákvæmlega hvernig mismunandi líkamar líta út. Það tilheyrir gjarnan þessum aldri að vera í læknis- og sjúkrahúsaleikjum. Því minna sem hinir fullorðnu æsa sig upp eða skammast yfir áköfum áhuga barnsins á eigin kyni og kynjamismun, þeim mun eðlilegri mun áhugi barnsins verða fyrir líkama sínum — kyni og kynferði. Fullorðnir mega ekki gleyma því, að það eru oft þeirra eigin hömlur og hleypidómar sem valda því að þeir eiga erfitt með að taka þessum hlutum. Það getur hinsvegar hjálpað barninu ef hinn fullorðni getur talað um líkamann, mismunandi líkamshluta og kynferðismál, þegar barnið sýnir þessu mikinn áhuga. Brátt kemur erfitt tímabil fyrir barnið. Það er hin ruglingslega aðlögun að kynhlutverki. Barnið gerir sér í byrjun enga grein fyrir að strákar og stelpur eru mismunandi. Það er mikilvægt að greina á milli kynjamismunar annars vegar og mismunar á kynhlutverki hinsvegar. Hið fyrrnefnda er mismunur á líkama stráka og stelpna en hið síðarnefnda felur í sér mismun á þeim væntingum sem gerðar eru til einstaklings af því að hann ber annað- hvort heitið strákur eða stelpa. Kynjamismunur þarf ekki að valda því að strákar og stelpur leiki sér að ólíkum hlutum eða bregðist ólíkt við mismunandi aðstæðum. Strákur á alveg eins og stelpa að hafa leyfi til þess að gráta og vera miður sín, sýna blíðu og vera hræddur. Og stelpur geta haft alveg eins mikla þörf og strákar fyrir að vera með læti, fá útrás fyrir athafnagleði sína og slást. En af hverju eru börn þá svona mismunandi? Af hverju leika stelpur sér mest að dúkkum og strákar að bílum? Það erum við sjálf sem sköpum þennan mismun og við byrjum á því um leið og barnið fæðist. Ekki kannski endilega af því að við viljum hafa þetta svona en af þvi að okkur var kennt þetta sjálfum. Frá því að við litum dagsins Ijós vorum við sjálf alin upp í því, að stelpur eigi að vera litlar, sætar, feimnar, mega ekki gráta og ekki hafa sig allt of mikið í frammi. Strákar eiga að vera sterkir og harðir af sér. Þeir eiga ekki að sýna tilfinningar og bera harm sinn í hljóði. Það þarf meira en eina kynslóð til að breyta þessu uppeldismynstri og það er langt í land þangað til einhver breyting verður. Farið bara inn í næstu leikfanga- búð og sjáið hvernig dótinu er skift eftir kynjum og farið og spyrjið um barnaföt,.. var það handa strák eða stelpu...? 2.tbl. Vlkan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.