Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 28

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 28
Norðurlandameistarakeppni 1974. Samkvæmisgreiðsla. Samkvæmis- greiðsla f sfðasta skipti sem keppnisgrein, eftir '74 kemur gala- greiðsla I staðinn. Mödel: Ásgerður Benedikz. 28 Vikan Z.tbl. Islandsmeistarakeppni 19/b. Galagreiðsla. Mikið lagt upp úr hárskrauti og lausum toppum. Austurrfsk lina. Módel: Ásgerður Benedikz. Spáni og brá mér þá að gamni mínu í keppni í Barcelona. Ég fékk að láni módel hjá vinum mínum, Austurríkismönnum, og tók þátt í keppni um daggreiðslu og samkvæmisgreiðslu fyrir útlendinga. Þarna voru tugir þátttakenda og þetta var ein- hvers konar liður í heimsmeistarakeppninni. Fyrsta keppnin hérlendis er svo haldin á Loftleiðum 1973, íslandsmeistarakeppni. Þar naut ég svo sannarlega góðs af reynslu minni frá fyrri keppnum og vann 1. sæti bæði í dag- og kvöldgreiðslu. 1974 tek ég svo þátt í Norðurlanda- meistarakeppninni í Kaup- mannahöfn. Þá var línan mikið að breytast og ég hafði lítið sem ekkert getað þjálfað þessar nýju greiðslur hér heima. Ég fór því ákaflega óánægð til þeirrar keppni. 1974 verða svo nokkurs konar tímamót hjá mér. Mig langaði til að halda áfram þátttöku í keppnum, en fann að ég gæti ekki haldið áfram með svona hálfvelgju. Þeir sem nokkrum árangri ná í stórum keppnum taka venjulega svona tveggja ára keppnistímabil, það er að segja gera á þeim tíma lítið annað en að þjálfa sig og taka þátt í keppnum. Ég ákvað því að fara til Austurríkis fyrir íslands- meistarakeppnina 75 og þar dvaldi ég við æfingar í hálfan mánuð hjá frábærum hárgreiðslumeistara sem ég lærði mikið af. Þetta var erfiður tími, strangari æfingar en ég hafði nokkurn tímann áður kynnst og sama greiðslan æfð frá morgni til kvölds. Þarna var líka um nýja línu að ræða því hárgreiðslan fer aftur að breytast upp úr 74. Nú var Sasson búin að gera klippingu og blástur heimsfrægan, lagningar voru því nær úr sögunni og klippingin aðalundirstaðan i greiðslunni. Ég var því mjög vel undir þessa keppni búin og vann aftur fyrsta sæti. 1975 vinn ég svo annað sæti í Norðurlandameistarakeppninni. Það munaði aðeins fjórum stigum á mér og þeirri fyrstu, en hún var norsk. Þarna kom aftur í ljós að það er þjálfunin sem allt byggist á og það má eiginlega segja að keppnir fari inn á hið listræna svið hárgreiðslunnar. Maður þarf að vinna allt svo hreint og vel og eftir alveg ákveðinni tækni. Það er óskaplega erfitt að æfa sömu línuna upp aftur og aftur, eini mismunurinn er að þú reynir að gera betur og betur í hvert skipti. í keppnum verður hvert hár að vera á sínum stað og hver mínúta er dýrmæt. Þó þetta reyni ákaflega á taugarnar er fátt lærdómsríkara. Tískan er duttlungafull Satt að segja var ég búin að fá alveg nóg af keppnum og fannst ég eiginlega búin að ná því takmarki sem ég hafði sett sjálfri mér. Ég tók þó þátt í Norður- landakeppninni 1977 og æfði fyrir þá keppni á ítaliu. Mig hafði alltaf langað til að tileinka mér ítalska stílinn, og eins vissi ég, að dómararnir 1 keppninni áttu að vera frá Ítalíu, Bretlandi og Frakklandi. En vegna ýmissa Norðurlandameistarakeppni 1977. Blástur og klipping. Módel: Ásgerður Benedikz. Íslandsmeistarakeppni 1975. Blástur og klipping. Norðurlandameistarakeppni 1975. Galagreiðsla. Frönsk lina. Að mlnu mati er galagreiðsla sú greiðsla, sem fer mest inn á hið listræna svið hárgreiðslunnar. Módel: Valgerður Matthiasdóttir. óhappa varð ekkert úr því. Það endaði með því, að þarna voru bara tveir dómarar, annar breskur og hinn bandarískur, þann þriðja vantaði alveg. Og minn stíll var auðvitað alltof suðrænn fyrir þeirra smekk. Það er töluverður smekkmunur á milli þeirra landa, sem hvað fremst eru í tískunni. Norður- löndin hafa einnig unnið sér nokkra hefð hvað tísku snertir, en þar eigum við þó nokkuð langt í land. En við erum á góðri leið. Það hefur orðið stökk- breyting á hárgreiðslu hér á landi síðastliðin 15 ár og sé haldið áfram á sömu braut ættum við að geta skapað okkar eigin stíl ekki síður en hinar þjóðirnar. En til þess þarf auðvitað mikið átak, bæði af hálfu hárgreiðslufólks og ! viðskiptavina. íslendingar eru nýjunga- ; gjarnir, jafnvel einum of mikið fyrir breytingar. Það er ekki nóg að fá nýja línu í hárgreiðsluna ef ekkert annað er í stíl. Mér finnst að íslenskar konur eigi að leita | meira eftir eigin stíl og samræma | hann því sem hentugast er í | okkar landi. Annars hefur ríkt mikil fjölbreytni í hárgreiðslunni á síðastliðnu ári og j andstæðurnar aldrei verið meiri. I Og vissulega breytist útlitið með I, nýrri greiðslu. Greiðslur hafa að undanförnu færst mjög yfir í þá tísku sem ríkjandi var á árunum 1930-40, hversu lengi sem það nú helst. Tískan er duttlungafull og nútímakona hugsar mikið um að hafa hárið sem þægilegast. Hún vill njóta sömu réttinda til hentugrar hárgreiðslu og karlmennirnir hvað sem allri tísku líður. Ég fer að meðaltali 4-5 sinnum á ári til útlanda, bæði til að fylgjast með nýjungum og taka þátt í mótum. Það er alveg nauðsynlegt ef maður á ekki að dragast aftur úr. Ég held líka hálfsmánaðarlegar æfingar með starfsfólki mínu, þar sem við tökum fyrir nýjustu greiðsl- urnar. En ég held að ég taki ekki þátt í fleiri keppnum. Þær ströngu æfingar sem nauðsyn- legar eru fyrir keppni samræmast illa stofurekstri, heimilishaldi og barnauppeldi. Þetta var ákaflega skemmtilegt og lærdómsríkt tímabil, en nú langar mig til að reyna eitthvað nýtt, vil heldur geta sinnt meira því sem snertir kennslu og sýningar. Góð kennsla og tæknileg þjálfun er mikil- vægasta undirstaðan fyrir hárgreiðslunema. Sá sem ætlar sér út í hárgreiðslu verður líka að hafa gaman af því að skapa eitthvað nýtt. Sé sköpunargleðin ekki fyrir hendi er þetta litið annað en þreytandi og erfitt t starf. J.Þ. Norðurlandameistarakeppni 1977. Daggreiðsla. Lótiaus og einföld. Módel: Ásgerður Benedikz. Elsa Haraldsdóttir með árangurinn af þátttöku sinni i hárgreiðslu- keppnum — og einnig make-up keppni. Æft á Italíu fyrir Norðurlanda- meistarakeppnina 1977. Gala- greiðsla. ítölsk lína. Módel: Ásgerður Benedikz. Sýningargreiðsla 1977. Galagreiðsla. Hárið er fléttað og vafið. Grisk áhrif. Módel: Ágerður Benedikz. Sýningargreiðsla 1978. Samkvæmis- greiðsla. Engin lagning, engin túpering. Hárið er unnið og greitt með vatni. Haldið saman með böndum og skrautpinnum. Módel: Björg Benediktsdóttir. 2. tbl. Vikan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.