Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 9

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 9
— Við fundum ekki vatn i dag, sagði Andri. — Veit ég vel. Pabbi er áhyggjufullur. Hvað nú ef ekkert vatn finnst? — Það fáum við að vita á morgun, Nellý. Nellý andvarpaði. — Ef þið finnið vatn ferð þú. Þú sagðir það sjálfur. — Já, en við förum aðeins til Kellermansbýlisins. Ég get ekið hingað á kvöldin og heilsað upp á þig. Andri strauk þýðlega yfir silkimjúkt hár hennar. — Ef þú kærir þig þá nokkuð um minar heimsóknir. Nellý kinkaði kolli. — Jú vist geri ég það. En hvað svo, þegar þið eruð búnir hjá Kellerman? Andri leit upp til hennar. — Þá fer ég aftur i skólann. Ekki venjulegan skóla, skógræktarskóla. — Hvaðergert þar? — Tja, við lærum að vinna við skógrækt og skóggæslu, verndun náttúr- unnar svona eins og þú heldur vörð um lækinn. Við vemdum dýr og gróður fyrir ágangi fólks, sem gleymir að taka tillit til náttúrunnar, eins og ég í dag. Nellý brosti til hans. — Ég heyri að þú elskar vatn og tré . . Hún stóð snögglega á fætur og sagði. — Nú fer ég inn og sæki nokkur hindber handa þér. Andri beið. Litlu síðar kom Elsa út um eldhúsdyrnar og skellti hurðinni á eftir sér. Ungi maðurinn stóð kurteislega á fætur og sagði vinsamlega með léttri höfuðhneigingu: — Ég heiti Andri Blake. — Þú ert i vinnuflokknum, hvað viltu hingað? — Ég var að heilsa upp á Nellý. — t Dóttir mín tekur ekki á móti heimsóknum, sagði Elsa fráhrindandi. Andri horfði stillilega i augu hennar. — Því ekki? Elsa roðnaði. — Þér hafið engan rétt til að spyrja mig að þvi, herra Blake. Viljið þér vera svo góður að fara aftur til vagnanna og láta ekki sjá yður hér aftur. — Mamma þó! Nellý stóð í eldhúsdýrunum með hindberjaskál í höndunum. — Taktu þetta ekki nærri þér, Nellý, _ sagði Andri. — Mömmu þinni finnst of áliðið fyrir heimsóknir. Hann snérist á hæli og fór. Nellý horfði tregafull á eftir honum. — Mér finnst leiðinlegt að Andri skyldi fara. Hann var nýkominn. — O, það hafa verið hindberin sem freistuðu hans, sagði Elsa vandræðaleg. Hún gat ekki gleymt einlægu brosi Andra og góðlegu augunum hans. — Heldurðu það, mamma. Nellý horfði hugsi framfyrir sig. — Það held ég ekki. Hann kom min vegna. Til að sjá mig. Ekki vegna hindberjanna. Hún bætti við hvíslandi röddu: — Mér liður svo einkennilega. Svona hefur mér aldrei liðið áður... DaGINN eftir bannaði Elsa dóttur sinni að fara niður að læknum. Of gömul til að gráta — Já, en hvers vegna mamma? spurði Nellý. — Það er svo mollulegt hérna. — Ég vil bara ekki hafa það, sagði Elsa. — Haltu þig í skugganum, þá ættir þú að þola við. Nellý horfði rannsakandi augum á móður sina. — Ég veit vel hvers vegna ég má ekki fara niður að læknum. Það er nokkuð sem ég verð að ihuga vel. Hún gekk að eldhúshurðinni og opnaði hana. Svo hugsaði hún sig um og sneri sér að móður sinni. — Ég hefi einstrengings- legan hugsunarhátt. Ég verð að hugsa um einn hlut í einu — það segir Andri Móðir hennar hristi höfuðið og hugsaði með sér, að Andri hefði á réttu að standa. Nellý fór út I hlöðu og klifraði upp mjóan stiga upp á heyloftið. Þarna uppi gæti hún hugsað i friði og ró. Hún settist við vindaugað og horfði út. Mér líður öðruvisi en áður, hugsaði hún. Hönd hans snerti mig . . . það var eins og á vorin þegar litlu lömbin fæðast, þegar ég held þeim að mér og finn litlu hjörtun slá. Hún minntist þess að eitt sinn stóðu foreldrar hennar og horfðu á og mamma hennar sagði: Sjáðu Jakob hve henni er annt um þau. Svona verður hún við sín eigin böm, ef... Nellý lagðist á bakið i heyið og lagði annan handlegginn yfir augun. Pabbi elskar mig og hann elskar mömmu, hélt hún áfram i huganum. Svona tilfinningar ber Andri til mín. Hann vill vera mér það, sem pabbi er mömmu. En ég veit ekki hvort ég get... Ég kann ýmislegt, en ég er ekki eins dugleg og mamma. Nellý hafði enn ekki komist yfir það, að hún gat ekki fylgst með i skólanum og varð að hætta. Hún var illa að sér í reikningi, kunni varla meira en að leggja saman ogdraga frá. Nellý strauk tárvot augun og hugsaði: — Mamma kann svo margt — gæta heimilisins, annast bókhaldið, það gæti ég aldrei lært. Mamma trúir ekki á að ég geti það. Þess vegna vill hún ekki leyfa mér að sjá Andra. Já, hún heldur að ég getí ekki verið dugleg eiginkona. Hún hraðaði sér ofan stigann og inn i húsið. Inni í dagstofunni sat Elsa í ruggustól og hvíldi sig. — Mamma. Nellý kraup á hné og tók utan um móður sína. — Ég veit vel af hverju ég má ekki sjá Andra. Það er af þvi að ég er ekki eins dugleg og þú, er það ekki? Þú heldur að ég getí ekki gætt bús og bama. Er þaðekki, mamma? Elsa strauk blíðlega yfir hár dóttur sinnar. — Já en Nellý, þú hefur aldrei þurft að hugsa um það. Þú hefur átt heima hjá okkur fjarri öllu margmenni og pabbi og mamma hafa annast þig. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu ... Rödd hennar þagnaði í lágu hvisli. Hún vissi ekki hvernig hún ætti að halda áfram. — Heldurðu þá, að ég hafi engar tilfinningar? spurði Nellý lágt og fól andlitið i kjöltu móður sinnar. — Hvað hefði orðið um mig ef Andri hefði ekki komið? Þegar þið pabbi eruð dáin stend ég uppi alein. Hvað á ég þá að gera? Ég veit að ég er öðruvisi en aðrar stúlkur, ég veit það vel. Og ég held líka að Andri viti það. En hann vill mig samt, eins og ég er . . . Hún andvarpaði þungt og horfði á móður sina. — Það er svo sárt að hugsa um þetta. Það er eins og þungt farg hvíli á mér, það er kökkur í hálsinum á mér. Mamma, er ég of gömul til að gráta? En það var Elsa sem brast i grát. UKKAN sjö um kvöldið kom verkstjórinn heim að húsinu. — Nú er allt klárt. Við boruðum niður á 100 metra dýpi og fengum vatn, 30 lítrar á mínútu, það er gott. Við erum að taka saman og förum á morgun. Þetta gekk Ijómandi vel. — Elsa, ertu ekki ánægð? spurði Jakob þegar maðurinn var farinn. Nú getur þú ausið vatninu eins og þér sýnist, þarft aldrei framar aðspara. — Jú Jakob, það er ómetanlegt. En .. á morgun fara verkamennirnir og .. Ó, Jakob, það er Nellý. Og Elsa sagði manni sínum frá ást Nellýar til Andra. — Hvað eigum við að gera, Jakob? sagði hún að síðustu örvingluð. — Er unga manninum ljóst, að Nellý — Ég held það, sagði Elsa fljótt og vissi hvað maður hennar var að fara. — Hann kemst ekki hjá þvi að veita þvi athygli. Nellý daðrar ekki eins og aðrar ungar stúlkur, hún er barnaleg og blátt áfram. Hann hefur sagt við hana að hún sé einstrengingsleg. Jú, hann áttar sig á henni. — Kannski er honum alvara, sagði Jakob djúpt hugsi. — Við getum ekki verndað hana allt hennar líf. — Það sama sagði hún einmitt við mig, Jakob. Hún sagði: Hvað verður um mig þegar þið pabbi fallið frá? Ó, ég veit ekki hvað skal taka til bragðs. En ég get ekki hugsað mér Nellý sem eiginkopu nokkurs manns. Maður gæti allt eins látið 12,13 ára barn ala upp böm. — Maðurinn yrði að vera einstakur, það veit ég, sagði Jakob. Elsu fannst hún allt í einu verða að verja dóttur sína. — Hún er alls ekki ólagin við sum verk, og kannski höfum við verndað hana um of... 1 herberginu uppi yfir þeim heyrðist stöðugt fótatak afturábak og áfram. Það var Nellý sem gekk eirðarlaus og miður sín um í herberginu sinu. En nú heyrðist þungt fótatak úti fyrir. Það var Andri, sem stóð fyrir utan i rökkrinu og barði dyra. — Herra Smith, sagði hann styrkum rómi, þegar Jakob lauk upp. — Ég er kominn til að heilsa upp á Nellý. Hann leit til Elsu og spurði stillilega en ákveðið. — Ég má það, er það ekki? Jakob stóð og tvísteig við dyrnar og vissi ekki hvort hann ætti að bjóða manninum inn, en svo rétti hann unga manninum höndina og þeir tókust þétt í hendur. Milli þeirra þurfti engin orð. Augu þeirra mættust og framtíð Nellýar var ráðin. — Komdu inn fyrir, Andri, sagði Jakob. Fyrir aftan sig heyrði hann að Elsa varpöndinni léttar. Endir. — Skilaðu Jóhönnu aftur nýju kápunni hennar. Ég þurfti bara að vekja pabba þinn. I_______________I 2. tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.