Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 47
en þarna var stúlka. sem varð ástfangin af honum hans vegna.” „Getur veriðsagði sir Richard. „Þér líkar þetta ekki?” George nuddaði raunamæddur á sér nefið. „Fjárinn, ég veit ekki upp á hverju ég á aðstinga!" Hann var ennþá að íhuga málið þegar yfirþjónninn tilkynnti komu herra Wyndhams, og stór, tigulegur og fjör- legur herramaður gekk inn í herbergið og kallaði glaðlega: „Halló, George! Þú hérna? Ricky, drengurinn minn, móðir þin er búin að tala við mig, fjárans kerl- ingin! Hún fékk mig til þess að lofa sér þvi að ég myndi koma við hjá þér, þó ég viti fjandann ekki hvað hún heldur að ég geti gert." „Hlifðu mér!" sagði sir Richard þreytulega. „Ég er þegar búinn að þola heimsókn frá móður minni, svo við minnumst nú ekki á Louisu.” „Jæja, drengurinn minn, ég sam- hryggist þér. Farðu nú að mínum ráðum og kvænstu þessari Brandon herfu. og Ijúktu því af. Hvað ertu með þarna? Madeira? Ég fæ mér glas!” Sir Richard gaf honum i glas. Hann settist i hægindastól, teygði fram lapp- irnar og lyfti glasinu. „Skál fyrir brúð- gumanum!” sagði hann og hló. „Vertu ekki svona ólundarlegur, kæri frændi! Hugsaðu um það hvað þú átt eftir að gleðja Saargamla!" „Farðu norður og niður," sagði sir Richard. „Ef þú hefðir ögn af velsæmi, Lucius, þá hefðir þú kvænst fyrir fimm- tíu árum og alið hjörð af bömum með þitt útlit. Hræðileg hugsun, það viður- kenni ég, en þá væri ég ekki dýrið á fórnarstalli fjölskyldunnar.” „Fyrir fimmtíu árum,” sagði frændi hans, ósnertur af þessum móðgunum. „var ég ennþá á barnsaldri. Þetta er mjög gott vin, Ricky. Meðal annarra orða þá hef ég heyrt að hinn ungi Beverly Brandon sé orðinn töluvert blautur. Þú gerir góðverk með þvi að kvænast þessari stúlku. Það yrði best að þú létir lögfræðinginn þinn um þær hliðar. Ég þori að veðja að Saar á eftir að rýja þig inn að skyrtunni. Hvað er að þér, George, ertu kominn með tann- pinu?” „Mér likar þetta ekki,” sagði George. „Ég sagði Louisu það i upphafi, en þú veist hvernig konur eru! Sjálfur myndi ég ekki kvænast Melissu, þó hún væri eina ógifta stúlkan í heiminum.” „Hvað, hún er ekki sú freknótta, er það?" spurði Lucius áhyggjufullur. „Nei, þaðerSoffia.” „Nú, útaf hverju er þá að hafa áhyggjur! Þú kvænist stúlkunni, Ricky, þú finnur aldrei frið ef þú gerir það ekki. Fylltu glasið þitt, George, og við skulum skála!” „Fyrir hverju núna?” spurði sir Richard og hellti í glösin. „Ekki hlifa mér!” „Fyrir hjörð af bömum með þitt útlit, kæri frændi. Skál fyrir þeim!" sagði frændi hansogglotti. 2. kafli Saar lávarður bjó i Brook stræti ásamt konu sinni og börnum, tveim sonum og fjórum dætrum. Þegar sir Richard ók upp að húsi verðandi tengdaföður sins, sólarhring eftir viðtalið við sina eigin móður, þá var hann svo heppinn að frétta það hjá þjóninum að Saar væri að heiman og lafði Saar væri ásamt hátt- virtri Soffiu á leið til Bath. Þess i stað féll hann beint t flasið á háttvirtum Cedric Brandon, svallsömum ungum hefðar- manni með aumkunarverða ávana og hættulega persónutöfra. „Ricky, eini vinur minn!" hrópaði háttvirtur Cedric og dró sir Richard inn í 2. HLUTI litið herbergi innarlega í húsinu. „Segðu mér ekki að þú sért hingað kominn til þess að biðja um hönd Melissu. Þeir segja að góðar fréttir drepi engan, en ég hlusta aldrei á slúður. Faðir minn segir að við römbum á barmi gjaldþrots. Lánaðu mér peninga kæri vinur, þá skal ég kaupa mér einkennisbúning og fara á skagann, fjandakornið, ef ég geri það ekki bara. En hlustaðu á mig. Ricky, ertu að hlusta?” Hann leit áhyggjufullur á sir Richard. virtist gleðjast og sagði, um leið og hann veifaði fingri: „Gerðu það ekki! Það er enginn auður nógu stór til þess að greiða okkar skuldir, taktu orð min fyrir þvi! Hafðu engin afskipti af Beverly! Það er sagt að Fox hafi tapað stórfé i spilum áður en hann varð tutlugu og eins. Lofaðu því að segja ekki að hann var einskis virði fyrir Bev, alls ekki. Okkar á milli sagt, Ricky, þá er gamli maðurinn farinn að halla sér að flöskunni, Suss! Segðu ekki orð um það! Það má ekki bera slúður um föður minn! En flýðu, Ricky. Það eru min ráð. Flýðu!” „Myndir þú kaupa þér einkennis- búning, ef ég gæfi þér peninga?" spurði sir Richard. „Ófullur. já; drukkinn, nei!” svaraði Cedric með sinu þýða brosi. „Ég er alls ekki fullur núna, en ég verð það ekki lengi. Gefðu mér ekki eyri, gamli vinur! Gefðu Bev ekki eyri! Hann er vondur maður. Núna, er ég er ófullur, þá er ég góður maður — en ég er ekki ófullur meira en sex tíma á sólarhring, ég hef varað þig við! Jæja, nú er ég farinn. Ég er búinn að gera mitt besta fyrir þig, því að mér líkar vel við þig, Ricky, en ef að þú gengur i glötun þrátt fyrir min orð þá þvæ ég hendur mínar af þér. Nei! Fjárinn hafi það, ég skal lifa á þér það sem eftir er. Hugsaðu, kæri vinur, hugsaðu! Bev og yðar auðmjúkur verða á dyraþrepi þínu sex daga vikunnar — nauðandi i þér — ógnandi — vonlausir bræður konunnar — þú Z. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.