Vikan


Vikan - 11.01.1979, Síða 14

Vikan - 11.01.1979, Síða 14
VERNDAR - VÆTT/R Þegar ég var unglingur í Menntaskól- anum i Reykjavík bjó ég enn í gamla húsinu, sem ég fæddist í að Bergstaðastræti 36. Það kom fyrir að ég átti erindi niður á Laugaveg og sá ég þá stundum bregða fyrir manni, sem festist mér í minni, því mér fannst hann dálítið ólíkur venjulegum íslendingum. Hann bjó á Bergstaðastræti 3. Hann var lágur vexti, en samsvaraði sér vel, beinn í baki, ævinlega snyrtilega klæddur með kúluhatt. Hann var manna kurteisastur og tók jafna ofan, þegar hann heilsaði einhverjum og kom þá i ljós að hann var sköllóttur. En kringum skallann var hárið sérstaklega hrafnsvart. Hann hafði ennfremur kolsvart yfirskegg, þykkt og strítt en alltaf vel rakaður að öðru leyti. Hann hélt ísleifur Jónsson og var kennari (síðar skólastjóri). Ég átti eftir að kynnast þessum manni betur síðar, því hann var mikill vinur afa mins, en hjá honum á Sólvallagötu var ég tiður gestur. Þeir höfðu sameiginlegt áhugamál þar sem sálar- rannsóknirnar voru, enda var ísleifur allt frá fæðingu gæddur talsverðum sálrænum hæfileikum, sem snemma fóru að láta á sér bera með honum. Ég ætla að segja ykkur svolítið frá þessum manni í þessum þætti. ísleifur var fæddur í sveit hér sunnan- lands árið 1885. Hann var eins og títt var þegar á níunda árinu látinn sitja hjá ánum. Það leiddist honum mjög. En það leið ekki á löngu áður en hann fór að verða þess var, að hann væri í rauninni aldrei einn. Þegar hann til dæmis sofnaði á verðinum, sem oft kom fyrir, þá vaknaði hann alltaf nákvæm- lega á réttum tíma. Þegar óró tók að gripa ærnar þá var hann jafnan vakinn með því að honum fannst eins og kallað í eyra sér:, „Ærnar eru að standa upp!” Og það brást aldrei. Þegar ísleifur var kominn yfir fermingu tók hann að dreyma fyrir daglátum. Skammt frá þeim bæ sem ísleifur ólst upp á bjó systir Haraldar Nielssonar, ekkjan Marta Níelsdóttir. Hún hafði þá verið ekkja nokkur ár, þegar ísleif dreymir eftirfarandi draum nótt eina í ágústmánuði. Hann lýsti draumnum svo: „Ég þóttist staddur á Álftanesi. Ég var þar inni stofu ásamt Mörtu, og þótti mér maður hennar, Jón Oddsson, liggja þar í rúmi — mundi ekki annað en hann væri lifandi. Ég sé að hann muni vera mikið veikur, sé að smádregur af honum og hann deyr. Marta er yfir honum og hagræðir líkinu. Siðan breiðir hún ofaná það og ætlar að snúa frá, en þá tekur líkið að hreyfast undir blæjunni, sem yfir það var breidd. Hún snýr sér þá að rúminu og segir að nú muni eitthvað nýstárlegt ætla að gerast. Eftir litla stund lyftir hún upp blæjunni og tekur upp lítið piltbam á stærð við nýfæddan dreng. Hún heldur á honum litla stund og finnst mér hann þá vaxa, þar UNDARLEG ATVIK XI. ÆVAR R. KVARAN til hann er orðinn á stærð við 5-6 ára dreng. Þá finnst mér hann allt í einu kippast til og keyrast afturábak og Marta leggur hann á borð og þykist ég sjá að hann sé örendur. Lengri var draumurinn ekki.” Líkingin í draumnum verður þá rétt að öllu öðru en því, að ísleifi fannst hann í draumnum vera í fangi móður sinnar. Enda hafði hún verið með drenginn í fanginu nema alveg síðustu andartökin. Þegar ísleif dreymdi drauminn hafði hann enga hugmynd um að Marta myndi giftast í annað sinn. í kringum 1905-1906 tók ísleifur að vera þar við mann, sem oft kom til hans í svefninum. Kvað hann mann þennan hafa verið jafnan dökkklæddan, nokkuð háan og myndarlegan, en andlit hans átti hann erfitt með að muna. Hann stóð ætíð stutt við og jafnan á hraðri ferð. ísleifur var farinn að bera svo gott traust til þessa manns, að hann bar stundum undir hann vandræði sín, sem hann oft leysti úr, en hann mátti ekki vera margorður, ef hann átti að hafa tíma til að hlusta á ísleif. Sumarið 1914 var ísleifur austur á Reyðarfirði við sjóróðra. Hann átti heima við botninn á firðinum. Sjómennirnir fóru heim á hálfsmánaðarfresti og voru heima nokkra daga. Síðla sumars þegar ísleifur var heima og svaf einn í stofu, vaknaði hann og fannst honum vera bjartara í stofunni en hann bjóst við. Sá hann þá hvar maður stendur við rúmstokk hans og er hálfboginn, eins og hann sé að leita að einhverju undir rúminu. Hann var í grænni prjónapeysu. Annað sá ísleifur ekki af fatnaði hans, því maðurinn sneri baki við honum. Þá dettur ísleifi í hug að þetta muni vera bróðir formanns síns, sem þá var útá verstöð utar með firðinum, og að hann muni hafa komið heim um kvöldið, og sé nú að leita sér að sokkum, sem voru í kassa undir rúminu. ísleifur ætlar nú að fara að tala við hann og réttir maðurinn sig þá upp og sér að þetta er ekki maðurinn sem hann hélt að það væri. En það þykir ísleifi kyndugt að hann skuli ekki yrða á sig. Hann ætlar þá að gripa til hans, en finnur ekki neitt. En hann hrekkur dálítið afturábak og eins og líður yfir að borði, sem stóð beint á móti rúminu, en þar sér ísleifur hann leysast upp og verða að gufukenndri slæðu, sem svo hvarf með öllu. Um morguninn, þegar ísleifur kom á fætur, var kominn maður utan af Eskifirði. Þegar hann var farinn sagði ísleifur húsmóður sinni frá því, sem hann sá kvöldið áður. Og þegar hann hafði lýst manninum sagði hún að þetta væri lýsing á fóstursyni mannsins frá Eskifirði, sem væri dáinn fyrir skömmu. Hún þekkti hann meðal annars á peysunni. Að vísu þekkti ísleifur manninn frá Eski- firði aðeins, hafði séð hann áður þar um sumarið. En hann hafði hins vegar ekki hugmynd um það að hann ætti fósturson. Hann gat því ekki hafa búið sér til hugmynd um mann, sem hann hafði ekki neina vitneskju um að væri til. Annars sannaðist það oftar en einu sinni, að ísleifur sá ekki einungis svipi látinna manna, heldur einnig iðulega svipi fólks sem enn var á lífi. Én frásögnum af því verður að sleppa hér, eins og mörgu öðru í takmörkuðum þætti. En haustið 1914 kynntist ísleifur þeim Einari H. Kvaran og Haraldi Níelssyni; prófessor. Þá var honum boðið að vera á tilraunafundi, sem haldinn var á heimili Einars. Kom þar glögglega í ljós, að ísleifur var miðilsefni, enda tók hann um tíma þátt í merkilegum tilraunum með þessum tveim þjóðkunnu mönnum. Við þessar tilraunir urðu nokkur þáttaskil í hæfileikum ísleifs, 14 Vikan 2. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.